Svekkt með sekt án tillits til áralangrar hefðar íbúa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2019 14:16 Bílar í Auðarstræti í morgun með sekt á framrúðunum. Þóra Einarsdóttir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað. Bílar Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sektaði nokkra tugi bíla í Auðarstræti í Norðurmýrinni í Reykjavík í nótt fyrir að leggja bílum sínum uppi á gangstétt. Íbúar eru ósáttir enda hafi þau í lengri tíma haft þann háttinn á. Staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs segir einfaldlega lagabrot að leggja uppi á gangstétt. Þóra Einarsdóttir, sópransöngkona og íbúi við Auðarstræti, vakti athygli á því í morgun að sektir hefðu blasið við íbúum í götunni í morgunsárið. „Nú fá þeir aldeilis pening í kassann! Hver einasti bíll í götunni sektaður í þessari rólegu og fáförnu götu,“ segir Þóra í færslu á Facebook í morgun sem vakið hefur athygli. Hver sekt hljóðar upp á 10 þúsund krónur en 1100 króna afsláttur fæst ef greitt er innan þriggja daga. Þóra segist telja um þrjátíu bíla í götunni með sekt.Þóra Einarsdóttir söngkona er meðal þeirra sem vöknuðu upp við vondan draum í dag.Fréttablaðið/GVAEinstaklega óþjónustumiðuð löggæsla „Hér höfum við íbúar lagt með eitt dekk upp á svo hægt sé að leggja báðum megin götunnar. En við höfum passað að það sé nóg pláss til að aka um en samt líka nóg pláss fyrir barnavagna. Það eru ekki bílastæði eða bílskúrar við hvert hús,“ segir Þóra ósátt við vinnubrögð lögreglu. Nær hefði verið að veita íbúum áminningu eða hafa samband við íbúa og láta vita að fyrirkomulag þeirra, sem áratuga löng hefð sé fyrir, þætti ekki lengur æskileg. „Þetta þykir okkur einstaklega óþjónustumiðuð löggæsla.“ Kristín Ragnarsdóttir, staðgengill framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs, segir í samtali við Vísi að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi sektað bíla í Norðurmýrinni í nótt. Hún geti ekki svarað því af hverju þessi tímapunktur hafi verið valinn. Hún segist hafa skoðað nokkrar sektargreiðslurnar frá í nótt og þar sé ástæðan skýr fyrir sektinni. „Þau voru bara vel uppi á gangstétt. Það er klárlega alltaf bannað að leggja uppi á gangstétt,“ segir Kristín. Það stangist á við lög og hefur áhrif á að gangandi komist leiðar sinnar með barnavagna og annað.
Bílar Reykjavík Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira