Rændi og kveikti í skólarútu á Ítalíu Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2019 23:46 Börnin stunda nám í skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó. EPA/DANIELE BENNATI Lögregla í Mílanó á Ítalíu hefur handtekið 47 ára rútubílstjóra eftir að hann rændi rútu með 51 nemanda um borð, og kveikti síðar í henni. Börnin, sem sum hver höfðu verið bundin, komust öll lífs af eftir að lögreglu tókst að koma þeim út úr rútunni um glugga aftarlega í rútunni. Í frétt BBC segir að fjórtán hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Bílstjórinn er ítalskur ríkisborgari af senegölskum uppruna. „Enginn mun lifa af,“ á maðurinn að hafa hrópað. Einn kennara barnanna, sem var um borð í rútunni, segir að hinn grunaði hafi verið mjög óánægður með harða stefnu ítalskra stjórnvalda þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda.Kraftaverk Francesco Greco, saksóknari í Mílanó, segir það kraftaverk að ekki hafi farið verr, þar sem þetta hefði getað endað með blóðbaði. Bílstjóranum hafði verið ætlað að keyra börnin, sem voru úr tveimur bekkjum, frá skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó, í líkamsræktarstöð. Hann ók rútunni hins vegar aðra leið og í átt að Linate-flugvellinum í Mílanó.Hringdi í móður sína Þegar maðurinn byrjaði að hóta börnunum með hníf hringdi einn nemandanna í móður sína sem tilkynnti svo málið til lögreglu. Lögreglu tókst að lokum að stöðva rútuna og koma börnunum úr um glugga aftarlega í rútunni þar sem búið var að brjóta glerið. Bílstjórinn hafði þá hellt niður bensíni, kveikti að lokum í rútunni og varð hún alelda á svipstundu. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, brast ókvæða við þegar hann var spurður út í málið og sagði gerandann vera með sakaferil að baki. Ítalía Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira
Lögregla í Mílanó á Ítalíu hefur handtekið 47 ára rútubílstjóra eftir að hann rændi rútu með 51 nemanda um borð, og kveikti síðar í henni. Börnin, sem sum hver höfðu verið bundin, komust öll lífs af eftir að lögreglu tókst að koma þeim út úr rútunni um glugga aftarlega í rútunni. Í frétt BBC segir að fjórtán hafi verið fluttir á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun. Bílstjórinn er ítalskur ríkisborgari af senegölskum uppruna. „Enginn mun lifa af,“ á maðurinn að hafa hrópað. Einn kennara barnanna, sem var um borð í rútunni, segir að hinn grunaði hafi verið mjög óánægður með harða stefnu ítalskra stjórnvalda þegar kemur að málefnum flóttafólks og hælisleitenda.Kraftaverk Francesco Greco, saksóknari í Mílanó, segir það kraftaverk að ekki hafi farið verr, þar sem þetta hefði getað endað með blóðbaði. Bílstjóranum hafði verið ætlað að keyra börnin, sem voru úr tveimur bekkjum, frá skóla í Vailati di Crema, austur af Mílanó, í líkamsræktarstöð. Hann ók rútunni hins vegar aðra leið og í átt að Linate-flugvellinum í Mílanó.Hringdi í móður sína Þegar maðurinn byrjaði að hóta börnunum með hníf hringdi einn nemandanna í móður sína sem tilkynnti svo málið til lögreglu. Lögreglu tókst að lokum að stöðva rútuna og koma börnunum úr um glugga aftarlega í rútunni þar sem búið var að brjóta glerið. Bílstjórinn hafði þá hellt niður bensíni, kveikti að lokum í rútunni og varð hún alelda á svipstundu. Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, brast ókvæða við þegar hann var spurður út í málið og sagði gerandann vera með sakaferil að baki.
Ítalía Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Sjá meira