Kolbeinn: Stefni aftur í landsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2019 13:30 Kolbeinn kátur með nýju treyjuna. mynd/aik „Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
„Ég gæti ekki verið ánægðari með þessa niðurstöðu,“ segir framherjinn Kolbeinn Sigþórsson við Vísi en hann er búinn að semja við sænska meistaraliðið AIK og sér loksins fram á bjartari tíma. Kolbeinn hefur í raun ekki spilað mikinn fótbolta frá því EM lauk árið 2016. Hann hefur verið mikið meiddur og lenti síðan í frystikistunni hjá franska liðinu Nantes sem hann loksins slapp upp úr á dögunum. Kolbeinn segist vera líkamlega heill en vantar eðlilega að spila fótbolta. AIK hefur mikla trú á Kolbeini og samdi við hann til ársins 2021. „Þeir hafa mikla trú á mér og ég vil ólmur endurgjalda þeim það traust. Þeir munu vinna með mér í að byggja mig aftur upp sem knattspyrnumann. Þeir munu sýna mér þolinmæði og það skiptir mig máli. Ég get svo vonandi sýnt þeim í kjölfarið hvað í mér býr,“ segir Kolbeinn ákveðinn. „Þetta er auðvitað ekkert búið að vera auðvelt en ég get lagt það núna til hliðar. Það eru bjartari tímar fram undan.“ Framherjinn hafði úr ýmsu að moða en efast ekkert um að hann hafi valið rétt. „Það var áhugi víða á Norðurlöndunum og svo einnig í Asíu en mér leist best á AIK.“ Þó svo Kolbeinn eigi langt í land með að ná sama styrk og hann bjó yfir er hann var upp á sitt besta þá er hann metnaðarfullur og setur markið hátt. „Ég vil ná sama styrk og áður og geta sýnt hvað ég get. Ég tel mig geta það og þá ætla ég mér að komast aftur í landsliðið,“ segir Kolbeinn sem varð 29 ára á dögunum. Ljóst er að það myndi gleðja marga ef hann nær fyrri styrk og þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikilvægt það væri fyrir landsliðið. Kolbeinn mun leika í treyju númer 30 hjá AIK en hann hefur oftar en ekki leikið með númerið 9 á bakinu. „Ég hefði auðvitað kosið níuna en tímabilið er hafið og hún var ekki á lausu. Úrvalið var ekki mikið eða númerin 4, 32 og 30. Ég valdi 30 af þessu frábæra úrvali,“ sagði Kolbeinn léttur.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45 Kolbeinn orðinn leikmaður AIK Framherjinn er búinn að finna sér nýtt félag. 31. mars 2019 18:30 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Sjá meira
AIK að stela Kolbeini af Djurgården Kolbeinn Sigþórsson er sagður á leið til Svíþjóðarmeistaranna. 28. mars 2019 14:45