Búið að dýpka um þriðjung fyrir Herjólf Sighvatur Jónsson skrifar 23. apríl 2019 11:15 Landeyjahöfn er ekki nógu djúp fyrir Herjólf sem ristir 4,2 metra. VÍSIR/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor. Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Búið er að fjarlægja um 5.000 rúmmetra af sandi við Landeyjahöfn, um þriðjung þess sem þarf svo Herjólfur geti siglt þangað. Óvissa er um framhald dýpkunar vegna veðurspár. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að dýpkun Landeyjahafnar hafi gengið ágætlega í gær og í nótt. Um 3.000 rúmmetrar af sandi hafi verið fjarlægðir úr hafnarmynninu og um 2.000 rúmmetrar innan hafnar. „Hinsvegar er samkvæmt spánni óstöðugt veður framundan og ekki ljóst hvað hægt verður að dýpka mikið.“ G. Pétur segir að búið sé að dýpka um einn þriðja af því sem þarf til að sigla Herjólfi um Landeyjahöfn. Skipstjórar Herjólfs taka endanlega ákvörðun um siglingar þangað.Úr brú nýs Herjólfs sem er tilbúinn til afhendingar í Póllandi.Mynd/Andrés SigurðssonEngar upplýsingar um nýjan Herjólf Fulltrúar Vegagerðarinnar hittu fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar Crist S.A. í Póllandi fyrir viku. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um samningaviðræður vegna afhendingar nýs Herjólfs en fram hefur komið að deilt er um lokagreiðslu vegna framkvæmdanna. G. Pétur hjá Vegagerðinni segist ekki geta veitt neinar upplýsingar nema þær að þetta hafi verið síðasti formlegi fundur fulltrúa Vegagerðarinnar og skipasmíðastöðvarinnar. Hann vill ekki svara því hvort frekari samskipti hafi verið milli aðila vegna afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju sem átti að hefja siglingar um síðustu mánaðamót.Dæluskipið Dísa er við Landeyjahöfn.Skjáskot/Marine TrafficDælingarbúnaður í landi á næsta ári Landeyjahöfn var tekin í notkun fyrir níu árum. Þegar ljóst var hversu mikið þyrfti að dýpka höfnina á hverju ári komu fljótlega fram hugmyndir um dælingarbúnað í landi. Nú er verið að styrkja grjótgarða Landeyjahafnar svo komi megi fyrir svokölluðum tunnum við enda þeirra. Hugmyndin er að nota krana við enda garðanna til að fjarlægja sand úr höfninni.G. Pétur segir að unnið sé að því að styrkja hafnargarðana vegna þessa. Hann segir að krani vegna landdælingar verði kominn upp síðsumars. Búnaðurinn muni þó ekki nýtast fyrr en á næsta ári þar sem ráðgert sé að tunnurnar verði tilbúnar við enda hafnargarða Landeyjahafnar næsta vor.
Herjólfur Landeyjahöfn Vestmannaeyjar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira