Ráðherra telur tilefni til að endurskoða lög um trúfélög Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 14:16 Þórdís Kolbrún segir koma til álita að herða eftirlit og viðurlög sem gilda um trú- og lífsskoðunarfélög. Vísir/Vilhelm Ábendingar alþjóðlegs aðgerðahóps gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er á meðal þess sem dómsmálaráðherra telur gefa tilefni til að endurskoða lög um trú- og lífsskoðunarfélög. Ákvæði um upplýsingagjöf til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag og ráðstöfun fjármuna gætu verið endurskoðuð. Ríkislögreglustjóri telur verulega hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotuð vegna veikleika í umgjörð þeirra. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fjármál trú- og lífsskoðunarfélaga á Alþingi. Vísað er í nýlegt áhættumat ríkislögreglustjóra sem byggir á úttekt alþjóðlegs aðgerðahóps (FATF) um stöðu varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þar sem kom fram að veikleikar væru í umgjörð, löggjöf og eftirliti með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum. Ákvæði um hæfi fyrirsvarsmanna félaganna, bókhald þeirra og fjárreiður voru þar talin ófullnægjandi og að endurskoða þyrfti lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög og huga að heimildum eftirlitsaðila til að sinna eftirliti og knýja á um úrbætur. „Með hliðsjón af þeim ábendingum verður að líta svo á að tilefni sé til að huga að endurskoðun laga um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, þar á meðal endurskoðun ákvæða um skýrslugjöf félaganna til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag þeirra og ráðstöfun fjármuna,“ segir í svari dómsmálaráðherra.Litlar eða engar kröfur til forstöðu- og stjórnarmanna Ríkislögreglustjóri taldi verulega hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög væru misnotuð í þágu brotastarfsemi, til dæmis til að þvætta ólögmætan ávinning, í áhættumati sínu vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Skilyrði til að stofna slík félög væru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur væru gerðar til fyrirsvarsmanna þeirra. Veikleikar séu í umgjörð, löggjöf og eftirliti með þeim. „Lúta þeir veikleikar einkum að ófullnægjandi ákvæðum um hæfi fyrirsvarsmanna þessara félaga, bókhald þeirra og fjárreið[ur],“ segir í áhættumatinu. Ekki séu gerðar kröfur um að forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga hafi hreinan sakaferil að öðru leyti en að þeir hafi ekki gerst sekir um brot í opinberu starfi og að engar kröfur séu gerðar til stjórnarmanna. Þeir þurfa hvorki að vera búsettir á Íslandi né skráðir í félagið. Þá séu engar reglur um ráðstöfun fjármuna trú- og lífsskoðunarfélaga utan þess að þau þurfa að skila sýslumanni árlega skýrslu um starfsemi sína. Eftirlit með fjárreiðum og bókhaldi félaganna sé takmarkað og engar hæfniskröfur séu gerðar til þeirra sem sjá um fjárreiðurnar.Andrés Ingi, þingmaður Vinstri grænna.Fréttablaðið/eyþórTil álita að herða kröfur og viðurlög Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haft eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga frá 1. febrúar árið 2014. Í svari dómsmálaráðherra til Andrésar Inga um eftirlit með fjármunum félaganna kemur fram að stærri félögin hafi sum hver skilað inn ársreikningum árituðum af endurskoðanda en þau minni skili frekar inn lágmarksupplýsingum, stundum á formi eyðublaðs á vefsíðu embættisins. „Gögnin eru yfirfarin og ef verulegar breytingar verða á milli ára eða ef einhverjir liðir þarfnast nánari skýringar er félögunum send fyrirspurn. Næsta fátítt er að sögn sýslumanns að reikningar skýri sig ekki að mestu sjálfir,“ segir í svari ráðherrans. Í sumum tilfellum hafi sýslumaður þurft að minna félög á að skila ársskýrslum en í mörgum tilvikum verði verulegar tafir á að þeim sé skilað. Ráðherra segir í svarinu að sýslumaður hafi ekki önnur úrræði en að veita félögum skriflega viðvörun og setja frest um úrbætur. Þá geti hann ákveðið að fella skráningu félags úr gildi bæti þau ekki úr því sem er áfátt innan tiltekins frests. „Þar sem skráning trúfélags eða lífsskoðunarfélags hefur í för með sér tiltekin lögbundin réttindi og skyldur fyrir slík félög, þar á meðal rétt til hlutdeildar í álögðum tekjuskatti í formi sóknargjalda, telur ráðherra koma til álita að gera ríkari kröfur um skil á skýrslum og herða viðurlög sé þeirri skyldu ekki sinnt,“ segir í svarinu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni skráða trúfélagsins Zuism undanfarna mánuði. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur stöðvað greiðslu sóknargjalda til þess á þessu ári á þeim forsendum að óvissa ríki um hvort það uppfylli skilyrða laga. Ársskýrsla þess fyrir árið 2017 sýndi að um átta milljón króna tap hefði orðið á rekstri þess. Skýrslunni var skilað á eyðublað sýslumanns og mátti ekki ráða úr því hvernig fjármunum þess hafði verið varið. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, fullyrti í febrúar að hann ætlaði að stíga til hliðar og að ný stjórn hefði tekið við í félaginu. Fyrr í þessum mánuði sagðist hann ætla að sitja áfram eftir að félagið tilkynnti að það ætlaði að stefna ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. Enn hefur ekki verið tilkynnt hverjir skipa nýja stjórn Zuism. Síðast þegar vitað var sat Einar Ágústsson, bróðir Ágústs Arnars, í stjórninni. Hann hlaut þungan fangelsisdóm fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum í fyrra. Ísland á gráum lista FATF Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Ábendingar alþjóðlegs aðgerðahóps gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka er á meðal þess sem dómsmálaráðherra telur gefa tilefni til að endurskoða lög um trú- og lífsskoðunarfélög. Ákvæði um upplýsingagjöf til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag og ráðstöfun fjármuna gætu verið endurskoðuð. Ríkislögreglustjóri telur verulega hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög séu misnotuð vegna veikleika í umgjörð þeirra. Þetta kemur fram í svari Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra, við skriflegri fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um fjármál trú- og lífsskoðunarfélaga á Alþingi. Vísað er í nýlegt áhættumat ríkislögreglustjóra sem byggir á úttekt alþjóðlegs aðgerðahóps (FATF) um stöðu varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka þar sem kom fram að veikleikar væru í umgjörð, löggjöf og eftirliti með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum. Ákvæði um hæfi fyrirsvarsmanna félaganna, bókhald þeirra og fjárreiður voru þar talin ófullnægjandi og að endurskoða þyrfti lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög og huga að heimildum eftirlitsaðila til að sinna eftirliti og knýja á um úrbætur. „Með hliðsjón af þeim ábendingum verður að líta svo á að tilefni sé til að huga að endurskoðun laga um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög, þar á meðal endurskoðun ákvæða um skýrslugjöf félaganna til eftirlitsaðila og upplýsingar um fjárhag þeirra og ráðstöfun fjármuna,“ segir í svari dómsmálaráðherra.Litlar eða engar kröfur til forstöðu- og stjórnarmanna Ríkislögreglustjóri taldi verulega hættu á að trú- og lífsskoðunarfélög væru misnotuð í þágu brotastarfsemi, til dæmis til að þvætta ólögmætan ávinning, í áhættumati sínu vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka. Skilyrði til að stofna slík félög væru ekki sérlega ströng og litlar hæfiskröfur væru gerðar til fyrirsvarsmanna þeirra. Veikleikar séu í umgjörð, löggjöf og eftirliti með þeim. „Lúta þeir veikleikar einkum að ófullnægjandi ákvæðum um hæfi fyrirsvarsmanna þessara félaga, bókhald þeirra og fjárreið[ur],“ segir í áhættumatinu. Ekki séu gerðar kröfur um að forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga hafi hreinan sakaferil að öðru leyti en að þeir hafi ekki gerst sekir um brot í opinberu starfi og að engar kröfur séu gerðar til stjórnarmanna. Þeir þurfa hvorki að vera búsettir á Íslandi né skráðir í félagið. Þá séu engar reglur um ráðstöfun fjármuna trú- og lífsskoðunarfélaga utan þess að þau þurfa að skila sýslumanni árlega skýrslu um starfsemi sína. Eftirlit með fjárreiðum og bókhaldi félaganna sé takmarkað og engar hæfniskröfur séu gerðar til þeirra sem sjá um fjárreiðurnar.Andrés Ingi, þingmaður Vinstri grænna.Fréttablaðið/eyþórTil álita að herða kröfur og viðurlög Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haft eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga frá 1. febrúar árið 2014. Í svari dómsmálaráðherra til Andrésar Inga um eftirlit með fjármunum félaganna kemur fram að stærri félögin hafi sum hver skilað inn ársreikningum árituðum af endurskoðanda en þau minni skili frekar inn lágmarksupplýsingum, stundum á formi eyðublaðs á vefsíðu embættisins. „Gögnin eru yfirfarin og ef verulegar breytingar verða á milli ára eða ef einhverjir liðir þarfnast nánari skýringar er félögunum send fyrirspurn. Næsta fátítt er að sögn sýslumanns að reikningar skýri sig ekki að mestu sjálfir,“ segir í svari ráðherrans. Í sumum tilfellum hafi sýslumaður þurft að minna félög á að skila ársskýrslum en í mörgum tilvikum verði verulegar tafir á að þeim sé skilað. Ráðherra segir í svarinu að sýslumaður hafi ekki önnur úrræði en að veita félögum skriflega viðvörun og setja frest um úrbætur. Þá geti hann ákveðið að fella skráningu félags úr gildi bæti þau ekki úr því sem er áfátt innan tiltekins frests. „Þar sem skráning trúfélags eða lífsskoðunarfélags hefur í för með sér tiltekin lögbundin réttindi og skyldur fyrir slík félög, þar á meðal rétt til hlutdeildar í álögðum tekjuskatti í formi sóknargjalda, telur ráðherra koma til álita að gera ríkari kröfur um skil á skýrslum og herða viðurlög sé þeirri skyldu ekki sinnt,“ segir í svarinu. Vísir hefur fjallað ítarlega um málefni skráða trúfélagsins Zuism undanfarna mánuði. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur stöðvað greiðslu sóknargjalda til þess á þessu ári á þeim forsendum að óvissa ríki um hvort það uppfylli skilyrða laga. Ársskýrsla þess fyrir árið 2017 sýndi að um átta milljón króna tap hefði orðið á rekstri þess. Skýrslunni var skilað á eyðublað sýslumanns og mátti ekki ráða úr því hvernig fjármunum þess hafði verið varið. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, fullyrti í febrúar að hann ætlaði að stíga til hliðar og að ný stjórn hefði tekið við í félaginu. Fyrr í þessum mánuði sagðist hann ætla að sitja áfram eftir að félagið tilkynnti að það ætlaði að stefna ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. Enn hefur ekki verið tilkynnt hverjir skipa nýja stjórn Zuism. Síðast þegar vitað var sat Einar Ágústsson, bróðir Ágústs Arnars, í stjórninni. Hann hlaut þungan fangelsisdóm fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum í fyrra.
Ísland á gráum lista FATF Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Fleiri fréttir Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Sjá meira
Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00
Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels