Manndráp í Mehamn: Hinum Íslendingnum sleppt úr gæsluvarðhaldi Atli Ísleifsson og Birgir Olgeirsson skrifa 2. maí 2019 22:32 Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Þrjátíu og tveggja ára gömlum Íslendingi, sem grunaður er um aðild að morði á fertugum Íslendingi í Noregi, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir fulltrúi saksóknaraembættisins, Anja M. Indbjør í samtali við héraðsmiðilinn iFinnmark í Noregi. Íslendingurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraði en því var áfrýjað til áfrýjunardómstóls Hálogalands. Honum var því sleppt síðdegis í dag. Indbjør segir saksóknaraembættið ekki ætla að áfrýja þessum úrskurði. Íslendingurinn neitar sök í málinu en verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, segir skjólstæðing sinn halda því fram að hann hafi reynt að koma í veg fyrir manndráp. „Hann meinar sjálfur að hann hafi ekki átt nokkra aðild. Hann skilur ekki af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir Herstad á vef iFinnmark. Héraðsmiðillinn segir Íslendinginn nú aftur kominn til bæjarins Mehamn.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.GettyYfirheyrður í sex klukkustundir Sá sem er grunaður um morðið heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára gamall, en hann er sakaður um að hafa orðið fertugum hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana aðfaranótt síðastliðins laugardags í Mehamn. Hann var yfirheyrðu í sex klukkustundir í gær og en verjandi hans, Vidar Zahl Arntzen, segir Gunnar hafa útskýrt sína afstöðu til málsins. Zahn Arntzen sagði í samtali við Vísi að Gunnar Jóhann væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Um hörmulegt slys hafi verið að ræða. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Þrjátíu og tveggja ára gömlum Íslendingi, sem grunaður er um aðild að morði á fertugum Íslendingi í Noregi, hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þetta staðfestir fulltrúi saksóknaraembættisins, Anja M. Indbjør í samtali við héraðsmiðilinn iFinnmark í Noregi. Íslendingurinn hafði áður verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í héraði en því var áfrýjað til áfrýjunardómstóls Hálogalands. Honum var því sleppt síðdegis í dag. Indbjør segir saksóknaraembættið ekki ætla að áfrýja þessum úrskurði. Íslendingurinn neitar sök í málinu en verjandi hans, Jens Bernhard Herstad, segir skjólstæðing sinn halda því fram að hann hafi reynt að koma í veg fyrir manndráp. „Hann meinar sjálfur að hann hafi ekki átt nokkra aðild. Hann skilur ekki af hverju hann liggur undir grun,“ er haft eftir Herstad á vef iFinnmark. Héraðsmiðillinn segir Íslendinginn nú aftur kominn til bæjarins Mehamn.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.GettyYfirheyrður í sex klukkustundir Sá sem er grunaður um morðið heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, 35 ára gamall, en hann er sakaður um að hafa orðið fertugum hálfbróður sínum, Gísla Þór Þórarinssyni, að bana aðfaranótt síðastliðins laugardags í Mehamn. Hann var yfirheyrðu í sex klukkustundir í gær og en verjandi hans, Vidar Zahl Arntzen, segir Gunnar hafa útskýrt sína afstöðu til málsins. Zahn Arntzen sagði í samtali við Vísi að Gunnar Jóhann væri mjög brotinn maður og hann sé miður sín vegna alls þess sem hefur gerst. Um hörmulegt slys hafi verið að ræða.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31 Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Fjörutíu yfirheyrðir í tengslum við morðið í Mehamn Lögreglan í Finnmörk telur atburðarásina vera að skýrast hvað varð til þess að Gísla Þór Þórarinssyni var ráðinn bani aðfaranótt laugardagsins 27. apríl. 2. maí 2019 12:31
Gunnar lýsti átökum við bróður sinn í yfirheyrslu hjá lögreglu Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem grunaður er um að hafa skotið Gísla Þór Þórarinsson, hálfbróður sinn, til bana síðastliðinn laugardag í Mehamn í Norður-Noregi, lýsti því í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær að það hefði komið til átaka á milli þeirra bræðra eftir að Gunnar fór heim til Gísla. 2. maí 2019 13:38