Engin ummerki um leka til RÚV í tölvupóstum Más Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2019 19:20 Már Guðmundsson Seðlabankastjóri. fbl/stefán Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins. Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við fyrirspurn forsætisráðherra vegna Samherjamálsins sem birt var á vef ráðuneytisins í dag. Sjá einnig: Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Í framhaldi af móttöku greinargerðar bankaráðs Seðlabankans um Samherjamálið, sem barst ráðuneytinu í febrúar, óskaði forsætisráðherra eftir nánari upplýsingum, skýringum og gögnum um þrjá þætti málsins, m.a. um meinta upplýsingagjöf starfsmanna Seðlabankans til Ríkisútvarpsins um áðurnefnda húsleit hjá Samherja þann 12. mars 2012. Forsætisráðherra vísar til erindis sem barst frá umboðsmanni Alþingis. Í erindinu segir að umboðsmanni hafi borist upplýsingar um samskipti starfsmanna Seðlabankans og Ríkisútvarpsins í aðdraganda húsleitarinnar sem gefi tilefni til að kalla eftir því hver hafi verið hlutur starfsmanna gjaldeyriseftirlits Seðlabankans í að upplýsa starfsmenn RÚV um málið. Í svari Seðlabankans kemur fram að farið hafi verið yfir afrit gagna í tölvupósthólfum seðlabankastjóra, Más Guðjónssonar, og fyrrum aðstoðarseðlabankastjóra á tímabilinu 1.janúar 2012 til 31. mars 2012. Einnig hafi verið farið yfir gögn í skjalakerfi bankans eða eftir atvikum gögn sem geymd voru í skjalageymslu bankans. „Ekkert hefur komið fram í þeirri yfirferð sem styður við að Ríkisútvarpinu hafi verið veittar trúnaðarupplýsingar og að seðlabankastjóri eða aðstoðarseðlabankastjóri hafi haft um það vitneskju og hvað þá heimilað,“ segir jafnframt í svarinu. Forsætisráðuneytið mun á næstu vikum leggja endanlegt mat á efnisatriði málsins og hvort tilefni sé til frekari gagnaöflunar eða viðbragða á grundvelli athugunar ráðuneytisins, að því er fram kemur á vef ráðuneytisins.
Fjölmiðlar Samherji og Seðlabankinn Seðlabankinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42 Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16 Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Leita upplýsinga um leka til RÚV í tölvupóstum Más Seðlabankinn telur sig hafa ætíð farið að lögum í öllum þeim aðgerðum sem hann greip til við framfylgd gjaldeyrishafta, miðað við þær upplýsingar sem bankinn hafði á hverjum tíma. 27. mars 2019 11:42
Sonur Þorsteins Más lét seðlabankastjóra heyra það Baldvin Þorsteinsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Samherja og sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, lét Má Guðmundsson, seðlabankastjóra, heyra það að loknum opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í morgun. 27. mars 2019 12:16
Kæru Samherja vísað frá Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru Samherja á hendur Seðlabanka Íslands um að bankinn afhendi útgerðarfélaginu ýmis gögn um rannsókn hans á málefnum félagsins. 24. apríl 2019 07:15