Klínískar rannsóknir á fyrsta lyfi Alvotech Hörður Ægisson skrifar 13. mars 2019 07:15 Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður, Alvotech. Fréttablaðið/Aðsend mynd Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur nú hafið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Um er að ræða líftæknilyfshliðstæðu lyfsins Humira sem er í dag söluhæsta lyf heims og selst fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala á ári, jafnvirði 2.400 milljarða íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að markaðssetning lyfsins, sem hefur reynst árangursríkt við meðferð á ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og liðagigt og psoriasis, hefjist fljótlega eftir að klínískum rannsóknum lýkur. Um 400 manns taka þátt í rannsókninni á 30 stöðum vítt og breitt um Evrópu. Alvotech mun framleiða og selja lyfið með samstarfsaðilum sínum á öllum lyfjamörkuðum heims en gangi áætlanir eftir fer lyfið í sölu á næsta ári. Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, segir það stóran áfanga fyrir fyrirtækið að hefja klínískar rannsóknir. „Nú eru átta ár síðan við hófum undirbúning á þróun og framleiðslu líftæknilyfja og aðeins um þrjú ár síðan hátæknisetur Alvotech opnaði í Vatnsmýrinni. Markmið okkar er að hátæknisetur fyrirtækisins verði leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og að aðgengi sjúklinga að hágæða lyfjum aukist enn frekar,“ segir Róbert. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir því að árlegar tekjur geti orðið um 150 milljarðar króna innan fárra ára þegar lyf fyrirtækisins eru komin á markað. Alls eru sex líftæknilyf í þróun hjá Alvotech, sem verða markaðssett á næstu árum þegar einkaleyfi þeirra renna út. Í dag starfa um 250 vísindamenn hjá Alvotech á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að ríflega 100 vísindamenn verði ráðnir á Íslandi til starfa í hátæknisetri fyrirtækisins á næstu 12 mánuðum. Alvotech hefur nú þegar fengið framleiðsluleyfi fyrir lyf sín og tryggði sér nýlega beint aðgengi að tveimur af stærstu lyfjamörkuðum heims, Kína og Japan, með mikilvægum samstarfssamningum. Í Kína er hafin uppbygging á nýrri lyfjaverksmiðju sem verður að helmingshluta í eigu Alvotech. Í Japan hefur verið undirritaður mikilvægur samstarfssamningur um sölu og dreifingu lyfja fyrirtækisins við Fuji Pharma sem jafnframt er orðið hluthafi í Alvotech. Í byrjun ársins tryggði Alvotech sér fjármögnun upp á 300 milljónir dala með sölu á skuldabréfum til fjárfesta. Eigendur skuldabréfanna munu jafnframt geta breytt bréfunum í hlutafé þegar Alvogen verður skráð á markað en CLSA, dótturfélag CITIC Securities, stærsta fjárfestingarbanka Kína, var helsti söluráðgjafinn í skuldabréfaútboðinu og þá var stórbankinn Morgan Stanley aðalfjárfestirinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir að félagið verði skráð á alþjóðlegan hlutabréfamarkað innan næstu tveggja ára og er talið líklegast að kauphöll í Asíu verði fyrir valinu. Meðal eigenda Alvotech eru tveir af stærstu fjárfestingarsjóðum heims, CVC Capital Partners og Temasek, auk japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma. Stærsti einstaki hluthafi Alvotech, Aztiq Pharma, er fjárfestingarsjóður undir forystu Róberts Wessman, stofnanda Alvotech. Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira
Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur nú hafið klínískar rannsóknir á sínu fyrsta lyfi. Um er að ræða líftæknilyfshliðstæðu lyfsins Humira sem er í dag söluhæsta lyf heims og selst fyrir um 20 milljarða Bandaríkjadala á ári, jafnvirði 2.400 milljarða íslenskra króna. Gert er ráð fyrir að markaðssetning lyfsins, sem hefur reynst árangursríkt við meðferð á ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og liðagigt og psoriasis, hefjist fljótlega eftir að klínískum rannsóknum lýkur. Um 400 manns taka þátt í rannsókninni á 30 stöðum vítt og breitt um Evrópu. Alvotech mun framleiða og selja lyfið með samstarfsaðilum sínum á öllum lyfjamörkuðum heims en gangi áætlanir eftir fer lyfið í sölu á næsta ári. Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech, segir það stóran áfanga fyrir fyrirtækið að hefja klínískar rannsóknir. „Nú eru átta ár síðan við hófum undirbúning á þróun og framleiðslu líftæknilyfja og aðeins um þrjú ár síðan hátæknisetur Alvotech opnaði í Vatnsmýrinni. Markmið okkar er að hátæknisetur fyrirtækisins verði leiðandi á heimsvísu í þróun og framleiðslu líftæknilyfja og að aðgengi sjúklinga að hágæða lyfjum aukist enn frekar,“ segir Róbert. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir því að árlegar tekjur geti orðið um 150 milljarðar króna innan fárra ára þegar lyf fyrirtækisins eru komin á markað. Alls eru sex líftæknilyf í þróun hjá Alvotech, sem verða markaðssett á næstu árum þegar einkaleyfi þeirra renna út. Í dag starfa um 250 vísindamenn hjá Alvotech á Íslandi, í Sviss og í Þýskalandi. Gert er ráð fyrir að ríflega 100 vísindamenn verði ráðnir á Íslandi til starfa í hátæknisetri fyrirtækisins á næstu 12 mánuðum. Alvotech hefur nú þegar fengið framleiðsluleyfi fyrir lyf sín og tryggði sér nýlega beint aðgengi að tveimur af stærstu lyfjamörkuðum heims, Kína og Japan, með mikilvægum samstarfssamningum. Í Kína er hafin uppbygging á nýrri lyfjaverksmiðju sem verður að helmingshluta í eigu Alvotech. Í Japan hefur verið undirritaður mikilvægur samstarfssamningur um sölu og dreifingu lyfja fyrirtækisins við Fuji Pharma sem jafnframt er orðið hluthafi í Alvotech. Í byrjun ársins tryggði Alvotech sér fjármögnun upp á 300 milljónir dala með sölu á skuldabréfum til fjárfesta. Eigendur skuldabréfanna munu jafnframt geta breytt bréfunum í hlutafé þegar Alvogen verður skráð á markað en CLSA, dótturfélag CITIC Securities, stærsta fjárfestingarbanka Kína, var helsti söluráðgjafinn í skuldabréfaútboðinu og þá var stórbankinn Morgan Stanley aðalfjárfestirinn. Samkvæmt heimildum Markaðarins gera áætlanir Alvotech ráð fyrir að félagið verði skráð á alþjóðlegan hlutabréfamarkað innan næstu tveggja ára og er talið líklegast að kauphöll í Asíu verði fyrir valinu. Meðal eigenda Alvotech eru tveir af stærstu fjárfestingarsjóðum heims, CVC Capital Partners og Temasek, auk japanska lyfjafyrirtækisins Fuji Pharma. Stærsti einstaki hluthafi Alvotech, Aztiq Pharma, er fjárfestingarsjóður undir forystu Róberts Wessman, stofnanda Alvotech.
Birtist í Fréttablaðinu Lyf Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Sjá meira