Þriðji orkupakkinn vekur lítinn áhuga Ari Brynjólfsson skrifar 8. maí 2019 06:15 Þriðji orkupakkinn er eitt stærsta málið á yfirstandandi þingi en svo virðist sem áhugi almennings á málinu sé lítill segir prófessor í stjórnmálafræði. vísir/vilhelm Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“ Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira
Áhugaleysi almennings á þriðja orkupakkanum er líkleg ástæða þess að margir hafa ekki gert upp hug sinn í málinu, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri. Í niðurstöðum könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is, sem birtar voru í gær, kom í ljós að 36,3 prósent segjast ekki vita hvort þau séu hlynnt eða andvíg málinu. Einnig höfðu 31,2 prósent svarenda ekkert kynnt sér þriðja orkupakkann. Af þeim sem tóku afstöðu til málsins voru 48,7 prósent andvíg samþykkt þriðja orkupakkans. 29,6 prósent eru hlynnt og 21,7 prósent hlutlaus. Grétar segir að þrátt fyrir að málið sé fyrirferðarmikið í umræðunni og nokkur hiti í kringum það sé það ekki þess eðlis að vekja áhuga hjá stórum hluta almennings. „Það vaknar sú spurning hvort fólk geti ekki sett sig inn í þetta og þess vegna vita 36 prósent ekki hvort þau séu hlynnt eða andvíg þriðja orkupakkanum. Eða bara hreinlega hvort fólk hafi ekki áhuga á þessu.“ Höfuðborgarbúar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en íbúar landsbyggðarinnar, mynstur sem Grétar segir dæmigert. „Það bendir kannski til þess að það hafi tekist að stilla málinu upp í eitthvert fullveldissamhengi.“ Grétar á erfiðara með að svara hvers vegna karlar eru almennt hlynntari þriðja orkupakkanum en konur. „Þarna er ég eiginlega mát. Kannski eru þær tortryggnari.“ Að öðru leyti falla niðurstöðurnar að hefðbundnum skoðanamynstrum. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra orkumála, segir kappkostað að leggja fram allar upplýsingar sem kallað sé eftir í málinu. „Stuðningur við málið er mestur hjá þeim sem hafa kynnt sér það og andstaðan er mest hjá þeim hópi sem þekkir ekki málið nægilega vel. Þetta er meginniðurstaða könnunarinnar.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, tekur í sama streng. „Mesti krafturinn hefur farið í að leiðrétta rangfærslur, oft að segja hvað felst ekki í þriðja orkupakkanum. Þetta sannar enn og aftur að réttar upplýsingar skipta máli.“ Frosti Sigurjónsson, einn stofnenda Orkunnar okkar, félagasamtaka sem hafa barist hart gegn þriðja orkupakkanum, segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Þegar borið sé saman hverjir eru ýmist andvígir eða hlynntir þriðja orkupakkanum þá séu sex af hverjum tíu andvígir. „Við höfum séð kannanir sem sýna mjög afgerandi andstöðu Íslendinga við að ákvarðanataka og forræði orkumála sé flutt úr landi. 90 prósent af orkukerfinu í dag eru í eigu almennings og ég held að fólk vilji fara gætilega,“ segir Frosti. „Það kemur fram í könnuninni að meira en þriðjungur virtist ekki hafa haft tækifæri til að setja sig almennilega inn í málið. Ég tel að þjóðin þurfi aðeins meiri tíma til að skoða þetta. Það væri mjög góð lending ef þingið myndi geyma afgreiðslu málsins fram á haust.“
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Fleiri fréttir Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Sjá meira