Tek fjölmargt jákvætt frá Hollandi Hjörvar Ólafsson skrifar 26. apríl 2019 12:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fréttablaðið/getty Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðsframherji í knattspyrnu, leikur í dag sinn síðasta leik í bili hið minnsta fyrir hollenska liðið PSV Eindhoven þegar liðið mætir Twente í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar. Berglind Björg gekk í raðir PSV ásamt samherja sínum hjá landsliðinu, Önnu Björk Kristjánsdóttur, í byrjun febrúar en Berglind kom á láni frá Breiðabliki. Berglind fékk draumabyrjun í sínum fyrsta leik en hún opnaði þar markareikning fyrir félagið en það er eina markið sem hún hefur skorað fyrir liðið. Hún hefur einungis leikið sex leiki á þeim þremur mánuðum sem hún hefur verið í herbúðum PSV. Þrátt fyrir það lítur hún jákvæðum augum á veru sína í Eindhoven og telur sig hafa bætt sig á þeim tíma sem hún hefur verið þar. Hún er spennt fyrir komandi tímum með Breiðabliki en hún kemur heim á morgun og verður klár í slaginn þegar Blikar leika við ÍBV í fyrstu umferð Pepsi Maxdeildarinnar á föstudaginn eftir slétta viku. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur fyrir mig. Það er bæði gaman og þroskandi að stíga út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt. Æfingarnar hér eru í háum gæðaflokki og ég tel mig hafa bætt mig og kem í mjög góðu líkamlegu formi inn í deildina heima,“ segir Berglind Björg um tíma sinn í Hollandi. „Ég byrjaði mjög vel og skoraði í mínum fyrsta leik og spilaði svolítið eftir það. Svo fór mínútum að fækka eftir að ég fór í landsliðsverkefnið um mánaðamótin febrúar-mars. Ég kom náttúrulega á miðju tímabili og á tíma þar sem liðinu hafði gengið vel. Þess vegna skil ég það vel að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri þótt ég hefði vissulega viljað spila meira,“ segir framherjinn um spiltíma sinn. „Deildin hérna er mjög misskipt þar sem þrjú efstu liðin eru í háum gæðaflokki en liðin þar fyrir neðan eru töluvert slakari. Toppslagirnir eru betri leikir en í deildinni heima en liðin þar fyrir neðan í svipuðum klassa og einhver slakari en liðin í Pepsi Max-deildinni,“ segir hún um hollensku úrvalsdeildina. „Það væri frábært að kveðja með því að spila og leggja mitt af mörkum í lokaleiknum. Ég hlakka svo mjög til þess að koma aftur heim og byrja að spila með Blikum á nýjan leik. Það stefnir í spennandi toppbaráttu í sumar og að deildin verði sterkari en í fyrra. Ég er mjög spennt og vildi frekar ná fyrsta leiknum með Breiðabliki en leiknum í lokaumferðinni með PSV,“ segir Berglind um framhaldið. „Forráðamenn PSV hafa rætt við mig um hvað ég ætli að gera næsta haust en ég ætla bara að bíða og sjá til. Ég veit að það verða þó nokkrar breytingar á leikmannahópnum eftir tímabilið. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur utan á lán eftir að leiktíðinni lýkur hér heima næsta haust. Þá myndi ég hins vegar vilja vera í stærra hlutverki og spila meira,“ segir hún enn fremur um möguleikann á því að hún leiki aftur með PSV. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðsframherji í knattspyrnu, leikur í dag sinn síðasta leik í bili hið minnsta fyrir hollenska liðið PSV Eindhoven þegar liðið mætir Twente í toppslag hollensku úrvalsdeildarinnar. Berglind Björg gekk í raðir PSV ásamt samherja sínum hjá landsliðinu, Önnu Björk Kristjánsdóttur, í byrjun febrúar en Berglind kom á láni frá Breiðabliki. Berglind fékk draumabyrjun í sínum fyrsta leik en hún opnaði þar markareikning fyrir félagið en það er eina markið sem hún hefur skorað fyrir liðið. Hún hefur einungis leikið sex leiki á þeim þremur mánuðum sem hún hefur verið í herbúðum PSV. Þrátt fyrir það lítur hún jákvæðum augum á veru sína í Eindhoven og telur sig hafa bætt sig á þeim tíma sem hún hefur verið þar. Hún er spennt fyrir komandi tímum með Breiðabliki en hún kemur heim á morgun og verður klár í slaginn þegar Blikar leika við ÍBV í fyrstu umferð Pepsi Maxdeildarinnar á föstudaginn eftir slétta viku. „Þetta hefur verið mjög skemmtilegur tími og lærdómsríkur fyrir mig. Það er bæði gaman og þroskandi að stíga út fyrir þægindarammann og prufa eitthvað nýtt. Æfingarnar hér eru í háum gæðaflokki og ég tel mig hafa bætt mig og kem í mjög góðu líkamlegu formi inn í deildina heima,“ segir Berglind Björg um tíma sinn í Hollandi. „Ég byrjaði mjög vel og skoraði í mínum fyrsta leik og spilaði svolítið eftir það. Svo fór mínútum að fækka eftir að ég fór í landsliðsverkefnið um mánaðamótin febrúar-mars. Ég kom náttúrulega á miðju tímabili og á tíma þar sem liðinu hafði gengið vel. Þess vegna skil ég það vel að ég hafi ekki fengið fleiri tækifæri þótt ég hefði vissulega viljað spila meira,“ segir framherjinn um spiltíma sinn. „Deildin hérna er mjög misskipt þar sem þrjú efstu liðin eru í háum gæðaflokki en liðin þar fyrir neðan eru töluvert slakari. Toppslagirnir eru betri leikir en í deildinni heima en liðin þar fyrir neðan í svipuðum klassa og einhver slakari en liðin í Pepsi Max-deildinni,“ segir hún um hollensku úrvalsdeildina. „Það væri frábært að kveðja með því að spila og leggja mitt af mörkum í lokaleiknum. Ég hlakka svo mjög til þess að koma aftur heim og byrja að spila með Blikum á nýjan leik. Það stefnir í spennandi toppbaráttu í sumar og að deildin verði sterkari en í fyrra. Ég er mjög spennt og vildi frekar ná fyrsta leiknum með Breiðabliki en leiknum í lokaumferðinni með PSV,“ segir Berglind um framhaldið. „Forráðamenn PSV hafa rætt við mig um hvað ég ætli að gera næsta haust en ég ætla bara að bíða og sjá til. Ég veit að það verða þó nokkrar breytingar á leikmannahópnum eftir tímabilið. Ég gæti vel hugsað mér að fara aftur utan á lán eftir að leiktíðinni lýkur hér heima næsta haust. Þá myndi ég hins vegar vilja vera í stærra hlutverki og spila meira,“ segir hún enn fremur um möguleikann á því að hún leiki aftur með PSV.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn