Fiskistofa rannsakar að minnsta kosti sjö skip og báta vegna meints ólöglegs brottkasts Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. apríl 2019 14:00 Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir minnsta kosti fjögur mál hafa komið upp nýlega hjá stofnuninni að viðbættum þeim sem Landhelgisgæslan sagði frá í síðustu viku. Skjáskot/Stöð 2 Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts Fyrir helgi var greint frá því að Landhelgisgæslan hefði náð myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Málið væri litið alvarlegum augum og Fiskistofa væri með það til skoðunar. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir að stofnunin hafi að minnsta kosti fjögur önnur mál til rannsóknar vegna meints ólöglegs brottkasts. Við eftirlit hafi verið notaður langdrægur kíkir sem sé nýmæli hjá stofnuninn og stuðst sé við myndir. „Við erum með nokkur önnur mál sem eru upprunnin hjá okkur sem gefa mjög sterkar vísbendingar að um brottkast og suma staðar er mjög augljóslega um brottkast að ræða. Við erum að vinna úr þeim og koma í ferli,“ segir Eyþór. Hann segir þetta litið alvarlegum augum. „Við sjáum fram á umfangsmikið brottkast. Þessi gögn sýna á stuttum tíma brottkast nokkura fiska sem gefur til kynna að það kunni að vera umfangsmikið,“ segir Eyþór. Hann segir að þau mál sem hafi komið upp hjá Landhelgisgæslunni séu til rannsóknar hjá stofnuninni ásamt þeim fjórum sem stofnunin er nú með til meðferðar. Mál sem þessi geti verið flókin og því erfitt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki á þessum málum sjö málum. „Við erum að skoða þessi mál núna og í framhaldinu kemur í ljós hvort og hvað fer í stjórnsýslumeðferð,“ segir Eyþór. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Fiskistofa hefur alls sjö mál til rannsóknar hjá stofnuninni vegna meints ólöglegs brottkasts á skipum og bátum. Forstjóri Fiskistofu segir að nýlega hafi að minnsta kosti fjögur mál komið upp við eftirlit stofnunarinnar og þá sé verið að rannsaka meint brottkast þeirra þriggja fiskibáta sem Landhelgisgæslan myndaði. Gögn bendi til umfangsmikils brottkasts Fyrir helgi var greint frá því að Landhelgisgæslan hefði náð myndbandi af meintu brottkasti skipverja þriggja fiskibáta við reglubundið eftirlit á hafi úti í apríl. Málið væri litið alvarlegum augum og Fiskistofa væri með það til skoðunar. Eyþór Björnsson forstjóri Fiskistofu segir að stofnunin hafi að minnsta kosti fjögur önnur mál til rannsóknar vegna meints ólöglegs brottkasts. Við eftirlit hafi verið notaður langdrægur kíkir sem sé nýmæli hjá stofnuninn og stuðst sé við myndir. „Við erum með nokkur önnur mál sem eru upprunnin hjá okkur sem gefa mjög sterkar vísbendingar að um brottkast og suma staðar er mjög augljóslega um brottkast að ræða. Við erum að vinna úr þeim og koma í ferli,“ segir Eyþór. Hann segir þetta litið alvarlegum augum. „Við sjáum fram á umfangsmikið brottkast. Þessi gögn sýna á stuttum tíma brottkast nokkura fiska sem gefur til kynna að það kunni að vera umfangsmikið,“ segir Eyþór. Hann segir að þau mál sem hafi komið upp hjá Landhelgisgæslunni séu til rannsóknar hjá stofnuninni ásamt þeim fjórum sem stofnunin er nú með til meðferðar. Mál sem þessi geti verið flókin og því erfitt að segja til um hvenær rannsókninni ljúki á þessum málum sjö málum. „Við erum að skoða þessi mál núna og í framhaldinu kemur í ljós hvort og hvað fer í stjórnsýslumeðferð,“ segir Eyþór.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Náðu myndböndum af meintu brottkasti fiskibáta Gæslan lítur málið alvarlegum augum og segir forstjóri hennar þetta grófa aðför að sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. 26. apríl 2019 17:53