Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 11:34 Teikning af loftsteinsárekstrinum sem er talinn hafa grandað risaeðlunum. Við áreksturinn flaug ofurhitað berg yfir þúsunda kílómetra svæði og jafnvel út úr lofthjúpi jarðarinnar. Vísir/Getty Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna. Bandaríkin Vísindi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna.
Bandaríkin Vísindi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira