ÍBV svarar Þorgeiri: „Talaðu svo meira um þroskaða og málefnalega umræðu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. maí 2019 20:20 Úr þriðja leik liðanna. VÍSIR/DANÍEL ÞÓR Yfirlýsingarnar halda áfram að ganga á milli Hauka og ÍBV en liðin eigast við í undanúrslitum Olís-deildar karla. Staðan er 2-1 fyrir Haukum í leikjum. Í leik tvö sauð allt upp úr þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. Kári Kristján Kristjánsson var dæmdur í þriggja leikja bann og við það voru Eyjamenn mjög ósáttir. Síðan þá hafa Eyjamenn tjáð sig mikið um dóminn en Haukarnir svöruðu þeim í dag með yfirlýsingu. Nú hafa Eyjamenn svarað þeirri yfirlýsingu en þeir sendu fjölmiðlum yfirlýsinguna nú undir kvöld. Þar svara þeir formanni Hauka, Þorgeiri Haraldssyni fullum hálsi sem skrifaði yfirlýsingu Hauka í dag. Yfirlýsingu Eyjamanna sem barst nú undir kvöld má sjá hér að neðan.Yfirlýsingin í heild sinniÍBV svarar Þorgeiri Þorgeir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrum stjórnarmaður í HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu þann 6. maí. Þar kemur fram og er staðfest af Þorgeiri að Heimir Óli hafi náð sér að fullu af „höfuð-hálsáverkum“ þeim sem hann varð fyrir í leik ÍBV og Hauka sl. fimmtudag 2. maí. Þorgeir heldur því fram að Heimir Óli hafi fengið mikla verki og hreyfiskerðingu upp í háls og hluta höfuðs/kjálka en vegna afburða sjúkraþjálfara og sjúkrateymis hafi Heimir Óli náð þeim árangri að verða algjörlega einkennalaus 3 dögum síðar. Einhverra hluta vegna ákveður Þorgeir síðan að nefna alveg uppúr þurru að fyrir rúmi ári hafi Daníel Þór Ingason verði hvíldur í viku eftir þungt högg á kjálkann í leik í Vestmannaeyjum og einhverra hluta vegna tengist það því að Daníel hafi verið tekinn út úr leik 2 gegn Stjörnunni nú fyrir nokkrum vikum. ÍBV áttar sig ekki á tengingunni en Þorgeir, Daníel Þór stóð upp í leiknum í fyrra og kom inná 2 mínútum síðar og spilaði allan tímann sem eftir var. Gott ef hann skoraði ekki 3 mörk eftir þetta. Það var síðan vikufrí hjá Haukum eftir þetta vegna Evrópukeppni ÍBV þannig að það var vikufrí hjá öllum leikmönnum Hauka og auðvitað Daníel líka. En hvers vegna Þorgeir, nefndir þú ekki í þessu sambandi að fyrir nokkrum vikum braut Ásgeir Örn Hallgrímsson þannig á ungum leikmanni ÍBV, Daníel Griffin að hann fékk heilahristing og var fluttur á sjúkrahús. Í kjölfarið gat okkar Daníel ekki æft eða spilað með ÍBV í 2-3 vikur. Þetta vissir þú Þorgeir, en kaust að nefna ekki. ÍBV hefur ekki gert annað í þessu máli en að benda á staðreyndir og í því sambandi svaraðu því þá Þorgeir: Verðskuldaði Heimir Óli ekki rautt spjald fyrir að ráðast að fyrrabragði á Kára Kristján og taka hann tökum, eftir að Kári Kristján hafði stöðvað hraðaupphlaup Hauka? Hvers vegna var þessu augljósa rauða spjaldi sleppt og hvers vegna benti stjórn HSÍ aganefndinni ekki á það brot, en þú ert öllum hnútum kunnugur þar innandyra? ÍBV bendir enn og aftur á að skv. myndböndum þá tók Heimir Óli, Kára Kristján niður en ekki öfugt. Þá bendir ÍBV á þá staðreynd að Heimir Óli meiddist ekki og afleiðingarnar voru engar fyrir Hauka. Ef því er að þakka afburða sjúkraþjálfara og sjúkrateymi Hauka, þá er það bara þannig. Það breytir ekki staðreyndum. Og getur þú, Þorgeir staðfest þau orð Heimis Óla að upplýsingar til dómara leiksins, að Heimir Óli væri mjög mikið meiddur og afleiðingarnar mjög miklar, hafi ekki komið frá Haukum? Hvaðan heldur þú þá að þessar upplýsingar hafi komið? Fór t.d. Heimir Óli á sjúkrahús eða bráðadeild og að þessar upplýsingar séu hugsanlega úr sjúkraskrám hans? ÍBV hefur ekki orðið vart við að eiga sér málsvara í „seinni bylgjunni“. Það gerðist a.m.k. ekki þegar að Logi Geirsson, sem þú hrósar reyndar einum málsvara í grein þinni, dæmdi í máli Kára Kristjáns þrátt fyrir að hafa séð myndbandið frá sjónarhorninu sem ÍBV hefur ítrekað bent á. Sá dómur var harður og rangur en ekki kvartaðir þú þá Þorgeir. Þú útskýrir það kannski betur við hvað þú átt Þorgeir með málsvara ÍBV í „seinni bylgjunni“ þannig að það sé ekki bara aðdróttanir og allir liggi undir grun vegna ódæðisins. ÍBV hefur ekki staðið á neinn hátt að rætinni umræðu en stendur við allt það sem það hefur látið frá sér. ÍBV hefur verið beitt órétti og það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Þú segir að lokum að þið hafið ekki getað borið hönd fyrir höfuð ykkar og því verið knúnir til að rita yfirlýsingu ykkar. Málið er Þorgeir, þið þurftuð ekki að bera hönd fyrir höfuð ykkar. Aganefnd HSÍ sá um það og þið sögðuð ekki orð, þrátt fyrir að vita að meiðsli og afleiðingar Heimis Óla voru lítil sem engin. Ákvörðun aganefndar HSÍ var ekki tekin fyrr en 2 dögum eftir leikinn umtalaða. En þú þagðir. Talaðu svo meira um þroskaða og máefnalega umræðu. F.h. Handknattleiksdeildar ÍBV Davíð Þór Óskarsson, formaður Olís-deild karla Tengdar fréttir Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Eyjamenn eru mjög ósáttir við þá ákvörðun aganefndar HSÍ að dæma Kára Kristján Kristjánsson í þriggja leikja bann. 5. maí 2019 20:29 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Haukarnir svara Eyjamönnum og fjölmiðlamönnum með eigin yfirlýsingu Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi höfuðmeiðsli Heimis Óla Heimissonar eftir brot leikmanns ÍBV og eftirlit og meðferð sjúkrateymis Hauka. 7. maí 2019 14:13 Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11 Kári í þriggja leikja bann 4. maí 2019 18:25 Aganefnd HSÍ tekur mál Kára fyrir á ný Máli handboltamannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar, leikmanns ÍBV, er ekki lokið en aganefnd HSÍ ku ætla að taka mál hans upp á nýjan leik. 7. maí 2019 15:56 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira
Yfirlýsingarnar halda áfram að ganga á milli Hauka og ÍBV en liðin eigast við í undanúrslitum Olís-deildar karla. Staðan er 2-1 fyrir Haukum í leikjum. Í leik tvö sauð allt upp úr þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. Kári Kristján Kristjánsson var dæmdur í þriggja leikja bann og við það voru Eyjamenn mjög ósáttir. Síðan þá hafa Eyjamenn tjáð sig mikið um dóminn en Haukarnir svöruðu þeim í dag með yfirlýsingu. Nú hafa Eyjamenn svarað þeirri yfirlýsingu en þeir sendu fjölmiðlum yfirlýsinguna nú undir kvöld. Þar svara þeir formanni Hauka, Þorgeiri Haraldssyni fullum hálsi sem skrifaði yfirlýsingu Hauka í dag. Yfirlýsingu Eyjamanna sem barst nú undir kvöld má sjá hér að neðan.Yfirlýsingin í heild sinniÍBV svarar Þorgeiri Þorgeir Haraldsson formaður handknattleiksdeildar Hauka og fyrrum stjórnarmaður í HSÍ sendi frá sér yfirlýsingu þann 6. maí. Þar kemur fram og er staðfest af Þorgeiri að Heimir Óli hafi náð sér að fullu af „höfuð-hálsáverkum“ þeim sem hann varð fyrir í leik ÍBV og Hauka sl. fimmtudag 2. maí. Þorgeir heldur því fram að Heimir Óli hafi fengið mikla verki og hreyfiskerðingu upp í háls og hluta höfuðs/kjálka en vegna afburða sjúkraþjálfara og sjúkrateymis hafi Heimir Óli náð þeim árangri að verða algjörlega einkennalaus 3 dögum síðar. Einhverra hluta vegna ákveður Þorgeir síðan að nefna alveg uppúr þurru að fyrir rúmi ári hafi Daníel Þór Ingason verði hvíldur í viku eftir þungt högg á kjálkann í leik í Vestmannaeyjum og einhverra hluta vegna tengist það því að Daníel hafi verið tekinn út úr leik 2 gegn Stjörnunni nú fyrir nokkrum vikum. ÍBV áttar sig ekki á tengingunni en Þorgeir, Daníel Þór stóð upp í leiknum í fyrra og kom inná 2 mínútum síðar og spilaði allan tímann sem eftir var. Gott ef hann skoraði ekki 3 mörk eftir þetta. Það var síðan vikufrí hjá Haukum eftir þetta vegna Evrópukeppni ÍBV þannig að það var vikufrí hjá öllum leikmönnum Hauka og auðvitað Daníel líka. En hvers vegna Þorgeir, nefndir þú ekki í þessu sambandi að fyrir nokkrum vikum braut Ásgeir Örn Hallgrímsson þannig á ungum leikmanni ÍBV, Daníel Griffin að hann fékk heilahristing og var fluttur á sjúkrahús. Í kjölfarið gat okkar Daníel ekki æft eða spilað með ÍBV í 2-3 vikur. Þetta vissir þú Þorgeir, en kaust að nefna ekki. ÍBV hefur ekki gert annað í þessu máli en að benda á staðreyndir og í því sambandi svaraðu því þá Þorgeir: Verðskuldaði Heimir Óli ekki rautt spjald fyrir að ráðast að fyrrabragði á Kára Kristján og taka hann tökum, eftir að Kári Kristján hafði stöðvað hraðaupphlaup Hauka? Hvers vegna var þessu augljósa rauða spjaldi sleppt og hvers vegna benti stjórn HSÍ aganefndinni ekki á það brot, en þú ert öllum hnútum kunnugur þar innandyra? ÍBV bendir enn og aftur á að skv. myndböndum þá tók Heimir Óli, Kára Kristján niður en ekki öfugt. Þá bendir ÍBV á þá staðreynd að Heimir Óli meiddist ekki og afleiðingarnar voru engar fyrir Hauka. Ef því er að þakka afburða sjúkraþjálfara og sjúkrateymi Hauka, þá er það bara þannig. Það breytir ekki staðreyndum. Og getur þú, Þorgeir staðfest þau orð Heimis Óla að upplýsingar til dómara leiksins, að Heimir Óli væri mjög mikið meiddur og afleiðingarnar mjög miklar, hafi ekki komið frá Haukum? Hvaðan heldur þú þá að þessar upplýsingar hafi komið? Fór t.d. Heimir Óli á sjúkrahús eða bráðadeild og að þessar upplýsingar séu hugsanlega úr sjúkraskrám hans? ÍBV hefur ekki orðið vart við að eiga sér málsvara í „seinni bylgjunni“. Það gerðist a.m.k. ekki þegar að Logi Geirsson, sem þú hrósar reyndar einum málsvara í grein þinni, dæmdi í máli Kára Kristjáns þrátt fyrir að hafa séð myndbandið frá sjónarhorninu sem ÍBV hefur ítrekað bent á. Sá dómur var harður og rangur en ekki kvartaðir þú þá Þorgeir. Þú útskýrir það kannski betur við hvað þú átt Þorgeir með málsvara ÍBV í „seinni bylgjunni“ þannig að það sé ekki bara aðdróttanir og allir liggi undir grun vegna ódæðisins. ÍBV hefur ekki staðið á neinn hátt að rætinni umræðu en stendur við allt það sem það hefur látið frá sér. ÍBV hefur verið beitt órétti og það er alltaf að koma betur og betur í ljós. Þú segir að lokum að þið hafið ekki getað borið hönd fyrir höfuð ykkar og því verið knúnir til að rita yfirlýsingu ykkar. Málið er Þorgeir, þið þurftuð ekki að bera hönd fyrir höfuð ykkar. Aganefnd HSÍ sá um það og þið sögðuð ekki orð, þrátt fyrir að vita að meiðsli og afleiðingar Heimis Óla voru lítil sem engin. Ákvörðun aganefndar HSÍ var ekki tekin fyrr en 2 dögum eftir leikinn umtalaða. En þú þagðir. Talaðu svo meira um þroskaða og máefnalega umræðu. F.h. Handknattleiksdeildar ÍBV Davíð Þór Óskarsson, formaður
Olís-deild karla Tengdar fréttir Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Eyjamenn eru mjög ósáttir við þá ákvörðun aganefndar HSÍ að dæma Kára Kristján Kristjánsson í þriggja leikja bann. 5. maí 2019 20:29 Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22 Haukarnir svara Eyjamönnum og fjölmiðlamönnum með eigin yfirlýsingu Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi höfuðmeiðsli Heimis Óla Heimissonar eftir brot leikmanns ÍBV og eftirlit og meðferð sjúkrateymis Hauka. 7. maí 2019 14:13 Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11 Kári í þriggja leikja bann 4. maí 2019 18:25 Aganefnd HSÍ tekur mál Kára fyrir á ný Máli handboltamannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar, leikmanns ÍBV, er ekki lokið en aganefnd HSÍ ku ætla að taka mál hans upp á nýjan leik. 7. maí 2019 15:56 Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Sjá meira
Yfirlýsing frá ÍBV: Niðurstaða aganefndar HSÍ óskiljanleg og hlutdræg Eyjamenn eru mjög ósáttir við þá ákvörðun aganefndar HSÍ að dæma Kára Kristján Kristjánsson í þriggja leikja bann. 5. maí 2019 20:29
Kári lét Loga heyra það: „Þvílík andskotans firra“ Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV í Olísdeild karla, lét Loga Geirsson, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, heyra það á samfélagsmiðlum í dag eftir að Logi sagði brot Kára á Heimi Óla Heimissyni verðskulda margra leikja bann. 4. maí 2019 14:22
Haukarnir svara Eyjamönnum og fjölmiðlamönnum með eigin yfirlýsingu Handknattleiksdeild Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi höfuðmeiðsli Heimis Óla Heimissonar eftir brot leikmanns ÍBV og eftirlit og meðferð sjúkrateymis Hauka. 7. maí 2019 14:13
Logi svarar Kára: "Þú ert ekki fórnarlambið hérna“ Logi Geirsson segir að Kári Kristján Kristjánsson ætti að sjá sóma sinn í að biðja Heimi Óla Heimisson afsökunar. 4. maí 2019 18:11
Aganefnd HSÍ tekur mál Kára fyrir á ný Máli handboltamannsins Kára Kristjáns Kristjánssonar, leikmanns ÍBV, er ekki lokið en aganefnd HSÍ ku ætla að taka mál hans upp á nýjan leik. 7. maí 2019 15:56