Heiða syngur sig frá áfallastreituröskun Þórarinn Þórarinsson skrifar 21. mars 2019 07:45 „Þegar maður fær áfallastreituröskun læðast allt í einu aftan að manni einhver gömul áföll sem maður hefur ekki áttað sig á að gætu haft svona mikil áhrif á mann.“ Ólöf Erla/SVART DESIGN „Ég er að glíma við afleiðingar umferðarslyss sem ég lenti í fyrir ári,“ segir söngkonan og flugfreyjan Heiða Ólafsdóttir sem hefur ekkert getað flogið síðan í desember. „Ég neyddist til þess að fara í veikindaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslysinu hafa bara versnað,“ segir Heiða. „Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni.“ Heiða segir líf sitt hafa gerbreyst á björtum og fallegum degi fyrir ári þegar hún beið á rauðu ljósi og ekið var aftan á bílinn hennar á mikilli ferð. „Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aulalegt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“ Og óhætt er að segja að ógæfan hafi komið bókstaflega í bakið á henni vegna þess að hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi með tilheyrandi stöðugum verkjum.Stóru stundirnar og spurningarnar „Það er auðvitað galið að vera að gefa út plötu í þessu breytta og rafræna tónlistarumhverfi en ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Heiða og bætir við að þótt það hljómi drungalega þá „getum við öll dáið á morgun þannig að það þýðir ekkert að sitja heima og lesa“.Langir göngutúrar eru sú líkamsrækt sem Heiðu er ráðlagt að stunda. „Þannig að ég er bara eins og Forrest Gump og geng og geng og geng.“Hún ákvað því að kýla í hljómplötuútgáfu með dyggum stuðningi eiginmannsins Snorra Snorrasonar sem gerði garðinn frægan sem Ídol-stjarna Íslands 2006. „Ég gat gert heila plötu vegna þess að Snorri minn er upptökustjóri og á hljóðver og frítt fyrir konuna sína,“ segir Heiða glaðlega. „Svo seldi ég plötuna og miða á útgáfutónleikana fyrirfram á þessari stórsniðugu síðu, Karolina Fund, og það gekk svo vel að ég komst með útgáfuna á núllpunkt.“ Heiða segir lögin á nýju plötunni hafa orðið til á löngum tíma, bæði fyrir og eftir slysið. „Á plötunni eru einungis alíslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn eftir mig og hinn helmingurinn þekkt lög í mínum búningi. Allt lög sem hafa talað sérstaklega til mín í gegnum tíðina.“ Lögin eru eftir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson. „Platan fékk nafnið Ylur frá upphafsorði lags og texta sem ég samdi til Snorra míns þegar við vorum að fella hugi saman.“ Heiða yrkir og syngur um stóru stundirnar og spurningarnar í lífinu og þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið segir hún að bjart sé yfir plötunni. „Ég sleppti dramatísku lögunum sem ég á til en þau koma kannski út síðar. Ég er rosalega jákvæð og bjartsýn að eðlisfari en kannski verið meira í að peppa aðra og gleyma sjálfri mér. „Núna er komið að því að ég muni eftir því að vera jákvæð í minn garð.“ Heiða segist hafa viljað gefa jákvæðan tón með plötunni. „Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk.“ Útgáfutónleikar Heiðu hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20 á laugardagskvöld og þar mun hún flytja öll lögin af plötunni í bland við nokkur af uppáhaldslögunum sínum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira
„Ég er að glíma við afleiðingar umferðarslyss sem ég lenti í fyrir ári,“ segir söngkonan og flugfreyjan Heiða Ólafsdóttir sem hefur ekkert getað flogið síðan í desember. „Ég neyddist til þess að fara í veikindaleyfi hjá Icelandair vegna þess að áverkarnir sem ég fékk í bílslysinu hafa bara versnað,“ segir Heiða. „Ég er með stöðugan doða í hendi og fingrum og með brjósklos í hálsi og hef auk þess þurft að takast á við mikla áfallastreituröskun. Þannig að það að brasa í minni eigin tónlist hefur alveg bjargað geðheilsunni.“ Heiða segir líf sitt hafa gerbreyst á björtum og fallegum degi fyrir ári þegar hún beið á rauðu ljósi og ekið var aftan á bílinn hennar á mikilli ferð. „Það kom gríðarlega aftan að mér hvernig eitthvað svona aulalegt getur haft miklar og alvarlegar afleiðingar. Þetta er búið að valda mér mikilli áfallastreitu.“ Og óhætt er að segja að ógæfan hafi komið bókstaflega í bakið á henni vegna þess að hnykkurinn sem hún fékk á hálsinn endaði í brjósklosi með tilheyrandi stöðugum verkjum.Stóru stundirnar og spurningarnar „Það er auðvitað galið að vera að gefa út plötu í þessu breytta og rafræna tónlistarumhverfi en ég er fyrst og fremst að gera þetta fyrir sjálfa mig,“ segir Heiða og bætir við að þótt það hljómi drungalega þá „getum við öll dáið á morgun þannig að það þýðir ekkert að sitja heima og lesa“.Langir göngutúrar eru sú líkamsrækt sem Heiðu er ráðlagt að stunda. „Þannig að ég er bara eins og Forrest Gump og geng og geng og geng.“Hún ákvað því að kýla í hljómplötuútgáfu með dyggum stuðningi eiginmannsins Snorra Snorrasonar sem gerði garðinn frægan sem Ídol-stjarna Íslands 2006. „Ég gat gert heila plötu vegna þess að Snorri minn er upptökustjóri og á hljóðver og frítt fyrir konuna sína,“ segir Heiða glaðlega. „Svo seldi ég plötuna og miða á útgáfutónleikana fyrirfram á þessari stórsniðugu síðu, Karolina Fund, og það gekk svo vel að ég komst með útgáfuna á núllpunkt.“ Heiða segir lögin á nýju plötunni hafa orðið til á löngum tíma, bæði fyrir og eftir slysið. „Á plötunni eru einungis alíslensk lög sem öll eiga það sameiginlegt að fjalla um ást, von og yl. Helmingurinn eftir mig og hinn helmingurinn þekkt lög í mínum búningi. Allt lög sem hafa talað sérstaklega til mín í gegnum tíðina.“ Lögin eru eftir nokkra af uppáhalds tónlistarmönnum Heiðu, til dæmis Bjartmar Guðlaugsson, Jóhann Helgason og Gunnar Þórðarson. „Platan fékk nafnið Ylur frá upphafsorði lags og texta sem ég samdi til Snorra míns þegar við vorum að fella hugi saman.“ Heiða yrkir og syngur um stóru stundirnar og spurningarnar í lífinu og þrátt fyrir allt sem á henni hefur dunið segir hún að bjart sé yfir plötunni. „Ég sleppti dramatísku lögunum sem ég á til en þau koma kannski út síðar. Ég er rosalega jákvæð og bjartsýn að eðlisfari en kannski verið meira í að peppa aðra og gleyma sjálfri mér. „Núna er komið að því að ég muni eftir því að vera jákvæð í minn garð.“ Heiða segist hafa viljað gefa jákvæðan tón með plötunni. „Mig langar að fólk heyri eitthvað sem færir þeim bjartsýni og þótt ástin, vonirnar og væntingarnar geti oft verið erfiðar þá er ekkert verra en að missa vonina. Það er það versta sem getur komið fyrir fólk.“ Útgáfutónleikar Heiðu hefjast í Salnum í Kópavogi klukkan 20 á laugardagskvöld og þar mun hún flytja öll lögin af plötunni í bland við nokkur af uppáhaldslögunum sínum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Fleiri fréttir Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Sjá meira