Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2019 09:15 Jim Bridenstine, yfirmaður NASA. EPA/MICHAEL REYNOLDS Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut. Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira
Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði hegðun sem þessa ekki í samræmi við framtíð mannkynsins í geimnum. Geimrusl er sífellt alvarlegra vandamál. Indverjar grönduðu gervihnetti í um 300 kílómetra hæð með eldflaug í síðustu viku en einungis þrjú ríki höfðu gert það áður.Bridenstine sagði á borgarafundi í gær að þetta væri hræðileg ákvörðun. Hann sagði eyðileggingu gervihnattarins hafa skapað minnst 60 brot sem væru nægilega stór svo hægt væri að fylgjast með þeim af jörðu niðri en til þess þurfa þau að hafa um tíu sentímetra þvermál. Þar af séu 24 brot sem fari í raun upp fyrir geimstöðina á sporbraut þeirra um jörðina. Alls hafi eyðilegging gervihnattarins skapað um það bil fjögur hundruð brot. Bridenstine sagði sérfræðina hafa áætlað á þeim tíu dögum frá því að gervihnettinum var grandað hafi ógnin gagnvart geimstöðinni aukist um 44 prósent. Hann sagði þó að ólíklegt væri að breyta þyrfti sporbraut geimstöðvarinnar og með tímanum myndu mest öll brotin fuðra upp í gufuhvolfinu. Hér má sjá myndband sem útskýrir hvað gerðist.Indverjar sögðust hafa grandað gervihnettinum í lágri sporbraut sérstaklega með það í huga að reyna að koma í veg fyrir myndun frekara geimrusls. Árið 2007 grönduðu Kínverjar gervihnetti á sporbraut um jörðu. Bróðurpartur brota sem mynduðust við það eru enn á braut um jörðu. Starfsmenn þó nokkurra fyrirtækja vinna að því að þróa leiðir til að fanga eða granda geimrusli með ýmsum leiðum, eins og CNet bendir á. Með meira rusli og fleiri brotum úr gervihnöttum á braut um jörðu verður sífellt aukin hætta á því að gervihnettir og jafnvel geimför verði fyrir þessum brotum. Það myndi fjölga brotunum og auka líkurnar á því að aðrir gervihnettir verði fyrir skemmdum. Á einhverjum tímapunkti gæti geimrusl sett af stað keðjuverkun sem gæti hugsanlega ollið skemmdum á flestum gervihnöttum á braut um jörðu. Horfa má á borgarafundinn hér að neðan. Indland berst í tal eftir um sjö mínútur og fimmtíu sekúndur. Þar að neðan má sjá nokkurra ára gamalt myndband frá Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, þar sem farið er yfir hve mikið geimrusl hefur safnast fyrir á sporbraut.
Bandaríkin Geimurinn Indland Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjá meira