Telur hatursglæpum hafa fjölgað hér á landi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 23. apríl 2019 20:30 Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. Einnig þurfi að vekja upp umræðu í samfélaginu um málefnið og auka fræðslu. Hún sé grunnur af því að uppræta glæpina.Í gær bárust fréttir af því að hópur unglingspilta réðist á dreng af erlendum uppruna fyrir utan verslunarkjarna í Grafarvogi. Drenginn lokkuðu þeir til sín í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Sjónarvottur af atvikinu, sem sagðist hafa rætt við drenginn á staðnum, sagði hópinn hafa kallað hann skítugan útlending og sagt honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann. Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, telur mál sem þessi heyra undir hatursglæpi. „Miðað viðþað sem að hefur átt sér stað varðandi haturstjáningu í samfélaginu og þá tölfræði sem við erum að sjá frá honum norðurlöndunum til dæmis. Þá held ég aðþað sé nánast hægt að fullyrða að hatursglæpum fer fjölgandi hérlendis,“ segir hún.Aðeins tuttugu prósent mála á borð lögreglu Hún bendir á að árið 2018 voru 250 hatursglæpir í Osló. Norska lögreglan telji þó að aðeins 20% haturglæpa komi inn á borð til þeirra. Á árunum 2016 til 2018 komu 50 hatursglæpir inn á borð lögreglunnar hér á landi. Miðað við að 600 þúsund íbúar séu í Osló og 350 þúsund íbúar hér landi. Þá segi tölfræðin okkur að haturglæpir séu líklega nokkuð faldir á Íslandi og það sé tvennt sem gæti spilað þar inn í „Annars vegar að lögreglukerfið sem við notumst við gerir ekki grein fyrir eða tilgreinir ekki sérstaklega hatursglæpi. Þeir eru ekki sérmerktir. Það vantar kannski að setja inn í kerfið þar sem hægt er að haka við hatursglæpi. Jafnframt haka við ásetninginn og á hverju hann byggist. Þannig að það sé hægt að draga út betri tölfræði. Svo er það hitt, þetta er kannski nýtt viðfangefni á Íslandi. Það skortir enn mikla þekkingu innan lögreglunnar hvað er þaðí glæpum sem gerir glæp að hatursglæp,“ segir hún. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Lögreglan þarf að standa sig betur þegar kemur að hatursglæpum hér á landi að sögn aðjúnkts í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Þekkingu skorti innan lögreglunnar til að bera kennsl á hatursglæpi og skrá þá rétt og því lítil sem engin tölfræði til. Einnig þurfi að vekja upp umræðu í samfélaginu um málefnið og auka fræðslu. Hún sé grunnur af því að uppræta glæpina.Í gær bárust fréttir af því að hópur unglingspilta réðist á dreng af erlendum uppruna fyrir utan verslunarkjarna í Grafarvogi. Drenginn lokkuðu þeir til sín í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Sjónarvottur af atvikinu, sem sagðist hafa rætt við drenginn á staðnum, sagði hópinn hafa kallað hann skítugan útlending og sagt honum að sleikja skóna sína. Þegar hann neitaði var ráðist á hann. Eyrún Eyþórsdóttir, aðjúnkt í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri, telur mál sem þessi heyra undir hatursglæpi. „Miðað viðþað sem að hefur átt sér stað varðandi haturstjáningu í samfélaginu og þá tölfræði sem við erum að sjá frá honum norðurlöndunum til dæmis. Þá held ég aðþað sé nánast hægt að fullyrða að hatursglæpum fer fjölgandi hérlendis,“ segir hún.Aðeins tuttugu prósent mála á borð lögreglu Hún bendir á að árið 2018 voru 250 hatursglæpir í Osló. Norska lögreglan telji þó að aðeins 20% haturglæpa komi inn á borð til þeirra. Á árunum 2016 til 2018 komu 50 hatursglæpir inn á borð lögreglunnar hér á landi. Miðað við að 600 þúsund íbúar séu í Osló og 350 þúsund íbúar hér landi. Þá segi tölfræðin okkur að haturglæpir séu líklega nokkuð faldir á Íslandi og það sé tvennt sem gæti spilað þar inn í „Annars vegar að lögreglukerfið sem við notumst við gerir ekki grein fyrir eða tilgreinir ekki sérstaklega hatursglæpi. Þeir eru ekki sérmerktir. Það vantar kannski að setja inn í kerfið þar sem hægt er að haka við hatursglæpi. Jafnframt haka við ásetninginn og á hverju hann byggist. Þannig að það sé hægt að draga út betri tölfræði. Svo er það hitt, þetta er kannski nýtt viðfangefni á Íslandi. Það skortir enn mikla þekkingu innan lögreglunnar hvað er þaðí glæpum sem gerir glæp að hatursglæp,“ segir hún.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Lögreglan rannsakar skuggalegt atvik í Grafarvogi Mun ræða við drengi og foreldra þeirra. 22. apríl 2019 14:25