Gæsluvarðhald framlengt vegna brunans á Selfossi: Ekki fallist á að fyrri úrskurðir væru ógildir vegna dóms MDE Sylvía Hall skrifar 25. apríl 2019 10:33 Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars. Vísir/Sigurjón Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum á Selfossi þann 31. október á síðasta ári sem varð tveimur að bana. Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum. Vildi verjandi ákærða meina að sömu sjónarmið ættu við í þessu máli vegna skipan eins dómara sem kveðið hefur upp fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði og væru þeir því ógildir. Þá hélt hann því fram að ströngum skilyrðum um gæsluvarðhald væri ekki fullnægt.Sjá einnig: Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Landsréttur féllst ekki á þau rök að niðurstaða Mannréttindadómstólsins ætti að leiða til þess að kröfu Héraðssaksóknara yrði hafnað og var fallist á það með ákæruvaldinu að hinn ákærði væri undir sterkum grun að hafa gerst sekur um refsiverðan verknað sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Ákærði var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í málinu en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí en ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 1. nóvember. Vegna alvarleika brotsins var gæsluvarðhald talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Málið var þingfest þann 24. janúar og er ákærða gefið að sök brenna og manndráp, til vara brenna og manndráp af gáleysi, með því að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum á neðri hæð hússins. Með því hafi hann valdið eldsvoða með þeim afleiðingum að maður og kona létust á efri hæð hússins en ákærði er sagður ekki hafa gert tilraun til þess að vara þau við eldinum né komið þeim til bjargar áður en hann yfirgaf húsið. Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa valdið eldsvoðanum á Selfossi þann 31. október á síðasta ári sem varð tveimur að bana. Í málsvörn ákærða var vísað til fyrri úrskurða Landsréttar um gæsluvarðhald yfir ákærða og því haldið fram að fyrri úrskurðir væru ekki gildir í ljósi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars síðastliðnum. Vildi verjandi ákærða meina að sömu sjónarmið ættu við í þessu máli vegna skipan eins dómara sem kveðið hefur upp fyrri gæsluvarðhaldsúrskurði og væru þeir því ógildir. Þá hélt hann því fram að ströngum skilyrðum um gæsluvarðhald væri ekki fullnægt.Sjá einnig: Segir húsráðanda á Kirkjuvegi hafa kveikt í gardínum eftir rifrildi Landsréttur féllst ekki á þau rök að niðurstaða Mannréttindadómstólsins ætti að leiða til þess að kröfu Héraðssaksóknara yrði hafnað og var fallist á það með ákæruvaldinu að hinn ákærði væri undir sterkum grun að hafa gerst sekur um refsiverðan verknað sem geti varðað allt að 16 ára fangelsi. Ákærði var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald þar til dómur fellur í málinu en þó eigi lengur en til þriðjudagsins 14. maí en ákærði hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 1. nóvember. Vegna alvarleika brotsins var gæsluvarðhald talið nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Málið var þingfest þann 24. janúar og er ákærða gefið að sök brenna og manndráp, til vara brenna og manndráp af gáleysi, með því að hafa lagt eld að pappakassa og gardínum á neðri hæð hússins. Með því hafi hann valdið eldsvoða með þeim afleiðingum að maður og kona létust á efri hæð hússins en ákærði er sagður ekki hafa gert tilraun til þess að vara þau við eldinum né komið þeim til bjargar áður en hann yfirgaf húsið.
Árborg Bruni á Kirkjuvegi Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51 Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01 Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Eldsvoðinn á Selfossi: Annar ákærðu krafinn um 25 milljónir Aðstandendur konu sem létu lífið í eldsvoða á Kirkjuvegi á Selfossi í lok október síðastliðnum hafa krafið karlmann, sem ákærður er fyrir manndráp í málinu, um 25 milljónir króna í bætur. 24. janúar 2019 18:51
Viðurkenndi íkveikju og sagðist vera morðingi Tveir létust í eldsvoðanum en manninum er gert að sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember næstkomandi. 23. nóvember 2018 18:01
Ákærður fyrir manndráp vegna brunans á Selfossi Kona einnig ákærð fyrir að reyna ekki að vara við eða afstýra eldsvoðanum. 24. janúar 2019 09:40