Blönduós orðið vaxtarsvæði og fimm hæða blokk áformuð Kristján Már Unnarsson skrifar 11. mars 2019 22:00 20 íbúðir verða í fjölbýlishúsinu, sem rís á suðurbakka Blöndu. Grafík/ASK, arkítektar. Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Kannski finna fáir betur æðasláttinn í byggingageiranum á Blönduósi en smiðirnir í Trésmiðjunni Stíganda. Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Stíganda.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, við finnum það að húsnæðisverð er búið að vera að hækka hér á staðnum og það eru að verða forsendur fyrir því að byggja hús á staðnum. Það er augljóslega vöntun á húsnæði,“ segir Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Stíganda. „Já, það kemur með meiri atvinnu. Þá vill fólk flytja á vaxtarsvæði. Hér er sannarlega orðið vaxtarsvæði frá og með síðasta ári og það þýðir það að fólk er að koma til baka, - af þeim sem fluttu í burtu. Jafnvel nýir íbúar eru að koma út af fjölgun atvinnutækifæra,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Glöggt má sjá að Blönduós er að lifna við á ný. Fyrstu merki nýrra húsbygginga sjást. Búið er að taka nokkra húsgrunna og bærinn úthlutar lóðum sem aldrei fyrr.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Á síðasta ári vorum við að úthluta um 28 íbúðum og erum með 20 til viðbótar. Þannig að það eru þá 48 íbúðir sem eru í pípunum. Sumar eru í byggingu. Fyrstu tvö einbýlishúsin á síðasta ári voru byggð eftir tíu ára hlé,“ segir sveitarstjórinn. Þeir hjá Stíganda eru í startholunum að hefja smíði parhúsa og búnir að sækja um tvær lóðir, við Sunnubraut og Smárabraut. „Og við erum jafnvel að huga að því að byrja á framkvæmdum á Sunnubrautinni bara fljótlega á næstu vikum,“ segir Guðmundur. Nýja blokkin rís við hlið þeirrar sem byggð var fyrir fjörutíu árum og sést hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason.Á bökkum Blöndu áformar félagið Uppbygging ehf. að hefja smíði fimm hæða fjölbýlishúss í næsta mánuði. „Sem er snyrtileg 20 íbúða blokk, sem er kærkomið inn í þetta samfélag,“ segir Valdimar. Það gefi eldra fólk færi á að flytja úr einbýlishúsum í þægilegar, nýjar íbúðir og ungt fólk geti á móti stækkað við sig ef slíkt þarf vegna barnafjölda. Fjallað er um gróskuna á Blönduósi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Húsnæðismál Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Blönduós er að fá sitt fyrsta háhýsi, fimm hæða íbúðablokk. Eftir áratugadeyfð í húsbyggingum er bærinn á skömmum tíma að úthluta lóðum undir nærri fimmtíu nýjar íbúðir. Þetta kom fram í þættinum „Um land allt“ og í fréttum Stöðvar 2. Kannski finna fáir betur æðasláttinn í byggingageiranum á Blönduósi en smiðirnir í Trésmiðjunni Stíganda. Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Stíganda.Stöð 2/Einar Árnason.„Já, við finnum það að húsnæðisverð er búið að vera að hækka hér á staðnum og það eru að verða forsendur fyrir því að byggja hús á staðnum. Það er augljóslega vöntun á húsnæði,“ segir Guðmundur Arnar Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Stíganda. „Já, það kemur með meiri atvinnu. Þá vill fólk flytja á vaxtarsvæði. Hér er sannarlega orðið vaxtarsvæði frá og með síðasta ári og það þýðir það að fólk er að koma til baka, - af þeim sem fluttu í burtu. Jafnvel nýir íbúar eru að koma út af fjölgun atvinnutækifæra,“ segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar. Glöggt má sjá að Blönduós er að lifna við á ný. Fyrstu merki nýrra húsbygginga sjást. Búið er að taka nokkra húsgrunna og bærinn úthlutar lóðum sem aldrei fyrr.Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri á Blönduósi.Stöð 2/Einar Árnason.„Á síðasta ári vorum við að úthluta um 28 íbúðum og erum með 20 til viðbótar. Þannig að það eru þá 48 íbúðir sem eru í pípunum. Sumar eru í byggingu. Fyrstu tvö einbýlishúsin á síðasta ári voru byggð eftir tíu ára hlé,“ segir sveitarstjórinn. Þeir hjá Stíganda eru í startholunum að hefja smíði parhúsa og búnir að sækja um tvær lóðir, við Sunnubraut og Smárabraut. „Og við erum jafnvel að huga að því að byrja á framkvæmdum á Sunnubrautinni bara fljótlega á næstu vikum,“ segir Guðmundur. Nýja blokkin rís við hlið þeirrar sem byggð var fyrir fjörutíu árum og sést hægra megin.Stöð 2/Einar Árnason.Á bökkum Blöndu áformar félagið Uppbygging ehf. að hefja smíði fimm hæða fjölbýlishúss í næsta mánuði. „Sem er snyrtileg 20 íbúða blokk, sem er kærkomið inn í þetta samfélag,“ segir Valdimar. Það gefi eldra fólk færi á að flytja úr einbýlishúsum í þægilegar, nýjar íbúðir og ungt fólk geti á móti stækkað við sig ef slíkt þarf vegna barnafjölda. Fjallað er um gróskuna á Blönduósi í þættinum Um land allt. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Húsnæðismál Um land allt Tengdar fréttir Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00 Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40 Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45 Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Sjá meira
Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum. 5. mars 2019 21:00
Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Gömlum nemendum þykir dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. 8. mars 2019 11:40
Held að enginn viti að þetta sé á Blönduósi Blönduós orðinn kryddbær Íslands. Húnvetningar státa af því að vera með stærstu markaðshlutdeild í sölu á kryddum hérlendis. 6. mars 2019 20:45
Gamli bæjarkjarninn sagður falið leyndarmál Elsti bæjarhlutinn á Blönduósi er falið leyndarmál, að mati heimamanna, sem hafa ákveðið að skilgreina hann sem verndarsvæði í byggð. 10. mars 2019 21:29