Kynsvall í félagsheimilinu á sama tíma og börnin spiluðu fótbolta fyrir utan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. apríl 2019 13:00 Börn í fótbolta. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty/Maja Hitij Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild. Fótbolti Þýskaland Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Foreldrar í smábæ í Þýskalandi vöknuðu upp við vondan draum á dögunum þegar þeir uppgötvuðu það sem var í gangi í félagsheimili fótboltaliðs bæjarins á sama tíma og börnin þeirra voru að keppa í fótbolta á sama stað. Bild sagði frá því að knattspyrnulið bæjarins hafi leigt út félagsheimilið á sama tíma og þrettán ára lið félagsins var að spila. Bærinn heitir Wetter og er nálægt Dortmund. Félagið ber nafn bæjarins og heitir FC Wetter. FC Wetter ákvað að leigja húsið út í miðjum síðasta mánuði og stjórnarmenn félagsins vissu ekki betur en að þar færi fram „venjulegt“ steggjapartí. Leigjandinn var fyrrum stjórnarformaður félagsins og hafði fullt traust félagsins.Während eines Jugendfußballspiels des FC Wetter soll im Vereinsheim nebenan eine Sexparty stattgefunden haben. https://t.co/ubPEfc7xWI — WDR aktuell (@WDR) April 2, 2019Annað kom hins vegar á daginn. Þetta var mjög gróft steggjapartí enda ekki aðeins boðið upp á glæsilegar veitingar og áfenga drykki heldur einnig fengu menn möguleika á að taka þátt í hreinu og beinu kynlífssvalli. Foreldrar sem voru mættir til að fylgjast með fótboltaleik barnanna urðu vitni af því að fullt af bílum fór að streyma inn á bílastæði félagsheimilsins og þá sáust menn líka í sloppum að reykja fyrir utan félagsheimilið. Það er ekki erfitt að leggja saman tvo og tvo þar. Fatih Esbe, stjórnarformaður FC Wetter, fékk síðan skilaboð frá þjálfara unglingaliðsins að eitthvað óeðlilegt væri í gangi þarna. „Þá voru menn farnir að bera dýnur inn í húsið,“ sagði Peter Pierskalla, gjaldkeri félagsins, í samtali við Bild.BILDplus Inhalt Eltern drohen mit Kündigung! - Pächter holt Sex-Party ins Fußball-Vereinsheim https://t.co/x4dBRwLvoz#BILD_Ruhrgebiet#N — BILD Ruhrgebiet (@BILD_Ruhrgebiet) April 1, 2019Esbe fór í framhaldinu að húsinu til að athuga betur hvað væri eiginlega í gangi þarna. „Þegar ég kom á svæðið þá voru allir inn í húsinu. Það var búið að líma fyrir alla glugga. Ég var með lykil og vildi komast inn en þeir hleyptu mér ekki inn,“ sagði Fatih Esbe við Bild en hann var enn í áfalli tveimur vikum síðar. Öryggisverðir svallsins hleyptu engum inn. FC Wetter hefur nú skiljanlega sagt upp leigusamningnum við Walter-Julius Stolte, umræddan fyrrum stjórnarformann félagsins, og skipuleggjanda kynsvallsins. Hann hefur reyndar hótað kærum og málaferlum þeim sem halda því fram að kynslífsvall hafi farið fram í húsinu. Þeir sem voru á svæðinu eru aftur á móti ekki í neinum vafa samkvæmt frétt Bild.
Fótbolti Þýskaland Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira