Segir tölvupósta um verðhækkanir sýna fram á klofning innan SA Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 13:30 Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Vísir/vilhelm Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann. Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Tölvupóstur hefur verið sendur á viðskiptavini ÍSAM sem er heildsölu- og framleiðslufyrirtæki um að verði kjarasamningar samþykkir hækki þeir verð á vörum sínum. Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir þetta til skammar og lítur á þetta sem klofning innan Samtaka atvinnulífsins. Fyrirtækið sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna, sendi tölvupóst þess efnist að verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir hækki vörur hjá þeim um 3,9 prósent. Í póstinum segir einnig að allar innfluttar vörur muni hækka um 1,9 prósent. Fréttablaðið greindi frá tölvupóstinum. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, segir þetta ósmekklegt. „Manni finnst það svolítið skrítið að fulltrúar hjá Samtökum atvinnulífsins séu að hvetja menn til að fella samninga. Ég hef aldrei orðið var við það áður að það væri raunverulega óeining innan Samtaka atvinnulífsins. Mér finnst þetta lýsa því að það sé óánægja með samningana,“ segir Björn. Kosningar um kjarasamningana standa nú yfir hjá 19 félögum starfsgreinasambandsins, en kosningum VR lauk síðastliðinn mánudag. Niðurstöður hjá öllum félögum verða kynntar 24. apríl næstkomandi. Björn segir ekki algengt að fyrirtæki reyni að hafa áhrif á kosningar með þessum hætti. „Reyndar hef ég nú séð meira því Kristjáns bakarí á Akureyri tilkynnti okkur það að þeir ætluðu að hækka allt um 6,2 prósent. Mér finnst þessar hækkanir sem eru í mótsögn við að ríki og sveitarfélög ætli að draga úr sínum hækkunum og þá kemur atvinnulífið og ætlar að fara að hækka allt. Ég tel að þau geti vel tekið á sig það sem samið var um,“ segir hann. Nú er kosningum ekki lokið hjá ykkur, heldur þú að þetta hafi áhrif á kosningarnar? „Auðvitað hefur það áhrif þegar menn koma svona fram, eins og ég segi svo ósmekklega sem þeir orða það og segja ef að kjarasamningar verði samþykktir þá ætla þeir að hækka. Ég meina ef að samningar verði felldir, þá þýðir það að fólk vill meira, ekki minna,“ segir hann.
Kjaramál Neytendur Tengdar fréttir Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00 Mest lesið Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Sjá meira
Verðhækkanir boðaðar vegna kjarasamninga ÍSAM, heildsölu- og framleiðslufyrirtæki sem á Mylluna, Ora, Kexverksmiðjuna Frón og Kexsmiðjuna boðar 3,9% hækkun á öllum vörum fyrirtækjanna verði kjarasamningar samþykktir. 20. apríl 2019 08:00