Kínverjar hóta tollum gegn tollum Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2019 17:55 Ríkisstjórn Trump hefur þegar undirbúið að beita tollum á 200 milljarða af vörum sem fluttar eru frá Kína til Bandaríkjanna og stendur til að beita frekari tollum náist ekki að mynda samkomulag. Vísir/AP Yfirvöld Kína segjast ætla að bregðast við ef Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beiti Kína tollum á föstudaginn eins og hann hefur sagt að hann muni gera. Þau viðbrögð munu að öllum líkindum fela sér aukna tolla á innflutning frá Bandaríkjunum til Kína. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti Kína, þar sem segir að dýpkun viðskiptadeilunnar á milli Bandaríkjanna og Kína séu ekki í hag ríkjanna og því sé það með iðrun sem möguleg viðbrögð séu kynnt.Aðstoðarforsætisráðherra Kína er nú í Bandaríkjunum og stendur til að funda um deiluna og reyna að mynda nýjan viðskiptasamning á milli ríkjanna. Fyrir nokkrum dögum var talið að ríkin væru nálægt því að ná samkomulagi þar til Trump sagði á Twitter að svo væri ekki og hótaði því að beita tollum gegn Kína á föstudaginn. Það gerði hann á sunnudaginn og síðan þá hafa lækkanir verið á hlutabréfamörkuðum.Ríkisstjórn Trump hefur þegar undirbúið að beita tollum á 200 milljarða af vörum sem fluttar eru frá Kína til Bandaríkjanna og stendur til að beita frekari tollum náist ekki að mynda samkomulag. AP fréttaveitan segir ljóst að bandarískir neytendur borgi brúsann vegna tolla.Hins vegar hafi viðskiptadeilur Bandaríkjanna við Kína, Kanada, Mexíkó og aðrar þjóðir komið verulega niður á bændum þar í landi. Útflutningur landbúnaðarvara frá Bandaríkjunum til Kína var rúmlega helmingi minni í fyrra en hann var árið 2017. Bandaríkin Kína Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Yfirvöld Kína segjast ætla að bregðast við ef Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, beiti Kína tollum á föstudaginn eins og hann hefur sagt að hann muni gera. Þau viðbrögð munu að öllum líkindum fela sér aukna tolla á innflutning frá Bandaríkjunum til Kína. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneyti Kína, þar sem segir að dýpkun viðskiptadeilunnar á milli Bandaríkjanna og Kína séu ekki í hag ríkjanna og því sé það með iðrun sem möguleg viðbrögð séu kynnt.Aðstoðarforsætisráðherra Kína er nú í Bandaríkjunum og stendur til að funda um deiluna og reyna að mynda nýjan viðskiptasamning á milli ríkjanna. Fyrir nokkrum dögum var talið að ríkin væru nálægt því að ná samkomulagi þar til Trump sagði á Twitter að svo væri ekki og hótaði því að beita tollum gegn Kína á föstudaginn. Það gerði hann á sunnudaginn og síðan þá hafa lækkanir verið á hlutabréfamörkuðum.Ríkisstjórn Trump hefur þegar undirbúið að beita tollum á 200 milljarða af vörum sem fluttar eru frá Kína til Bandaríkjanna og stendur til að beita frekari tollum náist ekki að mynda samkomulag. AP fréttaveitan segir ljóst að bandarískir neytendur borgi brúsann vegna tolla.Hins vegar hafi viðskiptadeilur Bandaríkjanna við Kína, Kanada, Mexíkó og aðrar þjóðir komið verulega niður á bændum þar í landi. Útflutningur landbúnaðarvara frá Bandaríkjunum til Kína var rúmlega helmingi minni í fyrra en hann var árið 2017.
Bandaríkin Kína Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira