Snorri Steinn: Þarf að finna aðeins sterkara lýsingarorð en karakter Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2019 22:44 Snorri Steinn hvetur sína menn áfram. vísir/bára Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, var stoltur af sínu liði eftir sigurinn á Aftureldingu, 28-25, á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er bara ánægður en þarf að fá nokkrar mínútur til að melta þetta og átta mig á þessu. Þetta er risasigur fyrir okkur. Við vorum komnir í erfiða stöðu en kreistum fram framlengingu,“ sagði Snorri Steinn eftir leik. „Við sýndum karakter en ég þarf kannski að finna aðeins sterkara lýsingarorð. Þetta var frábært hjá drengjunum. Við vorum í basli í sókninni þar sem mæðir mikið á fáum mönnum. En við misstum aldrei móðinn og héldum alltaf áfram. Seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Við misstum tvo menn út af en aukaleikararnir komu með risa framlag.“ Valur var fjórum mörkum undir í hálfleik, 10-14. Eftir hlé skelltu heimamenn í lás í vörninni og gestirnir skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 18 mínútum seinni hálfleiks. „Við áttum í vandræðum með eitt leikkerfi hjá þeim í fyrri hálfleik og fengum of mörg auðveld mörk á okkur. Að öðru leyti fannst mér vörnin ekkert hræðileg en hún átti eitthvað inni. Við gerðum of mörg mistök í fyrri hálfleik og buðum þeim upp á auðveld mörk og það fór mest í taugarnar á mér. Mér fannst fjögur mörk vera of mikill munur í hálfleik,“ sagði Snorri Steinn. Hann var að vonum ánægður með Daníel Frey Andrésson sem varði 21 skot í marki Vals. „Danni er frábær enda í landsliðsklassa,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Afturelding 28-25 │Endurkomusigur Valsmanna í framlengdum leik Valur knúði fram framlengingu á síðustu sekúndunum gegn Aftureldingu á heimavelli sínum í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Heimamenn höfðu svo betur í framlengingunni. 20. apríl 2019 22:30 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson, annar þjálfara Vals, var stoltur af sínu liði eftir sigurinn á Aftureldingu, 28-25, á Hlíðarenda í kvöld. „Ég er bara ánægður en þarf að fá nokkrar mínútur til að melta þetta og átta mig á þessu. Þetta er risasigur fyrir okkur. Við vorum komnir í erfiða stöðu en kreistum fram framlengingu,“ sagði Snorri Steinn eftir leik. „Við sýndum karakter en ég þarf kannski að finna aðeins sterkara lýsingarorð. Þetta var frábært hjá drengjunum. Við vorum í basli í sókninni þar sem mæðir mikið á fáum mönnum. En við misstum aldrei móðinn og héldum alltaf áfram. Seinni hálfleikurinn var frábær hjá okkur. Við misstum tvo menn út af en aukaleikararnir komu með risa framlag.“ Valur var fjórum mörkum undir í hálfleik, 10-14. Eftir hlé skelltu heimamenn í lás í vörninni og gestirnir skoruðu aðeins tvö mörk á fyrstu 18 mínútum seinni hálfleiks. „Við áttum í vandræðum með eitt leikkerfi hjá þeim í fyrri hálfleik og fengum of mörg auðveld mörk á okkur. Að öðru leyti fannst mér vörnin ekkert hræðileg en hún átti eitthvað inni. Við gerðum of mörg mistök í fyrri hálfleik og buðum þeim upp á auðveld mörk og það fór mest í taugarnar á mér. Mér fannst fjögur mörk vera of mikill munur í hálfleik,“ sagði Snorri Steinn. Hann var að vonum ánægður með Daníel Frey Andrésson sem varði 21 skot í marki Vals. „Danni er frábær enda í landsliðsklassa,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Afturelding 28-25 │Endurkomusigur Valsmanna í framlengdum leik Valur knúði fram framlengingu á síðustu sekúndunum gegn Aftureldingu á heimavelli sínum í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Heimamenn höfðu svo betur í framlengingunni. 20. apríl 2019 22:30 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Afturelding 28-25 │Endurkomusigur Valsmanna í framlengdum leik Valur knúði fram framlengingu á síðustu sekúndunum gegn Aftureldingu á heimavelli sínum í fyrsta leik í 8-liða úrslitum Olísdeildar karla. Heimamenn höfðu svo betur í framlengingunni. 20. apríl 2019 22:30
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita