„Vigdís Finnbogadóttir“ skoraði í dönsku úrvalsdeildinni í gær og hér er markið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 11:00 Ulrik Yttergård Jensen öðru nafni "Vigdís Finnbogadóttir“ fagnar marki sínu. Getty/Jan Christensen Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira
Leikmenn Nordsjælland voru ekki með sín nöfn á bakinu þegar þeir mættu FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni um helgina. Þeir fóru nýja leið í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna á föstudaginn. Ulrik Yttergård Jensen, leikmaður Nordsjælland, kom mörgum á óvart með því að taka þá ákvörðun að spila með nafn Vigdísar Finnbogadóttur aftan á treyju sinni.47' MÅÅÅÅÅÅÅL!!!! @UlrikYJ aka Vigdís Finnbogadóttir der scorer tæt under mål med assist fra Dronning Margrethe II #FCNFCK (1-1) pic.twitter.com/I2Z5Vn5v4x — FC Nordsjælland ?? (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980 til 1996 en hún er fyrsta konan í heiminum sem var kosin í lýðræðislegum kosningum til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Ulrik Jenssen er 22 ára norskur miðvörður sem fæddist í júlí 1996 eða nokkrum vikum áður en Vigdís lét af störfum. Það færði varnarmanninum greinilega markheppni að setja nafn Vigdísar á treyjuna sína. Markið skoraði Jenssen, öðru nafni „Finnbogadóttir“, eftir skallasendingu frá Margréti Danadrottningu en Victor Nelsson bar nafn hennar í leiknum. Markið kom eftir hornspyrnu og þess vegna var miðvörðurinn mættur í markteiginn. Hér fyrir neðan sést hann fagna marki sínu og þar sér eftirnafn Vigdísar Finnbogadóttur greinilega.Tigerne var på ny flyvende med sprudlende og underholdende fodbold, denne gang mod FCK. Se eller gense målene og chancerne #fcndkhttps://t.co/jSPijnn9VSpic.twitter.com/KlHC7myhvT — FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) March 10, 2019Jenssen hafði reyndar heppnina aðeins með sér því Victor Nelsson, skallaði eiginlega boltann í hann og í markið en þetta var markið hans engu að síður. Fyrirgjöfina átti Mikkel Rygaard sem var með nafn bandarísku sjónvarpskonunnar Ellen DeGeneres á bakinu. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en FCK komst í 1-0 og jafnaði síðan metin tíu mínútum fyrir leikslok. Seinna markið skoraði Beyoncé sem vanalega gengur þó undir nafninu Andreas Skov Olsen. Það má sjá mörkin hér fyrir neðan en markið hennar „Vigísar Finnbogadóttur“ kemur eftir 2:32 mínútur í því. Við látum myndbandið byrja þar en það er hægt að spóla til baka og skoða allt það helsta sem gerðist.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sjá meira