Gjaldþrot Aurláka nam 1,8 milljörðum Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2019 09:19 Karl Wernersson. Vísir/GVA Gjaldþrot Aurláka ehf., félags í fullri eigu fjárfestisins Karls Wernerssonar, nam alls rúmlega 1,8 milljörðum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs eftir að því var gert að greiða þrotabúi Milestone tæpan milljarð króna vegna sölu á Lyf og heilsu. Lyfjaverslunin var seld úr Milestone í mars árið 2008 og varð síðarnefnda félagið gjaldþrota ári síðar. Þrotabú Milestone hélt því fram að ekki hafi fengist fullnægjandi greiðsla fyrir Lyf og heilsu úr fyrirtækinu og stefndi því Aurláka ehf. og krafðist 970 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfuna í apríl 2015 en þá þótti ljóst að Aurláki gat ekki staðið undir skuldagreiðslunni, færi svo að niðurstaðan yrði staðfest í Hæstarétti - sem varð raunin og Aurláki því tekinn til gjaldþrotaskipta. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að skiptum í búið hafi lokið á mánudag með því að 346.478.020 krónur fengust greiddar upp í lýstar kröfur. Heimturnar voru því rúmlega 19 prósent og heildarupphæð gjaldþrotsins næstum tvöfalt hærra en fyrrnefnd greiðsla til Milestone. Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Hæstarétti í apríl 2016 fyrir umboðssvik og bókhaldsbrot. Degi eftir dóminn var félaginu Toska ehf. afsalað til Jóns Hilmars Karlsonar, sonar sakfellda, en Toska er eigandi Lyf og heilsu í gegnum félögin Faxa ehf. og Faxar ehf. Gjaldþrot Milestone-málið Tengdar fréttir Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone. 20. desember 2011 19:00 Milljarðs greiðsla Aurláka til Milestone staðfest Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september 2016. 1. febrúar 2018 15:51 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Gjaldþrot Aurláka ehf., félags í fullri eigu fjárfestisins Karls Wernerssonar, nam alls rúmlega 1,8 milljörðum króna. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi síðasta árs eftir að því var gert að greiða þrotabúi Milestone tæpan milljarð króna vegna sölu á Lyf og heilsu. Lyfjaverslunin var seld úr Milestone í mars árið 2008 og varð síðarnefnda félagið gjaldþrota ári síðar. Þrotabú Milestone hélt því fram að ekki hafi fengist fullnægjandi greiðsla fyrir Lyf og heilsu úr fyrirtækinu og stefndi því Aurláka ehf. og krafðist 970 milljóna króna. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfuna í apríl 2015 en þá þótti ljóst að Aurláki gat ekki staðið undir skuldagreiðslunni, færi svo að niðurstaðan yrði staðfest í Hæstarétti - sem varð raunin og Aurláki því tekinn til gjaldþrotaskipta. Fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag að skiptum í búið hafi lokið á mánudag með því að 346.478.020 krónur fengust greiddar upp í lýstar kröfur. Heimturnar voru því rúmlega 19 prósent og heildarupphæð gjaldþrotsins næstum tvöfalt hærra en fyrrnefnd greiðsla til Milestone. Karl Wernersson fékk þriggja og hálfs árs fangelsisdóm í Hæstarétti í apríl 2016 fyrir umboðssvik og bókhaldsbrot. Degi eftir dóminn var félaginu Toska ehf. afsalað til Jóns Hilmars Karlsonar, sonar sakfellda, en Toska er eigandi Lyf og heilsu í gegnum félögin Faxa ehf. og Faxar ehf.
Gjaldþrot Milestone-málið Tengdar fréttir Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone. 20. desember 2011 19:00 Milljarðs greiðsla Aurláka til Milestone staðfest Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september 2016. 1. febrúar 2018 15:51 Mest lesið Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Ekki króna skipti um hendur við sölu Lyfja og heilsu Fyrirtökur voru í alls níu málum í dag sem þrotabú Milestone hefur höfðað gegn Karli Wernerssyni og tengdum aðilum til að fá rift umdeildum viðskiptafléttum áður en félagið fór í þrot. Karl og Steingrímur Wernerssynir greiddu fyrir Lyf og heilsu með verðlausum kröfum að mati skiptastjóra Milestone. 20. desember 2011 19:00
Milljarðs greiðsla Aurláka til Milestone staðfest Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í september 2016. 1. febrúar 2018 15:51