Fyrirliði Kvennó í skýjunum eftir sigurinn: „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er ekki sönn“ Sylvía Hall skrifar 17. mars 2019 22:00 Kvennaskólinn fagnaði innilega á föstudaginn eftir að sigurinn var í höfn. RÚV Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor. Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“ Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.Aðsend Mikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin. Jafnréttismál Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Fjóla Ósk Guðmannsdóttir varð á föstudag fyrsta stelpan í sögu Gettu betur til þess að vinna keppnina tvisvar og var liðið í ár það fyrsta sem sigrar með tvo kvenkyns liðsmenn. Hún segir liðið vera himinlifandi með sigurinn enda var keppnin æsispennandi. „Við erum svona öll hægt og rólega að koma niður á jörðina aftur,“ segir Fjóla Ósk glöð í bragði í samtali við Vísi en Fjóla tryggði liðinu sigur gegn Menntaskólanum í Reykjavík á föstudagskvöld eftir vísbendingaspurningu. Hún hefur verið hluti af Gettu betur-liði Kvennaskólans síðastliðin þrjú ár og vann keppnina síðast árið 2017 þegar Kvennaskólinn mætti Menntaskólanum við Hamrahlíð í úrslitum keppninnar en laut í lægra haldi fyrir Fjölbrautaskólinn í Garðabæ í fyrra. Fjóla hefur því alltaf keppt til úrslita í Gettu betur og má því segja að hún eigi glæstan keppnisferil að baki sem lauk með sætum sigri og hljóðnema í hönd en Fjóla útskrifast í vor. Skiptir ekki máli hvort maður komist inn á kynjakvóta eða ekki Fjóla keppti fyrst árið 2017, þá nýnemi í skólanum. Það var þriðja keppnistímabilið sem notast var við kynjakvóta og þurftu því lið í keppninni að vera bæði skipuð stelpum og strákum en lengi vel heyrði það til undantekninga að stelpur tækju þátt í Gettu betur. Aðspurð segist Fjóla hafa fundið fyrir einhverri umræðu fyrsta árið sem hún var í liðinu en það hafi fljótlega breyst. Hún segir það ekki skipta neinu máli hvort stelpur komist inn vegna kynjakvóta eða ekki þar sem allir hafi það að markmiði að standa sig vel. „Ég veit ekki um neina stelpu sem hefur tekið þátt í Gettu betur og fyllt upp í staðalmyndina sem kvótastelpan er. Allar þær stelpur sem hafa komist í liðin, með eða án kvóta, tóku forprófið með það að markmiði að komast í liðið og standa sig vel. Ég held að við allar með tölu höfum gert nákvæmlega það,“ segir Fjóla og bætir við að þær hugmyndir sem fólk hafði um „kvótastelpurnar“ svokölluðu ættu sér enga stoð í raunveruleikanum. „Sagan um kvótastelpuna sem veit ekki neitt er bara ekki sönn – allir sem hafa horft á Gettu betur vita það.“ Fjóla ásamt liðsmönnum Kvennó og Þorkeli Má Júlíussyni, þjálfara liðsins.Aðsend Mikið stress en rosalega gaman Í Facebook-færslu sem Fjóla birti í gær segir hún að þátttaka í Gettu betur hafi verið fjarlægur draumur áður en hún byrjaði í Kvennó og það væri eitthvað sem hún taldi sig aldrei geta gert. Í dag gengur hún frá borði með tvo sigra ásamt því að hafa tryggt síðasta sigurinn. „Þetta var sturlun,“ segir Fjóla þegar hún er spurð hvernig tilfinningin hefði verið að tryggja liðinu sigur. Líkt og áður sagði svaraði Fjóla vísbendingaspurningu rétt í annarri tilraun og sótti þannig síðustu tvö stig kvöldsins. Hún segir mikið stress fylgja því að keppa en fyrst og fremst sé það rosalega gaman, sérstaklega þegar vel gengur. Þrátt fyrir að enginn rígur hafi verið á milli liðsmanna Kvennó og MR hafi það þó verið sætt að sigra skólann, enda er MR þekktur fyrir gott gengi í keppninni. „MR hefur það orðspor að vera góð í Gettu betur og svona en við sigruðum þau líka í fyrra,“ segir Fjóla létt í lokin.
Jafnréttismál Skóla- og menntamál Gettu betur Tengdar fréttir Kvennó vann Gettu betur Aðeins munaði einu stigi á Kvennó og MR. 15. mars 2019 21:01 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira