Munu yfirheyra fólk hér á landi í tengslum við morðið í Mehamn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. apríl 2019 12:52 Frá vettvangi á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Norska lögreglan hefur nú þegar tekið skýrslu af nokkrum einstaklingum í tengslum við morðið á Gísla Þór Þórarinssyni en hann var skotinn til bana í bænum Mehamn í Finnmörk aðfaranótt laugardags. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Önju M. Indbjør, saksóknara, en þar segir jafnframt að lögreglan muni koma til með að yfirheyra fólk sem búsett er á Íslandi í tengslum við málið. Í tilkynningunni segir að norska lögreglan hafi nú fengið staðfest af íslenskum stjórnvöldum að ættingjar Gísla Þórs hafi verið látnir vita af andláti hans og greina því nú frá nafni hans í fyrsta sinn og aldri í fyrsta sinn. Að öðru leyti er ekki mikið gefið upp um framgang rannsóknarinnar. Tæknivinna sé enn í gangi og er vettvangur glæpsins rannsakaður bæði af réttarlæknisfræðingum í Finnmörku sem og af rannsóknarlögreglumönnum frá Kripos. Þá mun lögreglan ræða við nágranna í dag og spyrja þá út í hvort þeir hafi heyrt eða séð eitthvað aðfaranótt laugardagsins þegar Gísli var skotinn til bana. Eins og áður hefur verið greint frá hefur lögreglan ekki enn yfirheyrt Íslendingana tvo sem grunaðir eru í málinu. Enn hefur ekki fengist íslenskur túlkur til Finnmerkur þar sem hann hefur lent í vandræðum með að komast á staðinn vegna verkfalla hjá flugfélaginu SAS. Annar hinna grunuðu er hálfbróðir hins látna. Hann heitir Gunnar Jóhann Gunnarsson, er 35 ára gamall og er grunaður um að hafa orðið eldri bróður sínum að bana. Gunnar á nokkurn brotaferil að baki og hefur til að mynda hlotið dóma hér á landi fyrir líkamsárás og nauðgun. Mun lögreglan í Noregi fara fram á að hann sæti gæsluvarðhaldi og einangrun næstu fjórar vikurnar. Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir hinum Íslendingnum sem grunaður er um aðild að málinu. Mennirnir koma fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57 Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Hinn látni vel liðinn og áberandi í bæjarlífinu að sögn bæjarstjóra "Þetta er bara svo "trist“ eins og við segjum á norsku,“ segir Trond Einar Olaussen, bæjarstjóri í Gamvik. 29. apríl 2019 11:57
Leiddir fyrir dómara í kvöld og yfirheyrðir á miðvikudag Íslendingarnir tveir sem eru í haldi norsku lögreglunnar eftir að Gísli Þór Þórarinsson, fertugur íslenskur karlmaður, var skotinn til bana í þorpinu Mehamn í Finnmörku aðfaranótt laugardags verða leiddir fyrir dómara klukkan 19 og 19:30 í kvöld að norskum tíma. 29. apríl 2019 08:30