Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir „fólskulega“ árás á ungan hælisleitanda Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 10:11 Árásin átti sér stað í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni. Fréttablaðið/Anton Brink Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega tvo fanga á Litla-Hrauni í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsrai, sem einnig var fangi á Litla-Hrauni, í janúar árið 2018. Houssin kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina.Í dómnum kemur fram að árásarmennirnir, Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, hafi ráðist að Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar í fyrra. Trausti hafi kýlt og sparkað Houssin ítrekað í höfuð og líkama og tekið hann hálstaki. Þá hafi Baldur einnig kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Einnig hafi Baldur reynt að girða niður um hann buxurnar og sest síðan klofvega yfir búk hans og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan stappaði Trausti þrívegis á höfði Houssin, sem hlaut mikla áverka af árásinni. Í dómi kemur fram að í upptöku úr eftirlitsmyndavél í íþróttasalnum hafi mátt sjá „fólskulega og alvarlega líkamsárás“ Trausta og Baldurs. Ekki fáist séð að Houssin hafi átt upptök að árásinni með höggi eða hráka, líkt og fram kom í máli ákærðu við skýrslutöku lögreglu. Þá var Trausta Rafni einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Baldur var einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Trausti og Baldur neituðu báðir sök að öllu leyti. Báðir voru þeir að endingu dæmdir í tveggja ára og sex mánuða fangelsi. Þá var þeim gert að greiða Houssin 600 þúsund krónur í miskabætur auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Fangelsismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Tveir fangar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn samfanga sínum. 22. október 2018 11:21 Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. 15. október 2018 08:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands dæmdi nýlega tvo fanga á Litla-Hrauni í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás á ungan hælisleitanda frá Marokkó, Houssin Bsrai, sem einnig var fangi á Litla-Hrauni, í janúar árið 2018. Houssin kom hingað til lands haustið 2016. Hann sat inni fyrir ítrekaðar flóttatilraunir en hann freistað þess að smygla sér um borð í eitt af flutningaskipum Eimskips og komast þannig til Kanada. Honum var vísað úr landi skömmu eftir árásina.Í dómnum kemur fram að árásarmennirnir, Trausti Rafn Henriksson og Baldur Kolbeinsson, hafi ráðist að Houssin í íþróttasal fangelsisins þann 23. janúar í fyrra. Trausti hafi kýlt og sparkað Houssin ítrekað í höfuð og líkama og tekið hann hálstaki. Þá hafi Baldur einnig kýlt Houssin ítrekað í höfuð og líkama, sparkað í hann og snúið hann niður í gólfið. Einnig hafi Baldur reynt að girða niður um hann buxurnar og sest síðan klofvega yfir búk hans og kýlt hann ítrekað með báðum höndum í höfuðið þar til hann missti meðvitund. Á meðan stappaði Trausti þrívegis á höfði Houssin, sem hlaut mikla áverka af árásinni. Í dómi kemur fram að í upptöku úr eftirlitsmyndavél í íþróttasalnum hafi mátt sjá „fólskulega og alvarlega líkamsárás“ Trausta og Baldurs. Ekki fáist séð að Houssin hafi átt upptök að árásinni með höggi eða hráka, líkt og fram kom í máli ákærðu við skýrslutöku lögreglu. Þá var Trausta Rafni einnig gefið að sök að hafa kastað stól í fangavörð á Litla-Hrauni í september árið 2016 og síðar hrækt í andlit hans. Baldur var einnig ákærður fyrir að hafa bitið hluta úr efri vör fanga á íþróttavelli við Litla-Hraun í júlí árið 2017. Trausti og Baldur neituðu báðir sök að öllu leyti. Báðir voru þeir að endingu dæmdir í tveggja ára og sex mánuða fangelsi. Þá var þeim gert að greiða Houssin 600 þúsund krónur í miskabætur auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Fangelsismál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00 Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Tveir fangar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn samfanga sínum. 22. október 2018 11:21 Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. 15. október 2018 08:00 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Suðurstrandarvegi lokað eftir árekstur „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Sjá meira
Lögreglu gafst ekki tóm til að bregðast við brottför Houssins Lögregla fékk ekki ráðrúm til að láta brotaþola alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni staðfesta framburð sinn fyrir dómi eins og venja er ef vitni eða brotaþoli er á förum úr landi. 29. mars 2018 07:00
Ákærðir fyrir að stappa á höfði hælisleitanda á Hrauninu Tveir fangar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn samfanga sínum. 22. október 2018 11:21
Tveir ákærðir vegna árásar á Houssin Tveir menn, Baldur Kolbeinsson og Trausti Rafn Hendriksson, eru ákærðir vegna alvarlegrar líkamsárásar á Litla-Hrauni 23. janúar síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Suðurlands 25. október næstkomandi. 15. október 2018 08:00