Engin loðnuveiði á þessari vertíð og gríðarlegt tjón Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. mars 2019 19:00 Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór. Sjávarútvegur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Útgerðafélög fá ekki að veiða neina loðnu á þessari vertíð þrátt fyrir mestu leit frá upphafi. Þau verða fyrir gríðarlegu tjóni og þjóðarbúið verður af milljörðum að sögn framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Brýnt sé að rannsaka betur hvað veldur slíku hruni. Hafrannsóknarstofnun hefur frá því í janúar staðið fyrir mestu leit frá upphafi á loðnu á Íslandsmiðum í samstarfi við útgerðarfyrirtæki. Í gær var ákveðið að hætta leitinni og engar veiðiheimildir verða gefnar út. „Eins og staðan er í dag þá er ljóst að Hafrannsóknarstofnun mun ekki mæla með neinum veiðum á loðnum. Það þarf eitthvað verulega nýtt að gerast til að það verði leyft. Sú leit sem var fyrir suðurströndinni, fyrir norðan og útaf Vestfjörðum síðustu tvær vikur og lauk í gær breytir ekki þeirri mynd sem við höfum áður líst að ástand loðnustofnsins er mjög slæmt og þessar niðurstöður gefa ekki tilefni til að Hafrannsóknarstofnun mæli með nokkrum veiðum út þessa vertíð,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis Hafrannsóknarstofnunar. Útgerðafélög um allt land hafa fylgst vel með í þeirri von að eitthvað finnist en nú er sú von úti. Um er að ræða félög eins og HB Granda á Vopnafirði og Akranesi, Síldarvinnsluna á Neskaupsstað, Eskju á Eskifirði, Loðnuvinnsluna á Fáskrúðsfirði, Skinney Þinganes á Höfn í Hornafirði, Ísfélagið í Vestmanneyjum og Vinnslustöðina í Vestmanneyjum. Þorsteinn Sigurðsson segir tjónið hlaupa á milljörðum. „Aflaverðmætið hleypur á milljörðum eða tugum milljarða en það sem við erum að horfa meira til eru áhrifin á vistkerfið í sjónum kringum landið,“ segir Þorsteinn.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón.Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Fjarðarbyggð segir þetta mikið tjón. „Fyrir þessi fyrirtæki sem byggja á uppsjávarveiðum þá er loðnan hvað þýðingarmest í rekstri félaganna. Loðnan er næstverðmætasta tegund Íslands. Þessi fyrirtæki hafa verið að verið að veiða loðnu fyrir á annan tug milljarða króna á ári sem hefur skilað þjóðarbúin 3-5 milljarða þannig að tjónið er gríðarlegt,“ segir hann. Mikilvægt sé að vita hvað sé að gerast í vistkerfinu. „Hafrannsóknarstofnun og stjórnvöld þurfa að setjast niður og velta fyrir sér með hvaða hætti á að skipa rannsóknum á loðnustofninum í framhaldinu. Því það er alveg ljóst að við höfum engan veginn næga vitnesku um hvað er að eiga sér stað í hafinu. Þetta er það mikil undirstaða fyrir lífríkið að við verðum að vita hvað er að eiga sér stað“ segir Gunnþór.
Sjávarútvegur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira