Ingi Þór: Hjarta sigurvegarans slær enn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. mars 2019 21:18 Ingi Þór er kominn með sitt lið í undanúrslit Dominos-deildarinnar. Vísir/Eyþór Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR, var afskaplega ánægður með sína menn eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. KR tryggði sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildarinnar með sigrinum, lokatölur 85-64. „Virkilega flottar færslur og góð vörn í seinni hálfleik, við náðum að þvinga þá í mikið af erfiðum skotum þó að þeir hafi reyndar náð sóknarfráköstum full oft að því að mér fannst. Mér fannst við vel stilltir og komum gríðarlega grimmir í seinni hálfleikinn,“ sagði Ingi Þór í viðtali við Vísi eftir leik. „Við náðum að búa til þessa forystu og það er erfitt fyrir þá að elta hér á heimavelli, verandi 2-0 undir í einvíginu. Við náðum sálfræðilegu taki þar," bætti Ingi við en KR kom muninum yfir 10 stig fljótlega í þriðja leikhluta eftir jafnan fyrri hálfleik. KR-liðið lenti í 5.sæti í deildarkeppninni og kemur síðan hingað til Keflavíkur og vinnur tvo útisigra. Þeir virðast vera að toppa á hárréttum tíma. „Við erum með mikla reynslu og marga leikmenn sem geta spilað. Ég tek hatt minn ofan fyrir þeim sem eru ekki að svitna mest hér á gólfinu. Menn eru í þessu saman og mjög einbeittir að gera allt sem þarf til að vinna. Við treystum hvor öðrum og þannig er gott lið,“ sagði Ingi Þór. KR fær nú smá hvíld fyrir undanúrslitin, væntanlega kærkomið fyrir þá enda ekki beint með yngsta hópinn í deildinni. „Hvíldin er mikilvæg og við eigum eftir að fá menn til að hjálpa okkur að ná góðri endurheimt. Við þurfum að vera skynsamir áfram. Við erum hungraðir og það sést,“ og ítrekaði að hungrið væri svo sannarlega til staðar þrátt fyrir að KR hafi unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm ár í röð. „Það skiptir engu máli. Þú tekur ekki hjarta sigurvegarans út. Það er á sínum stað og það slær enn,“ sagði Ingi Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - KR 64-85 | KR sópaði Keflvíkingum í sumarfrí KR er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir sigur á Keflavík í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum. KR sópar Keflavík úr keppni og meistarar síðustu fimm ára virðast vera að toppa á réttum tíma. 28. mars 2019 21:45