Solskjær: Á tímapunkti leit þetta út eins og alvöru Manchester United lið Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2019 21:57 Solskjær klár á hiðarlínunni í kvöld. vísir/getty „Það voru plúsar og mínúsar. Við byrjuðum illa og vorum stressaðir. Eftir markið náðum við tökum og spiluðum vel,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, eftir 1-0 tap gegn Barcelona á heimavelli í kvöld. Leikurinn var liður í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þetta var fyrri leikur liðanna. Markið skoraði Luke Shaw í eigið mark í fyrri hálfleik. „Það voru góðar einstaklingsframmistöður inn á miðsvæðinu. Á tímapunkti leit þetta út eins og alvöru Manchester United lið. Stuðningsmennirnir voru á bakvið okkur.“ „Scott McTominay var stórkostlegur. Í hvert einasta skipti sem hann spilar fyrir okkur bætir hann sig. Hann er frábær íþróttamaður, vinnur baráttuna og er fljótur á löppunum,“ sagði Norðmaðurinn í viðtali við BT Sport í leikslok.Ole: "There's positives to take from tonight. We need to tighten up a few things and we'll go there with one thing in mind: we have to score." #MUFC#UCLpic.twitter.com/ycKfGo1w7T — Manchester United (@ManUtd) April 10, 2019 Sigurinn gerir það að verkum að United verður að fara til Spánar í næstu viku og skora því ef þeir gera það ekki eru þeir úr leik. Solskjær hefur trú á sínum mönnum. „Við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Við vitum að þú þarft að verjast mikið án boltans og þú getur verið þreyttur þegar þú færð boltann sjálfur. Við förum þagað með eitt markmið og það er að skora.“ „Við gerðum vel gegn Messi og héldum okkar skipulagi. Þetta hefði getað farið í báðar áttir. Ég held að við höfum ekki hitt markið og það eru vonbrigði. Við förum þangað með verk að vinna.“ „Við erum að spila gegn frábæru liði. Þetta verður erfitt en við vitum að við getum skorað þarna,“ sagði Norðmaðurinn kokhraustur að lokum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjálfsmark Shaw skildi liðin að Það er verk að vinna fyrir United í síðari leiknum á Spáni í næstu viku. 10. apríl 2019 21:00 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
„Það voru plúsar og mínúsar. Við byrjuðum illa og vorum stressaðir. Eftir markið náðum við tökum og spiluðum vel,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, eftir 1-0 tap gegn Barcelona á heimavelli í kvöld. Leikurinn var liður í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en þetta var fyrri leikur liðanna. Markið skoraði Luke Shaw í eigið mark í fyrri hálfleik. „Það voru góðar einstaklingsframmistöður inn á miðsvæðinu. Á tímapunkti leit þetta út eins og alvöru Manchester United lið. Stuðningsmennirnir voru á bakvið okkur.“ „Scott McTominay var stórkostlegur. Í hvert einasta skipti sem hann spilar fyrir okkur bætir hann sig. Hann er frábær íþróttamaður, vinnur baráttuna og er fljótur á löppunum,“ sagði Norðmaðurinn í viðtali við BT Sport í leikslok.Ole: "There's positives to take from tonight. We need to tighten up a few things and we'll go there with one thing in mind: we have to score." #MUFC#UCLpic.twitter.com/ycKfGo1w7T — Manchester United (@ManUtd) April 10, 2019 Sigurinn gerir það að verkum að United verður að fara til Spánar í næstu viku og skora því ef þeir gera það ekki eru þeir úr leik. Solskjær hefur trú á sínum mönnum. „Við vorum að spila gegn mjög góðu liði. Við vitum að þú þarft að verjast mikið án boltans og þú getur verið þreyttur þegar þú færð boltann sjálfur. Við förum þagað með eitt markmið og það er að skora.“ „Við gerðum vel gegn Messi og héldum okkar skipulagi. Þetta hefði getað farið í báðar áttir. Ég held að við höfum ekki hitt markið og það eru vonbrigði. Við förum þangað með verk að vinna.“ „Við erum að spila gegn frábæru liði. Þetta verður erfitt en við vitum að við getum skorað þarna,“ sagði Norðmaðurinn kokhraustur að lokum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjálfsmark Shaw skildi liðin að Það er verk að vinna fyrir United í síðari leiknum á Spáni í næstu viku. 10. apríl 2019 21:00 Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Sjá meira
Sjálfsmark Shaw skildi liðin að Það er verk að vinna fyrir United í síðari leiknum á Spáni í næstu viku. 10. apríl 2019 21:00