Ari Freyr útilokar endurkomu í Val: Gerði mömmu vonsvikna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 21:00 Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki á heimleið og hefur útilokað að spila í Pepsi Max-deildinni á næstunni. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Við erum ekki á leiðinni heim. Ég hef verið búsettur erlendis í sextán ár og mun líklega enda þar. Núna gerði ég mömmu mína mjög vonsvikna en ég held að ég muni ekki búa á Íslandi á næstunni,“ sagði Ari Freyr sem er uppalinn Valsmaður og hafði verið orðaður við sitt gamla félag. Samningur hans við Lokeren rennur út í sumar. Liðið er mjög líklega fallið þó svo að það gæti breyst ef mál þróast á þann veg en mörg félög í Belgíu eru nú að bíða eftir úrskurði yfirvalda í stórtækum spillingarmálum sem hafa verið í belgískri knattspyrnu síðastliðna mánuði. „Ég er opinn fyrir öllu og vil spila eins lengi og ég get. Ég er lítill og nettur, hef verið þokkalega heppinn með meiðsli og hef enn gaman að þessu. En ég vil heldur ekki taka ákvörðun of fljótt,“ sagði Ari sem gæti þess vegna verið búinn að spila sinn síðasta leik í Belgíu. „Við skítféllum fyrir þremur leikjum þegar við spiluðum við Anderlecht. En út af þessum spillingarmálum vitum við ekki hvort við föllum eða ekki. En það er þó ljóst að við spilum ekki meira þetta tímabilið og munum bara æfa þrisvar í viku til loka apríl. Þetta er mjög skrýtið allt saman.“ Ari er nú að undirbúa sig fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020, gegn Andorra á föstudag og Frakklandi á mánudag. „Mér líst mjög vel á þetta. Það virðast allir vera í góðu standi. Þetta er erfiður leikur gegn Andorra og mér sýnist að margir séu hræddir við þá. En ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera - þá eigum við að fá þrjú stig á föstudag.“ EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í knattspyrnu, er ekki á heimleið og hefur útilokað að spila í Pepsi Max-deildinni á næstunni. Þetta sagði hann í samtali við Vísi í dag. „Við erum ekki á leiðinni heim. Ég hef verið búsettur erlendis í sextán ár og mun líklega enda þar. Núna gerði ég mömmu mína mjög vonsvikna en ég held að ég muni ekki búa á Íslandi á næstunni,“ sagði Ari Freyr sem er uppalinn Valsmaður og hafði verið orðaður við sitt gamla félag. Samningur hans við Lokeren rennur út í sumar. Liðið er mjög líklega fallið þó svo að það gæti breyst ef mál þróast á þann veg en mörg félög í Belgíu eru nú að bíða eftir úrskurði yfirvalda í stórtækum spillingarmálum sem hafa verið í belgískri knattspyrnu síðastliðna mánuði. „Ég er opinn fyrir öllu og vil spila eins lengi og ég get. Ég er lítill og nettur, hef verið þokkalega heppinn með meiðsli og hef enn gaman að þessu. En ég vil heldur ekki taka ákvörðun of fljótt,“ sagði Ari sem gæti þess vegna verið búinn að spila sinn síðasta leik í Belgíu. „Við skítféllum fyrir þremur leikjum þegar við spiluðum við Anderlecht. En út af þessum spillingarmálum vitum við ekki hvort við föllum eða ekki. En það er þó ljóst að við spilum ekki meira þetta tímabilið og munum bara æfa þrisvar í viku til loka apríl. Þetta er mjög skrýtið allt saman.“ Ari er nú að undirbúa sig fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020, gegn Andorra á föstudag og Frakklandi á mánudag. „Mér líst mjög vel á þetta. Það virðast allir vera í góðu standi. Þetta er erfiður leikur gegn Andorra og mér sýnist að margir séu hræddir við þá. En ef við spilum okkar leik og gerum það sem við eigum að gera - þá eigum við að fá þrjú stig á föstudag.“
EM 2020 í fótbolta Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00
Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Birkir Már Sævarsson veit hvað er í vændum í landsleiknum gegn Andorra á föstudag. 19. mars 2019 09:00
Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00