71 prósent Selfossliðsins var ekki fætt þegar að liðið fór síðast í úrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. maí 2019 11:30 Haukur Þrastarson var -9 ára þegar að Selfoss fór síðast í úrslit. mynd/selfoss Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002 Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Selfyssingar komust í gærkvöldi í lokaúrslit Olís-deildar karla í handbolta þegar að liðið vann Val, 29-26, í þriðja leik liðanna í undanúrslitarimmu þeirra en með því sópaði Selfoss Valsmönnum úr keppni. Selfoss hafnaði í öðru sæti Olís-deildarinnar í vetur og vann flestu leikina annað tímabilið í röð en Valsmenn enduðu í þriðja sæti. Hlíðarendapiltar voru án tveggja mjög sterkra leikmanna í úrslitakeppninni og voru Selfyssingar sterkari í rimmunni eins og úrslitin gefa til kynna. Þetta er í annað sinn í sögunni sem að Selfoss kemst í lokaúrslitin en síðast gerðist það árið 1992. Hin víðfræga Mjaltavel Selfyssinga tapaði þá fyrir FH, 3-1, í lokaúrslitunum en Selfoss tapaði einmitt í oddaleik fyrir FH í undanúrslitunum í fyrra.27 ár eru frá því að Selfoss afrekaði þetta síðast.morgunblaðiðEftir að gera sér lítið fyrir og vinna Víkinga með þá Birgi Sigurðsson, Bjarka Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson og núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í liðinu á útivelli í undanúrslitunum 1992 kláruðu Selfyssingar einvígið heima með 31-27 sigri þar sem að Einar Gunnar Sigurðsson skoraði níu mörk og Siggi Sveins átta mörk. Leikurinn fór fram í íþróttahúsinu á Selfossi 25. apríl 1992 og kláraðist í framlengingu í frábærri stemningu á Selfossi. Svo mikill var hávaðinn að dómarar leiksins þurftu að nota öðruvísi flautur í leiknum svo að eitthvað myndi heyrast. Selfoss-liðið hans Patreks Jóhannssonar er ungt að árum og svo ungt að fæstir leikmenn þess voru fæddir þegar að liðið komst síðast í úrslit með því að leggja stórskotalið Víkinga, 2-0, í undanúrslitunum árið 1992.Aðeins fjórir leikmenn af fjórtán (29 prósent) á skýrslu í gær og hafa verið að spila leikina í úrslitakeppninni voru fæddirþegar að Selfoss spilaði síðast til úrslita fyrir 27 árum. Guðni Ingvarsson man kannski helst eftir því en hann var sex ára gamall. Eini Selfyssingurinn af þessum fjórum er Árni Steinn Steinþórsson en ólíklegt er að hann hafi verið mættur á völlinn aðeins eins árs gamall. Undrabarnið Haukur Þrastarson var ekki einu sinni orðinn hugmynd á þessum tíma en níu ár liðu frá því að Selfoss komst í lokaúrslitin þar til að Haukur kom í heiminn.Voru fæddir: Guðni Ingvarsson: 1986 (sex ára) Pawel Kiepulski: 1987 (fimm ára) Atli Ævar Ingólfsson: 1988 (fjögurra ára) Árni Steinn Steinþórsson: 1991 (eins árs)Voru ekki fæddir: Sverrir Pálsson: 1994 Sölvi Ólafsson: 1995 Elvar Örn Jónsson: 1997 Hergeir Grímsson: 1997 Nökkvi Dan Elliðason: 1997 Alexander Már Egan: 1997 Hannes Höskuldson: 1999 Guðjón Baldur Ómarsson: 2000 Haukur Þrastarson: 2001 Tryggvi Þórisson: 2002
Árborg Olís-deild karla Tengdar fréttir Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15 Haukur: Komnir þangað sem við viljum vera Haukur var öflugur í kvöld. 6. maí 2019 21:52 Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Patrekur: Auðvitað getum við unnið titilinn Patrekur Jóhannesson kíkti í Seinni bylgjuna í spjall eftir að sópa Valsmönnum í undanúrslitum. 7. maí 2019 12:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-26 | Sópurinn á lofti og Selfoss í úrslit Selfoss er komið í úrslit en Valur í sumarfrí. 6. maí 2019 22:15
Snorri Steinn: Þeir unnu okkur 3-0 og þá eru þeir 3-0 betri en við Fyrrum landsliðsmaðurinn var svekktur í kvöld. 6. maí 2019 21:42