Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 07:38 Kirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. AP/Kamil Zihnioglu Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019 Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. Um er að ræða meðlimi tveggja af auðugustu fjölskyldum Frakklands. Bernard Arnault er stærsti eigandi í félaginu LVMH Moët Hennessy Louis Vuitton SE, eða LVMH, og Christian Dior. Hann er formaður stjórna og framkvæmdastjóri beggja félaganna og á umfangsmikla keðju lúxusvara-, ilmvatna, vín- og skartgripaframleiðenda. Pinault er framkvæmdastjóri félagsins Kering sem rekur fjöldann allan af lúxusvöruframleiðendum eins og Gucci, Yves Saint Laurent og Alexander McQueen. Dómkirkjan skemmdist verulega í miklum bruna í gær. Slökkviliðsmönnum tókst að bjarga stórum hluta 850 ára gömlu kirkjunnar og tveimur turnum hennar. Þakið hrundi hins vegar en það tók níu klukkustundir að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið hefur nú lýst því yfir að búið sé að slökkva eldinn að fullu. Laurent Nuñez, innanríkisráðherra Frakklands, segir að kirkjan hefði getað farið mun verr.Le Monde segir að nærri því 400 slökkviliðsmenn hafi barist gegn eldinum auk lögregluþjóna. Þá munu tveir lögregluþjónar og einn slökkviliðsmaður hafa slasast lítillega.2/2 Après plus de 9h de combats acharnés, près de 400 pompiers de Paris sont venus à bout de l’effroyable l’incendie. 2 policiers et un sapeur-pompier ont été légèrement blessés. pic.twitter.com/re9ZR0KB3W — Pompiers de Paris (@PompiersParis) April 16, 2019 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur heitið því að kirkjan verði endurbyggð og hefur ríkið opnað söfnun vegna verksins. France 24 segir að gífurlega margar fjárveitingar hafi borist víðs vegar að úr heiminum.Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum endurbótum sem stóðu yfir. Yfirvöld hafa opnað rannsókn á uppruna eldsins en geret er ráð fyrir því að um slys sé að ræða. Þá liggur ekki fyrir hve miklar skemmdirnar eru en verið er að kanna það. Þá tókst að bjarga ýmsum fjársjóðum úr kirkjunni. Hér að neðan má sjá farið yfir forsíður frönsku dagblaðanna, fréttir að utan og myndbönd frá vettvangi.Incendie Notre-Dame de Paris : les Unes de la presse pic.twitter.com/LTSVOylwrm— CNEWS (@CNEWS) April 16, 2019
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56 Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53 Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15 Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Listaverkasafni Notre Dame bjargað Öllum listaverkum sem geymd voru í Notre Dame dómkirkjunni í París hefur verið bjargað frá stórbrunanum sem kom upp í kvöld. Frá þessu var greint í fréttaflutningi France24. 15. apríl 2019 19:25
Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36
Segja turnum Notre Dame borgið Vara-innanríkisráðherra Frakklands, Laurent Nunez hefur tilkynnt að eldsvoðinn í Notre Dame kirkjunni sem hefur brunnið frá því klukkan 17, hafi dvínað. 15. apríl 2019 21:56
Myndbönd: Syrgja og syngja sálma í nágrenni Notre Dame Parísarbúar syrgja eitt frægasta kennileiti borgarinnar, dómkirkjan Notre Dame, sem varð eldi að bráð fyrr í kvöld. Fjöldi fólks flykktist á götur borgarinnar og fylgdist með slökkviliðsstörfum. 15. apríl 2019 23:53
Macron setur af stað söfnun til að endurreisa Notre Dame Frakklandsforseti, Emmanuel Macron, hefur svarið þess heit að endurbyggja Notre Dame dómkirkjuna sem varð eldi að bráð fyrr í dag 15. apríl 2019 23:15
Myndir: Eitt helsta kennileiti Parísar brennur Gríðarmikil eyðilegging hefur orðið á dómkirkjunni Notre Dame í París eftir að eldur kom upp í kirkjunni síðdegis í dag. 15. apríl 2019 19:40