Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2019 19:45 Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira