Trump dregur Bandaríkin út úr vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. apríl 2019 20:44 Trump ávarpar hér samkomu Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, eða NRA. Daniel Acker/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkin muni láta af stuðningi sínum við sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að fylgjast með og koma reglu á vopnamarkaði heimsins. Þetta tilkynnti Trump í ræðu þar sem forsetinn ávarpaði fund Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, (e. NRA) í Indianapolis í dag. Bandaríkin höfðu áður ritað undir stuðningsyfirlýsingu við sáttmálann en svo virðist sem Trump hafi nú snúist hugur. „Ríkisstjórn mín mun aldrei fullgilda vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við ætlum að taka undirskrift okkar til baka. SÞ mun brátt fá formlega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin hafni þessum sáttmála. Trump bætti svo við að meðan hann væri við stjórnvölinn væri engin hætta á að fullveldi Bandaríkjanna yrði afsalað til nokkurs. „Við munum ekki leyfa erlendum kerfiskörlum að traðka á rétti ykkar sem bundinn er í annan viðauka stjórnarskrárinnar. Það tilkynnist því hér með að Bandaríkin draga til baka þau áhrif sem undirskrift okkar við þennan afvegaleidda sáttmála hefur.“ Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, en hann var þó aldrei formlega tekinn í gildi. Síðan þá hefur Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum haldið því fram að sáttmálinn ógni öðrum viðauka stjórnarskrárinnar, en hann kveður einmitt á um að réttur þjóðarinnar „til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Vert er þó að taka fram að með innleiðingu sáttmálans í Bandaríkjunum hyrfi annar viðauki stjórnarskrárinnar ekki á braut. Sáttmálanum er ætlað að auka eftirlit og reglugerðir á hendur vopnaframleiðendum. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að Bandaríkin muni láta af stuðningi sínum við sáttmála Sameinuðu þjóðanna sem ætlað er að fylgjast með og koma reglu á vopnamarkaði heimsins. Þetta tilkynnti Trump í ræðu þar sem forsetinn ávarpaði fund Landssambands byssueigenda í Bandaríkjunum, (e. NRA) í Indianapolis í dag. Bandaríkin höfðu áður ritað undir stuðningsyfirlýsingu við sáttmálann en svo virðist sem Trump hafi nú snúist hugur. „Ríkisstjórn mín mun aldrei fullgilda vopnaviðskiptasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við ætlum að taka undirskrift okkar til baka. SÞ mun brátt fá formlega tilkynningu þess efnis að Bandaríkin hafni þessum sáttmála. Trump bætti svo við að meðan hann væri við stjórnvölinn væri engin hætta á að fullveldi Bandaríkjanna yrði afsalað til nokkurs. „Við munum ekki leyfa erlendum kerfiskörlum að traðka á rétti ykkar sem bundinn er í annan viðauka stjórnarskrárinnar. Það tilkynnist því hér með að Bandaríkin draga til baka þau áhrif sem undirskrift okkar við þennan afvegaleidda sáttmála hefur.“ Bandaríkin skrifuðu undir sáttmálann árið 2013, í stjórnartíð Baracks Obama, en hann var þó aldrei formlega tekinn í gildi. Síðan þá hefur Landssamband byssueigenda í Bandaríkjunum haldið því fram að sáttmálinn ógni öðrum viðauka stjórnarskrárinnar, en hann kveður einmitt á um að réttur þjóðarinnar „til að eiga og bera vopn óskertur látinn.“ Vert er þó að taka fram að með innleiðingu sáttmálans í Bandaríkjunum hyrfi annar viðauki stjórnarskrárinnar ekki á braut. Sáttmálanum er ætlað að auka eftirlit og reglugerðir á hendur vopnaframleiðendum.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Sjá meira