Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Sylvía Hall skrifar 1. apríl 2019 18:15 Einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur og þjónar hjá WOW air fá ekki atvinnuleysisbætur séu þeir í fullu námi. WOW air Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. Verandi í námi eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysisbótum en hafa verið of tekjuháir til þess að geta leitað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Starfsmennirnir hafa leitað til Vinnumálastofnunar og óskað eftir því að undanþága verði gerð til þess að koma til móts við þá sem sjá fram á mikið tekjutap vegna atvinnumissis en eins og kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars síðastliðinn, aðeins þremur dögum fyrir mánaðamót. Starfsmönnunum hafa borist þau svör að ekki verði hægt að veita undanþágu frá reglunum. Ef einstaklingur er í 10 til 20 einingum þarf að gera skerðingarsamning sem þarfnast staðfestingu frá háskóla. 11 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 37% en 20 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 66%. Þeir einstaklingar sem eru í meira en 20 einingum geta ekki komið inn á atvinnuleysisskrá án þess að skrá sig úr áföngum en fullt nám á hverri önn eru 30 einingar.Dæmi um að flugfreyjur hafi sagt úr námi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það rétt að fjöldi starfsmanna WOW air hafi leitað til þeirra á síðustu dögum, þar á meðal námsmenn. Staðan sem nú sé komin upp er nánast fordæmalaus enda rúmlega þúsund manns sem misstu vinnuna á einu bretti. Hún segir þó lögin vera skýr um málefni námsmanna en líkt og áður kom fram geta einstaklingar í fullu námi ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Hún hvetur þó fólk til þess að leita til ráðgjafa vinnumálastofnunnar þurfi það á aðstoð að halda en ljóst er að stór hópur námsmanna, sem áður störfuðu hjá WOW air, verði tekjulausir um næstu mánaðamót. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hún viti um einstaka félagsmenn sem hafi neyðst til að skrá sig úr námi til að eiga rétt á úrræði. Hún segir einhverja tugi félagsmenn falla á milli þilja, það er að eiga annað hvort ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða námsláni, sökum þess að vera í fullu námi meðfram fullu starfi. „Það er grafalvarlegt þegar kemur upp sú staða að ekkert sé til staðar í kerfinu sem grípur námsmann í þessari stöðu,“ segir Berglind. WOW Air Tengdar fréttir Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16 Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. Verandi í námi eiga þeir ekki rétt á atvinnuleysisbótum en hafa verið of tekjuháir til þess að geta leitað til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Starfsmennirnir hafa leitað til Vinnumálastofnunar og óskað eftir því að undanþága verði gerð til þess að koma til móts við þá sem sjá fram á mikið tekjutap vegna atvinnumissis en eins og kunnugt er hætti flugfélagið starfsemi þann 28. mars síðastliðinn, aðeins þremur dögum fyrir mánaðamót. Starfsmönnunum hafa borist þau svör að ekki verði hægt að veita undanþágu frá reglunum. Ef einstaklingur er í 10 til 20 einingum þarf að gera skerðingarsamning sem þarfnast staðfestingu frá háskóla. 11 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 37% en 20 einingar skerða atvinnuleysisbætur um 66%. Þeir einstaklingar sem eru í meira en 20 einingum geta ekki komið inn á atvinnuleysisskrá án þess að skrá sig úr áföngum en fullt nám á hverri önn eru 30 einingar.Dæmi um að flugfreyjur hafi sagt úr námi Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir það rétt að fjöldi starfsmanna WOW air hafi leitað til þeirra á síðustu dögum, þar á meðal námsmenn. Staðan sem nú sé komin upp er nánast fordæmalaus enda rúmlega þúsund manns sem misstu vinnuna á einu bretti. Hún segir þó lögin vera skýr um málefni námsmanna en líkt og áður kom fram geta einstaklingar í fullu námi ekki sótt um atvinnuleysisbætur. Hún hvetur þó fólk til þess að leita til ráðgjafa vinnumálastofnunnar þurfi það á aðstoð að halda en ljóst er að stór hópur námsmanna, sem áður störfuðu hjá WOW air, verði tekjulausir um næstu mánaðamót. Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir í samtali við Vísi að hún viti um einstaka félagsmenn sem hafi neyðst til að skrá sig úr námi til að eiga rétt á úrræði. Hún segir einhverja tugi félagsmenn falla á milli þilja, það er að eiga annað hvort ekki rétt á atvinnuleysisbótum eða námsláni, sökum þess að vera í fullu námi meðfram fullu starfi. „Það er grafalvarlegt þegar kemur upp sú staða að ekkert sé til staðar í kerfinu sem grípur námsmann í þessari stöðu,“ segir Berglind.
WOW Air Tengdar fréttir Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16 Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands og ASÍ bjóða starfsmönnum upp á lágmarksaðstoð Alþýðusamband Íslands og Flugfreyjufélag Íslands hafa ákveðið að tryggja fé þannig að flugfreyjur og þjónar WOW air fái lágmarksaðstoð í gegnum Flugfreyjufélg Íslands. 31. mars 2019 14:16
Grátlegt að þurfa að beina flugfreyjum til félagsþjónustunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir grátlegt að þurfa að leiðbeina félagsmönnum um að leita sér aðstoðar hjá félagsþjónustunni eða hjálparstarfi kirkjunnar svo þeir nái endum saman í næsta mánuði. Hópur félagsmanna sem hefur verið í námi með vinnu á hvorki rétt á atvinnuleysisbótum né námslánum. 29. mars 2019 19:00
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33