„WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 28. mars 2019 19:30 Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“ Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að aldrei í sögu atvinnuleysistryggingasjóðs hafi það gerst að svona margir missi vinnuna í einu en talið er að minnsta kosti 1100 manns verði atvinnulausir eftir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Flugfreyja sem vann hjá félaginu segir miklar sorg ríkja meðal starfsfólks. Hún segir WOW hafa verið stærra en bara vinnustað og hjörtu margra slá í takt við félagið. Starfmannafundur var haldinn í höfuðstöðvum WOW í morgun og tók óneitanlega á alla sem hann sátu. Fréttastofa hefur reynt að ná í Skúla Mogensen í allan dag, en hann ekki gefið færi á viðtali.Síminn rauðglóandi í dag Vinnumálastofnun virkjaði viðbragðsteymi í morgun vegna gjaldþrots WOW air en stofnunin greiðir út atvinnuleysisbætur og aðstoðar starfsfólk með næstu skref. Síminn hefur verið rauðglóandi hjá þeim í dag.Nú ríkir mikil óvissa, hvert geta starfsmenn leitað og hvað eiga þeir að gera? „Þeir geta leitað hingað og þeir eiga fyrst og fremst að fara bara inn á vefinn og við mælum með því að fólk fari að fylla út umsókn um atvinnuleysisbætur sem allra fyrst. Því að frá því að öll gögn hafa borist og hún hefur komið inn í grunninn okkar þá líða fjórar til sex vikur þar til afgreiðslu er lokið og við getum farið að greiða út,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.Anna Gréta Oddsdóttir flugfreyja missti vinnuna í dag þegar WOW air varð gjaldþrota.Vísir/EgillEnginn reiður og starfsfólk styður Skúla Anna Gréta Oddsdóttir er ein þeirra flugfreyja sem missti vinnuna í morgun. Hún starfaði hjá WOW air í þrjú ár. „Þetta er miklu meira heldur en vinnustaður, ég held að það sé kannski oft sagt um vinnustaði, en þetta var fjölskylda. En WOW-hjartað er brotið, það er mölbrotið,“ segir hún. Hún segir mikla samstöðu meðal starfsfólks. Enginn sé reiður og flestir standi þétt við bakið á Skúla þrátt fyrir þessi örlög. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið þetta fékk á starfsmenn. Þetta var sjokk. Þegar ég fór að sofa í gær héldu allir að allt væri í góðu. Svo vaknar maður bara við símtalið í morgun; WOW farið á hausinn. Ég bara ekki sagt það í orðum hvernig tilfinningin var,“ segir hún. Allir hafi lagt sig hundrað prósent fram á síðustu stundu. Hún biður fólk að sýna nærgætni, allir þurfi tíma til að jafna sig. „Við héldum öll að þetta myndi takast. Þegar að við fréttum að þetta tókst ekki þá var þetta bara svakalegt högg.“
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31 Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06 WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
WOW air tekið til gjaldþrotaskipta Sveinn Andri Sveinsson og Þorsteinn Einarsson hafa verið skipaðir skiptastjórar. 28. mars 2019 14:31
Tilfinningaþrungið bréf Skúla til starfsmanna Skúli Mogensen segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér. 28. mars 2019 09:06
WOW á vörum Íslendinga WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Þetta kemur fram á vef WOW air. 28. mars 2019 09:15