Uppgjör: Bottas óstöðvandi í Ástralíu Bragi Þórðarson skrifar 17. mars 2019 20:45 Bottas nældi sér í sinn fjórða sigur á ferlinum um helgina. Getty Fyrsta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Melbourne, Ástralíu í gærmorgun. Finninn Valtteri Bottas stóð uppi sem öruggur sigurvegari á sínum Mercedes. Bottas ræsti annar en gerði sér lítið fyrir og stakk sér framúr liðsfélaga sínum, fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton, strax í ræsingunni. Enginn átti nein svör við fljúgandi Finnanum á sunnudaginn og endaði Bottas með rúmlega 20 sekúndna forskot á Hamilton sem endaði annar. Þá náði Valtteri einnig hraðasta hring keppninnar sem gefur honum aukastig í slagnum um titilinn samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í ár. Max Verstappen náði sínum fyrsta verðlaunapalli á Melbourne brautinni er hann kom þriðji í mark um helgina. Þetta var fyrsta keppni Red Bull liðsins með Honda vélar og byrjar samstarfið því afar vel.Leclerc endaði fimmti í sinni fyrstu keppni með FerrariGettyFerrari í vandræðum Ferrari bílarnir voru hraðastir í prófunum fyrir tímabilið, en þegar kom að fyrstu keppni áttu þeir Sebastian Vettel og Charles Leclerc ekki séns í Mercedes. Ítalski bílaframleiðandinn varð að sætta sig við fjórða og fimmta sætið í Ástralíu. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel kom í mark tæpri mínútu á eftir Bottas í keppninni. Því þarf Ferrari virkilega að bæta sig ætli liðið að keppa um titla í ár. „Ekki keppa við Vettel, hægðu á þér,“ fékk Charles Leclerc að heyra frá liði sínu þegar um tíu hringir voru eftir á sunnudaginn. Þá hafði Mónakó búinn náð liðsfélaga sínum og var að keyra tæpri sekúndu á hring hraðar en Vettel. Leclerc varð að óskum nýja liðs síns, hægði á sér og lauk keppni í fimmta sæti fyrir aftan liðsfélaga sinn.Daniel Ricciardo missti framvænginn fyrir fyrstu beygju.GettyGóð byrjun hjá Haas Kevin Magnussen kom sjötti í mark í Ástralíu á sínum Haas. Frábær árangur hjá Dananum en þó hafði liðið getað gert betur. Liðsfélagi Magnussen, Romain Grosjean, ræsti á undan Dananum en mistök á viðgerðarsvæðinu gerði út um keppnina hans. Í fyrra urðu báðir Haas bílarnir frá að hverfa af sömu ástæðu. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo átti ekki góðan dag með nýja liði sínu, Renault. Ástralinn datt snemma úr leik eftir að hafa skemmt bíl sinn á fyrsta hring. Ljóst er að Mercedes er enn og aftur með yfirburða bíl í ár og verður áhugavert að sjá hvort Ferrari eða Red Bull nái að skáka þeim í næstu keppni. Hún fer fram í eyðimörkinni í Barein eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Fyrsta umferðin í Formúlu 1 fór fram í Melbourne, Ástralíu í gærmorgun. Finninn Valtteri Bottas stóð uppi sem öruggur sigurvegari á sínum Mercedes. Bottas ræsti annar en gerði sér lítið fyrir og stakk sér framúr liðsfélaga sínum, fimmfalda heimsmeistaranum Lewis Hamilton, strax í ræsingunni. Enginn átti nein svör við fljúgandi Finnanum á sunnudaginn og endaði Bottas með rúmlega 20 sekúndna forskot á Hamilton sem endaði annar. Þá náði Valtteri einnig hraðasta hring keppninnar sem gefur honum aukastig í slagnum um titilinn samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í ár. Max Verstappen náði sínum fyrsta verðlaunapalli á Melbourne brautinni er hann kom þriðji í mark um helgina. Þetta var fyrsta keppni Red Bull liðsins með Honda vélar og byrjar samstarfið því afar vel.Leclerc endaði fimmti í sinni fyrstu keppni með FerrariGettyFerrari í vandræðum Ferrari bílarnir voru hraðastir í prófunum fyrir tímabilið, en þegar kom að fyrstu keppni áttu þeir Sebastian Vettel og Charles Leclerc ekki séns í Mercedes. Ítalski bílaframleiðandinn varð að sætta sig við fjórða og fimmta sætið í Ástralíu. Fjórfaldi heimsmeistarinn Sebastian Vettel kom í mark tæpri mínútu á eftir Bottas í keppninni. Því þarf Ferrari virkilega að bæta sig ætli liðið að keppa um titla í ár. „Ekki keppa við Vettel, hægðu á þér,“ fékk Charles Leclerc að heyra frá liði sínu þegar um tíu hringir voru eftir á sunnudaginn. Þá hafði Mónakó búinn náð liðsfélaga sínum og var að keyra tæpri sekúndu á hring hraðar en Vettel. Leclerc varð að óskum nýja liðs síns, hægði á sér og lauk keppni í fimmta sæti fyrir aftan liðsfélaga sinn.Daniel Ricciardo missti framvænginn fyrir fyrstu beygju.GettyGóð byrjun hjá Haas Kevin Magnussen kom sjötti í mark í Ástralíu á sínum Haas. Frábær árangur hjá Dananum en þó hafði liðið getað gert betur. Liðsfélagi Magnussen, Romain Grosjean, ræsti á undan Dananum en mistök á viðgerðarsvæðinu gerði út um keppnina hans. Í fyrra urðu báðir Haas bílarnir frá að hverfa af sömu ástæðu. Heimamaðurinn Daniel Ricciardo átti ekki góðan dag með nýja liði sínu, Renault. Ástralinn datt snemma úr leik eftir að hafa skemmt bíl sinn á fyrsta hring. Ljóst er að Mercedes er enn og aftur með yfirburða bíl í ár og verður áhugavert að sjá hvort Ferrari eða Red Bull nái að skáka þeim í næstu keppni. Hún fer fram í eyðimörkinni í Barein eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti