„Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 13:35 Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. skjáskot Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. Brotthvarf flugfélagsins hefur jafnframt áhrif á útflutning sjávarafurða að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Þingmenn kjördæmisins funda með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í dag. Líkt og kunnugt er misstu um ellefu hundruð starfsmenn WOW air vinnuna og fjöldi uppsagna hefur fylgt í kjölfarið í afleiddum störfum. Ber þar helst að nefna 315 starfsmenn Airport Associates sem fengu uppsagnarbréf í gær, en mörgum þeirra mun þó bjóðast áframhaldandi starf eftir endurskipulagningu hjá fyrirtækinu. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, ætlar að í heildina geti á bilinu sex til sjö hundruð störf verið í húfi á svæðinu. „Rykið er svona að setjast og það var auðvitað verið að segja upp 315 manns hjá Airport Associates í gær þannig að það er ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni en við svo sem vitum það ekki eins og staðan er núna,” segir Jóhann. Klukkan tvö í dag munu þingmenn svæðisins eiga fund með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum um þá stöðu sem uppi er. „Andrúmsloftið er náttúrlega þungt en við erum nú ýmsu vön á Suðurnesjum og reynum auðvitað bara að vera bjartsýn. Það hefur ýmislegt verið okkur í hag undanfarin misseri og við leggjum ekkert árar í bát, höldum bara ótrauð áfram,” segir Jóhann.Mismikil áhrif á sveitarfélögin Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að áhrifin verði eflaust minni þar en í hinum sveitarfélögunum. „Við reiknum með að þetta hafi áhrif á okkar atvinnugrein, ferðamennskuna, og svo vil ég líka nefna það að WOW hefur flutt mikið af fiski frá Grindavík og þessu svæði með frakt til útlanda og þetta mun hafa einhver áhrif á þessa flutninga, að minnsta kosti tímabundið,” segir Fannar. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir að enn sé unnið að því að ná utan um stöðuna. „Við erum búin að vera að hugsa það og vinna í því að undirbúa hvað við þurfum að gera," segir Magnús. Í gær fundaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra með sveitarstjórnamönnum, verkalýðsfélögum og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. „Efnahagslífið stendur auðvitað sterkt og það er margt mjög jákvætt að gerast. En vissulega, til skamms tíma mun þetta hafa áhrif og það er þannig sem við horfum á það,” segir Ásmundur Einar, spurður hvort hann óttist aukið atvinnuleysi á Íslandi. Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. Brotthvarf flugfélagsins hefur jafnframt áhrif á útflutning sjávarafurða að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Þingmenn kjördæmisins funda með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í dag. Líkt og kunnugt er misstu um ellefu hundruð starfsmenn WOW air vinnuna og fjöldi uppsagna hefur fylgt í kjölfarið í afleiddum störfum. Ber þar helst að nefna 315 starfsmenn Airport Associates sem fengu uppsagnarbréf í gær, en mörgum þeirra mun þó bjóðast áframhaldandi starf eftir endurskipulagningu hjá fyrirtækinu. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, ætlar að í heildina geti á bilinu sex til sjö hundruð störf verið í húfi á svæðinu. „Rykið er svona að setjast og það var auðvitað verið að segja upp 315 manns hjá Airport Associates í gær þannig að það er ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni en við svo sem vitum það ekki eins og staðan er núna,” segir Jóhann. Klukkan tvö í dag munu þingmenn svæðisins eiga fund með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum um þá stöðu sem uppi er. „Andrúmsloftið er náttúrlega þungt en við erum nú ýmsu vön á Suðurnesjum og reynum auðvitað bara að vera bjartsýn. Það hefur ýmislegt verið okkur í hag undanfarin misseri og við leggjum ekkert árar í bát, höldum bara ótrauð áfram,” segir Jóhann.Mismikil áhrif á sveitarfélögin Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að áhrifin verði eflaust minni þar en í hinum sveitarfélögunum. „Við reiknum með að þetta hafi áhrif á okkar atvinnugrein, ferðamennskuna, og svo vil ég líka nefna það að WOW hefur flutt mikið af fiski frá Grindavík og þessu svæði með frakt til útlanda og þetta mun hafa einhver áhrif á þessa flutninga, að minnsta kosti tímabundið,” segir Fannar. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir að enn sé unnið að því að ná utan um stöðuna. „Við erum búin að vera að hugsa það og vinna í því að undirbúa hvað við þurfum að gera," segir Magnús. Í gær fundaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra með sveitarstjórnamönnum, verkalýðsfélögum og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. „Efnahagslífið stendur auðvitað sterkt og það er margt mjög jákvætt að gerast. En vissulega, til skamms tíma mun þetta hafa áhrif og það er þannig sem við horfum á það,” segir Ásmundur Einar, spurður hvort hann óttist aukið atvinnuleysi á Íslandi.
Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43