Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 12:41 Meðlimur vígahóps sem styður starfsstjórnina í Trípólí. AP/Mohamed Ben Khalifa Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er. Líbía Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Sjá meira
Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er.
Líbía Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Sjá meira