Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. maí 2019 10:31 Brenton Tarrant var einn á ferð á Íslandi árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Vísir/ap Brenton Tarrant, ástralskur maður sem talinn er bera ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands þegar hann réðst á tvær moskur í Christchurch í mars síðastliðnum, kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Þetta staðfestir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Nokkrum dögum eftir árásina var greint frá því að ríkislögreglustjóri ynni að því að kortleggja ferðir Tarrant hér á landi þar sem talið var að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum hans á Evrópureisu árið 2017. Í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum. Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.VísirÁsgeir segir að Tarrant hafi verið hér einn á ferð og svo virðist sem hann hafi komið hingað til að ferðast hér um landið líkt og hver annar ferðamaður. „Hann virðist hafa á einhverju tímabili ferðast um heiminn og þar á meðal til Íslands,“ segir Ásgeir. Hann segir aðspurður ekkert hafa komið út úr skoðun ríkislögreglustjóra á því hvort hann hafi verið að hitta einhverja tiltekna aðila hér á landi. Þá segir Ásgeir að ríkislögreglustjóri hafi sent nýsjálenskum yfirvöldum upplýsingar um ferðir Tarrant. 51 lést í hryðjuverkaárás Tarrant á moskurnar tvær í Christchurch. Hann hefur verið ákærður fyrir fimmtíu morð og þá særði hann fimmtíu manns til viðbótar. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Brenton Tarrant, ástralskur maður sem talinn er bera ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands þegar hann réðst á tvær moskur í Christchurch í mars síðastliðnum, kom til Íslands árið 2017 og dvaldi hér í 10 daga. Þetta staðfestir Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra í samtali við Vísi. Nokkrum dögum eftir árásina var greint frá því að ríkislögreglustjóri ynni að því að kortleggja ferðir Tarrant hér á landi þar sem talið var að Ísland hefði verið einn af viðkomustöðum hans á Evrópureisu árið 2017. Í 74 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu Tarrant segir hann að hvergi sé að finna skjól lengur, ekki einu sinni í löndum á borð við Ísland, Pólland, Nýja-Sjáland, Argentínu og Úkraínu. Þetta viti hann vegna þess að hann hafi verið í þessum löndum. Ásgeir Karlsson hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra.VísirÁsgeir segir að Tarrant hafi verið hér einn á ferð og svo virðist sem hann hafi komið hingað til að ferðast hér um landið líkt og hver annar ferðamaður. „Hann virðist hafa á einhverju tímabili ferðast um heiminn og þar á meðal til Íslands,“ segir Ásgeir. Hann segir aðspurður ekkert hafa komið út úr skoðun ríkislögreglustjóra á því hvort hann hafi verið að hitta einhverja tiltekna aðila hér á landi. Þá segir Ásgeir að ríkislögreglustjóri hafi sent nýsjálenskum yfirvöldum upplýsingar um ferðir Tarrant. 51 lést í hryðjuverkaárás Tarrant á moskurnar tvær í Christchurch. Hann hefur verið ákærður fyrir fimmtíu morð og þá særði hann fimmtíu manns til viðbótar.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53 Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19 Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Annað fórnarlamb Christchurch-hryðjuverkanna látið Tyrkneskur karlmaður lést af sárum sínum fimmtíu dögum eftir hryðjuverkin á Nýja-Sjálandi. 2. maí 2019 14:53
Morðinginn í Christchurch gaf austurrískum öfgamönnum fé Ástralskur maður gaf leiðtoga öfgasamtaka andsnúnum innflytjendum í Austurríki jafnvirði um 200.000 króna. 28. mars 2019 13:19
Sjónarhorn Christchurch útsendingarinnar plataði ritskoðunarkerfi Facebook Sjálfvirkt ritstjórnarkerfi Facebook átti erfitt með að skilgreina beinu útsendinguna af fjöldamorðinu í Christchurch í Nýja-Sjálandi vegna fyrstu persónu sjónarhorns myndbandsins. 24. apríl 2019 14:00