„Vigdís Finnbogadóttir“ skoraði í dönsku úrvalsdeildinni í gær og hér er markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 11:00 Ulrik Yttergård Jensen öðru nafni "Vigdís Finnbogadóttir“ fagnar marki sínu. Getty/Jan Christensen Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Strasbourg - Breiðablik | Tekst Blikum að tryggja sig áfram? Fótbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira