Sagðist innblásinn af Anders Breivik Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. mars 2019 07:00 Nýsjálendingar minnast þeirra sem féllu í fólskulegri hryðjuverkaárás á föstudag. NordicPhotos/Getty „Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
„Það er hvergi skjól að finna lengur, hvorki á Íslandi, í Póllandi, á Nýja-Sjálandi, í Argentínu eða Úkraínu. Hvergi í heiminum. Ég veit það, ég hef verið þar.“ Þetta stendur í yfirlýsingu Brentons Tarrant, ástralska hryðjuverkamannsins, sem myrti 50 manns í mosku í Christchurh á Nýja-Sjálandi á föstudaginn og særði aðra fimmtíu. Yfirlýsinguna sendi hann til forsætisráðherra Nýja-Sjálands rétt áður en hann framdi ódæðið. Ekki hefur fengist staðfest að maðurinn hafi í raun og veru komið hingað til lands eins og hann gefur í skyn í yfirlýsingu sinni, en amma hans segir í viðtali við Washington Post að Evrópuferð sem hann fór í árið 2017 hafi haft mikil áhrif á hann og hann hafi breyst mjög eftir þá ferð. Þá hafi fráfall föður hans einnig haft mikil áhrif á persónu hans. Á vef bandaríska miðilsins er greint frá því að lögregla á Nýja-Sjálandi vinni nú að kortlagningu ferða hans á síðustu árum og leiti að fólki sem hann gæti hafa hitt og átt samskipti við á ferðalögum sínum. Fyrirspurnum Fréttablaðsins til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra, um hjálparbeiðni nýsjálenskra yfirvalda, hafði ekki verið svarað þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ekki liggur fyrir hvort Tarrant var einn að verki eða hvort hann naut aðstoðar við undirbúning árásarinnar, en í yfirlýsingu sinni kveðst Tarrant hafa sótt innblástur til norska hryðjuverkamannsins Anders Breivik og lætur þess getið að hann hafi orðið margs vísari á ferðalögum sínum um Vestur-Evrópu. Frönsku þingkosningarnar hafi valdið honum vonbrigðum. Þá kemur fram að með árásinni hafi hann viljað hefna 11 ára gamallar stúlku sem lést í hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi árið 2017. Haft er eftir móður stúlkunnar í sænskum fjölmiðlum að henni hafi orðið flökurt við tíðindin af árásinni. Sænska samfélagsmiðlastjarnan PewDiePie hefur einnig þurft að sverja öfgamanninn af sér, en maðurinn sem miðlaði beinni útsendingu af árásinni á internetinu, hvatti fólk til að fylgja stjörnunni á samfélagsmiðlum áður en hann hóf skothríðina. Í yfirlýsingu sinni fer Tarrant einnig fögrum orðum um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og segir hann endurfædda sjálfsmynd hvítra. Af yfirlýsingunni að dæma er ljóst að um öfgahægrisinnaðan þjóðernissinna er að ræða en málflutningur hans miðar að því að stöðva þurfi múslima sem séu að taka yfir vestræn samfélög og útrýma hvítu fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Christchurch Hryðjuverk í Útey Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45 Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00 Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Talið að Ísland hafi verið einn af viðkomustöðum hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, ástralski hryðjuverkamaðurinn sem ber ábyrgð mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, segist hafa komið til Íslands í Evrópureisu sem hann fór í fyrir tveimur árum. Marie Fitzgerald, amma Tarrants, segir þessa Evrópuferð hafa breytt honum. 17. mars 2019 10:45
Fjölskylda hryðjuverkamannsins í áfalli yfir illvirkinu Að minnsta kosti fimmtíu eru látnir eftir hryðjuverkaárásina í Christchurch. 17. mars 2019 20:00
Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. 17. mars 2019 10:10