Banna reykingar í Disney-görðum Elín Albertsdóttir skrifar 2. apríl 2019 12:00 Það er alltaf mikið um dýrðir í Disney-garðinum í Orlando og skemmtilegar fígúrur á ferðinni. Þeir verða færri og færri staðirnir þar sem reykingafólk getur dregið að sér smók utandyra. 1. maí fækkar þeim stöðum í Bandaríkjunum þar sem má reykja, meðal þeirra eru Disney-garðarnir. Margir Íslendingar heimsækja Disney-garða og þess vegna er gott að vera með reglurnar á hreinu. Disney-garðar í Flórída og í Kaliforníu-verða reyklausir þann 1. maí. „Við viljum að fjölskyldur komi í garðana og upplifi ánægjulega heimsókn,“ segir Liz Jaeger, talsmaður Disney, í samtali við The New York Times. „Starfsmenn munu biðja reykjandi gesti að yfirgefa garðinn en þeim er uppálagt að framfylgja banninu,“ segir hún. „Garðarnir eiga að vera reyklausir.“ Gestir sem vilja reykja á eignum Walt Disney verða að fara út fyrir öryggissvæðið á sérstaklega merkta staði til þess. Þetta á bæði við um skemmti- og vatnagarða Disney. „Við gerum allt til að gera garðana skemmtilega að heimsækja og þar á meðal viljum við að börn og fullorðnir geti gengið án þess að verða fyrir óbeinum reykingum.“ Reykingabannið nær einnig til þeirra sem nota rafrettur og veip. Reykingabannið á eingöngu við Disney-garða í Bandaríkjunum. Bannið gildir því ekki í Disney-görðum í Frakklandi, Kína og í Japan.Söngkonan Ariana Grande gefur hér Mikka mús koss við kastala Öskubusku í Orlando-garðinum.Gestir sem reykja í óleyfi á herbergjum hótela í garðinum, á svölum eða veröndum eiga á hættu að verða sektaðir um 250-500 dali. Þurrís sem notaður eru til að halda drykkjum köldum verður sömuleiðis bannaður. Gestir sem koma með drykkjarföng með sér í kæliboxum fá klaka inni í garðinum. Árið 2015 varð Disney stærsta Hollywood-stúdíóið til að fjarlægja reykingar úr kvikmyndum sem ætlaðar eru yngri áhorfendum. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að Disney myndi banna reykingar í kvikmyndum Marvel Studios, Lucas Film, Pixar og Disney.Engir stórir barnavagnar Einnig verða teknar upp nýjar reglur varðandi barnavagna sem koma inn á svæðið. Þeir mega ekki vera stærri en 79x132 cm. Foreldrar ungra barna með stóra vagna þurfa að leggja eigin vagni og leigja minni barnavagn eða -kerru í garðinum. Walt Disney-fyrirtækið er eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum heims. Það var stofnað árið 1923 af bræðrunum Walt og Roy Disney. Fyrir utan kvikmyndaverin á fyrirtækið ellefu skemmtigarða ásamt nokkrum sjónvarpsstöðvum. Walt Disney World í Orlando í Flórída var opnaður 1965 en Disneyland í Kaliforníu tíu árum fyrr. Disney-garðarnir eru gríðarvinsælir ævintýraheimar sem meira en 50 milljónir manna heimsækja árlega og eru þeir þar af leiðandi mest sóttu skemmtigarðar í heimi. Garðurinn í Flórída hefur vaxið hratt og svæðið í dag er tvisvar sinnum stærra en Manhattan í New York. Til gamans má geta þess að á hverjum degi eru steiktir yfir 10 milljón hamborgarar og afgreiddar um 6 milljón pylsur í garðinum. Á hverju ári drekka gestir 13 milljónir flaska af vatni og 75 milljónir Coca-Cola drykkja. Starfsmenn Walt Disney í Bandaríkjunum eru yfir 70 þúsund. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Þeir verða færri og færri staðirnir þar sem reykingafólk getur dregið að sér smók utandyra. 1. maí fækkar þeim stöðum í Bandaríkjunum þar sem má reykja, meðal þeirra eru Disney-garðarnir. Margir Íslendingar heimsækja Disney-garða og þess vegna er gott að vera með reglurnar á hreinu. Disney-garðar í Flórída og í Kaliforníu-verða reyklausir þann 1. maí. „Við viljum að fjölskyldur komi í garðana og upplifi ánægjulega heimsókn,“ segir Liz Jaeger, talsmaður Disney, í samtali við The New York Times. „Starfsmenn munu biðja reykjandi gesti að yfirgefa garðinn en þeim er uppálagt að framfylgja banninu,“ segir hún. „Garðarnir eiga að vera reyklausir.“ Gestir sem vilja reykja á eignum Walt Disney verða að fara út fyrir öryggissvæðið á sérstaklega merkta staði til þess. Þetta á bæði við um skemmti- og vatnagarða Disney. „Við gerum allt til að gera garðana skemmtilega að heimsækja og þar á meðal viljum við að börn og fullorðnir geti gengið án þess að verða fyrir óbeinum reykingum.“ Reykingabannið nær einnig til þeirra sem nota rafrettur og veip. Reykingabannið á eingöngu við Disney-garða í Bandaríkjunum. Bannið gildir því ekki í Disney-görðum í Frakklandi, Kína og í Japan.Söngkonan Ariana Grande gefur hér Mikka mús koss við kastala Öskubusku í Orlando-garðinum.Gestir sem reykja í óleyfi á herbergjum hótela í garðinum, á svölum eða veröndum eiga á hættu að verða sektaðir um 250-500 dali. Þurrís sem notaður eru til að halda drykkjum köldum verður sömuleiðis bannaður. Gestir sem koma með drykkjarföng með sér í kæliboxum fá klaka inni í garðinum. Árið 2015 varð Disney stærsta Hollywood-stúdíóið til að fjarlægja reykingar úr kvikmyndum sem ætlaðar eru yngri áhorfendum. Fyrr á þessu ári var tilkynnt að Disney myndi banna reykingar í kvikmyndum Marvel Studios, Lucas Film, Pixar og Disney.Engir stórir barnavagnar Einnig verða teknar upp nýjar reglur varðandi barnavagna sem koma inn á svæðið. Þeir mega ekki vera stærri en 79x132 cm. Foreldrar ungra barna með stóra vagna þurfa að leggja eigin vagni og leigja minni barnavagn eða -kerru í garðinum. Walt Disney-fyrirtækið er eitt af stærstu fjölmiðlafyrirtækjum heims. Það var stofnað árið 1923 af bræðrunum Walt og Roy Disney. Fyrir utan kvikmyndaverin á fyrirtækið ellefu skemmtigarða ásamt nokkrum sjónvarpsstöðvum. Walt Disney World í Orlando í Flórída var opnaður 1965 en Disneyland í Kaliforníu tíu árum fyrr. Disney-garðarnir eru gríðarvinsælir ævintýraheimar sem meira en 50 milljónir manna heimsækja árlega og eru þeir þar af leiðandi mest sóttu skemmtigarðar í heimi. Garðurinn í Flórída hefur vaxið hratt og svæðið í dag er tvisvar sinnum stærra en Manhattan í New York. Til gamans má geta þess að á hverjum degi eru steiktir yfir 10 milljón hamborgarar og afgreiddar um 6 milljón pylsur í garðinum. Á hverju ári drekka gestir 13 milljónir flaska af vatni og 75 milljónir Coca-Cola drykkja. Starfsmenn Walt Disney í Bandaríkjunum eru yfir 70 þúsund.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilsa Mest lesið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Söguleg rappveisla í Laugardalnum Tónlist Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira