Röntgenlæknar fluttir inn frá Svíþjóð til að stytta biðlistana Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2019 06:15 Um skeið tók fjóra mánuði að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða. Nordicphotos/Getty Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs nú í nokkur skipti að flytja inn til landsins sænska röntgenlækna til að greina myndir úr skimunum eftir brjóstakrabbameinum hér á landi og hafa þeir unnið um helgar við þessa iðju. Ástæður þessa voru að biðlisti eftir greiningu um brjóstakrabbamein hafði lengst úr hófi. Það má rekja til þess hversu erfitt er að manna stöður röntgenlækna. Einnig herma heimildir Fréttablaðsins að röntgenlæknar frá Akureyri hafi verið sendir suður til að greina myndir. „Það er rétt að eftir að þessi hluti starfsins fluttist frá okkur til Landspítala þá lengdist biðlisti eftir greiningu nokkuð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélags íslands. „Hluti af þeirri skýringu má kannski segja að sé skortur á röntgenlæknum til að sinna þessari vinnu. Landspítali hefur því gripið til þess ráðs að fá erlenda lækna til að koma hingað og vinna um helgar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði á tímabili verið eitthvað á milli þriggja og fjögurra mánaða bið eftir því að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða hjá konum sem verður að teljast nokkuð langur tími. Halla sagði að staðan nú væri mun betri enda hefði Landspítali gripið til viðeigandi ráðstafana. „Biðlistinn hefur minnkað aftur og unnið hefur verið vel úr stöðunni. Ég myndi segja að staðan væri mun betri nú en hún var á tímabili vegna þessara aðgerða,“ bætir Halla við. Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem er algengust meðal kvenna. Um 210 konur greindust í fyrra með slíkan sjúkdóm en aðeins fjórir karlmenn. Þessar tölur hafa ekki breyst mikið undanfarin 15 ár og því kemur nýgengi sjúkdómsins Landspítala ekki í opna skjöldu. Árið 2017 fluttist þessi hluti greiningar brjóstakrabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands til Landspítala. Áður höfðu röntgenlæknar á Domus Medica unnið að þessari myndgreiningu með ágætis árangri. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira
Landspítalinn hefur gripið til þess ráðs nú í nokkur skipti að flytja inn til landsins sænska röntgenlækna til að greina myndir úr skimunum eftir brjóstakrabbameinum hér á landi og hafa þeir unnið um helgar við þessa iðju. Ástæður þessa voru að biðlisti eftir greiningu um brjóstakrabbamein hafði lengst úr hófi. Það má rekja til þess hversu erfitt er að manna stöður röntgenlækna. Einnig herma heimildir Fréttablaðsins að röntgenlæknar frá Akureyri hafi verið sendir suður til að greina myndir. „Það er rétt að eftir að þessi hluti starfsins fluttist frá okkur til Landspítala þá lengdist biðlisti eftir greiningu nokkuð,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, formaður Krabbameinsfélags íslands. „Hluti af þeirri skýringu má kannski segja að sé skortur á röntgenlæknum til að sinna þessari vinnu. Landspítali hefur því gripið til þess ráðs að fá erlenda lækna til að koma hingað og vinna um helgar.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafði á tímabili verið eitthvað á milli þriggja og fjögurra mánaða bið eftir því að fá úr því skorið hvort um brjóstakrabbamein væri að ræða hjá konum sem verður að teljast nokkuð langur tími. Halla sagði að staðan nú væri mun betri enda hefði Landspítali gripið til viðeigandi ráðstafana. „Biðlistinn hefur minnkað aftur og unnið hefur verið vel úr stöðunni. Ég myndi segja að staðan væri mun betri nú en hún var á tímabili vegna þessara aðgerða,“ bætir Halla við. Brjóstakrabbamein er sú tegund krabbameins sem er algengust meðal kvenna. Um 210 konur greindust í fyrra með slíkan sjúkdóm en aðeins fjórir karlmenn. Þessar tölur hafa ekki breyst mikið undanfarin 15 ár og því kemur nýgengi sjúkdómsins Landspítala ekki í opna skjöldu. Árið 2017 fluttist þessi hluti greiningar brjóstakrabbameina frá Krabbameinsfélagi Íslands til Landspítala. Áður höfðu röntgenlæknar á Domus Medica unnið að þessari myndgreiningu með ágætis árangri.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Sjá meira