Aron: Fleiri tilfinningar um leikinn gegn Austurríki Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 09:00 Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Frökkum á þjóðarleikvanginum Stade de France í kvöld. Margir af þeim sem eru í landsliðinu í dag voru á EM 2016 en Ísland lék tvívegis á sama leikvangi í þeirri keppni. Aron viðurkennir fúslega að það séu ýmsar tilfinningar sem hafi komið upp þegar hann kom á leikvanginn á ný í gær, þegar Ísland æfði þar síðdegis. „Það eru bæði skemmtilegar tilfinningar og svekkjandi. Það stendur þó upp úr að ég man meira eftir leiknum gegn Austurríki. Maður er búinn að grafa hitt niður einhversstaðar,“ sagði Aron og hló. Í umræddum leik gegn Austurríki tryggðu okkar menn sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með því að vinna 2-1 sigur en Arnór Ingvi Traustason skoraði þá frægt mark á lokamínútum leiksins. Strákarnir fóru svo aftur til Parísar til að spila við Frakka í fjórðungsúrslitum en þar urðu heimamenn betur, 5-2. Frakkar töpuðu svo fyrir Portúgal í úrslitaleik mótsins en bættu upp fyrir það síðasta sumar er þeir urðu heimsmeistarar. Aron er eins og aðrir spenntur fyrir því að mæta besta landsliði heims. „Maður er í þessu til að spila við þessi lið og þessa leiki. Við höfum staðið í þeim áður þannig að það er kominn tími á okkur að halda því ferli áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og finna áfram sem lið. Þetta verður erfiður leikur á morgun þar sem við verðum mikið í varnarvinnu en okkur líður vel þar,“ sagði fyrirliðinn. Frakkland er með marga af bestu leikmenn heims í sínu liði og Aron Einar segir að það sé skemmtileg áskorun að fá að glíma við þá. „Maður sér hvar maður stendur þegar maður spilar við svona gæja. Þeir eru óvægir, halda áfram þó svo að þeim mistakist og koma aftur og aftur. Maður þarf því að vera á tánum allan leikinn ef maður ætlar að stoppa þessa gæja.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson og félagar í íslenska landsliðinu mæta Frökkum á þjóðarleikvanginum Stade de France í kvöld. Margir af þeim sem eru í landsliðinu í dag voru á EM 2016 en Ísland lék tvívegis á sama leikvangi í þeirri keppni. Aron viðurkennir fúslega að það séu ýmsar tilfinningar sem hafi komið upp þegar hann kom á leikvanginn á ný í gær, þegar Ísland æfði þar síðdegis. „Það eru bæði skemmtilegar tilfinningar og svekkjandi. Það stendur þó upp úr að ég man meira eftir leiknum gegn Austurríki. Maður er búinn að grafa hitt niður einhversstaðar,“ sagði Aron og hló. Í umræddum leik gegn Austurríki tryggðu okkar menn sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar með því að vinna 2-1 sigur en Arnór Ingvi Traustason skoraði þá frægt mark á lokamínútum leiksins. Strákarnir fóru svo aftur til Parísar til að spila við Frakka í fjórðungsúrslitum en þar urðu heimamenn betur, 5-2. Frakkar töpuðu svo fyrir Portúgal í úrslitaleik mótsins en bættu upp fyrir það síðasta sumar er þeir urðu heimsmeistarar. Aron er eins og aðrir spenntur fyrir því að mæta besta landsliði heims. „Maður er í þessu til að spila við þessi lið og þessa leiki. Við höfum staðið í þeim áður þannig að það er kominn tími á okkur að halda því ferli áfram. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur og finna áfram sem lið. Þetta verður erfiður leikur á morgun þar sem við verðum mikið í varnarvinnu en okkur líður vel þar,“ sagði fyrirliðinn. Frakkland er með marga af bestu leikmenn heims í sínu liði og Aron Einar segir að það sé skemmtileg áskorun að fá að glíma við þá. „Maður sér hvar maður stendur þegar maður spilar við svona gæja. Þeir eru óvægir, halda áfram þó svo að þeim mistakist og koma aftur og aftur. Maður þarf því að vera á tánum allan leikinn ef maður ætlar að stoppa þessa gæja.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00
Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00
Aron Einar: Sviðsskrekkur það síðasta sem við höfum áhyggjur af Landsliðsfyrirliðinn er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Frakklandi í undankeppni EM 2020 á morgun. 24. mars 2019 22:30