Netárásir nánast óhjákvæmilegar og því þurfi fræðslu og viðbragðsáætlun Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. apríl 2019 13:30 Netglæpir valda fyrirtækjum hér á landi tugmilljón króna tjóni á hverju ári. Fyrirtæki þurfi að hafa viðbragðsáætlanir því slíkir glæpir séu nánast óumflýjanlegir segir Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Syndis Besta forvörnin gegn þeim sé að fræða starfsfólk. Netglæpir valda fyrirtækjum hér á landi tugmilljón króna tjóni á hverju ári og hundruð milljarða tjóni á alheimsvísu. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Syndis sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörnum gegn slíkum glæpum hélt erindi á morgunverðafundi Félags Atvinnurekenda þar sem hann fór yfir hvernig hægt sé að verjast slíkum glæpum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er nánast ómöglegt að verjast netglæpum. Það þarf að fræða starfsfólk en fyrirtæki þurfa fyrst og fremst að gera viðbragðsáætlun þar sem gert er ráð fyrir netárásum,“ segir Valdimar. Valdimar segir að heill iðnaður sé orðinn til í kringum netglæpi og þeir þróist afar hratt. „Þá er til dæmis sendur tölvupóstur þar sem fólk er beðið um að senda t.d. notendanafn og aðgangsorð og hermt er eftir vefsíðu fyrirtækisins. Fólk í góðri trú slær upplýsingarnar inn sem lendir svo í höndum óprúttina aðila sem ætla að nota upplýsingarnar síðar. Þá er hringt í fólk og viðkomandi fá það til að treysta sér þannig að það gefur á endanum upplýsingar sem hægt er að nota í netárásir,“ segir Valdimar. Netárásir eru afar algengar að sögn Valdimars. „Við getum sagt að þær eigi sér stað nánast daglega. Viðkomandi ná ekki alltaf árangri en þegar það gerist geta þeir valdið gríðarlegu tjóni. Tilgangurinn er alltaf að ná fjármunum fyrirtækisins og með þessum glæpum er hægt að kúga fé út úr því eða stela peningum beint af því,“ segir Valdimar. Netöryggi Tækni Tölvuárásir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Netglæpir valda fyrirtækjum hér á landi tugmilljón króna tjóni á hverju ári og hundruð milljarða tjóni á alheimsvísu. Valdimar Óskarsson framkvæmdastjóri Syndis sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörnum gegn slíkum glæpum hélt erindi á morgunverðafundi Félags Atvinnurekenda þar sem hann fór yfir hvernig hægt sé að verjast slíkum glæpum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá er nánast ómöglegt að verjast netglæpum. Það þarf að fræða starfsfólk en fyrirtæki þurfa fyrst og fremst að gera viðbragðsáætlun þar sem gert er ráð fyrir netárásum,“ segir Valdimar. Valdimar segir að heill iðnaður sé orðinn til í kringum netglæpi og þeir þróist afar hratt. „Þá er til dæmis sendur tölvupóstur þar sem fólk er beðið um að senda t.d. notendanafn og aðgangsorð og hermt er eftir vefsíðu fyrirtækisins. Fólk í góðri trú slær upplýsingarnar inn sem lendir svo í höndum óprúttina aðila sem ætla að nota upplýsingarnar síðar. Þá er hringt í fólk og viðkomandi fá það til að treysta sér þannig að það gefur á endanum upplýsingar sem hægt er að nota í netárásir,“ segir Valdimar. Netárásir eru afar algengar að sögn Valdimars. „Við getum sagt að þær eigi sér stað nánast daglega. Viðkomandi ná ekki alltaf árangri en þegar það gerist geta þeir valdið gríðarlegu tjóni. Tilgangurinn er alltaf að ná fjármunum fyrirtækisins og með þessum glæpum er hægt að kúga fé út úr því eða stela peningum beint af því,“ segir Valdimar.
Netöryggi Tækni Tölvuárásir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira