Bjórlíkisvaka á Dillon Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Jón Bjarni á Dillon ætlar að selja bjórlíki á tilboði í tilefni bjórdagsins , ekki síst til þess að minna fólk á hversu gott það hefur haft það síðustu 30 árin. Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira
Þrjátíu ára bjórfrelsi verður fagnað víða um land í dag. Á Dillon verður hið alræmda bjórlíki á tilboði en nokkrum árum áður en bjórbanninu var aflétt 1. mars 1989 tóku bareigendur upp á því að reiða gervibjórinn fram til þess að trekkja að. Bjórlíkið, oftast vodkablandaður pilsner, naut talsverðra vinsælda í hallærinu en á varla upp á pallborðið í dag en þeir sem vilja smakka á eða rifja upp kynnin af þeim ósköpum geta látið það eftir sér á Dillon í kvöld. „Það eru allir með tilboð á bjór og okkur langaði að gera eitthvað aðeins öðruvísi og minna fólk í leiðinni á hversu gott það hefur það þegar það fær sér sopa af þessu,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn eigenda Dillon. Bjórlíkið á Dillon verður blandað úr Tuborg léttöli og Eldur ís-vodka í hinum gömlu hlutföllum en á sínum tíma var miðað við að tveimur vodkaflöskum og ⅓ úr viskíflösku væri hellt saman við um það bil 20 lítra af léttöli. „Við blöndum þetta á staðnum,“ segir Jón Bjarni. „Við nenntumekki að hafa fyrir því að setja þetta á dælu enda erum við ekki alveg vissir um hvernig salan verður á þessu,“ segir Jón Bjarni. „Ég var átta ára þegar bjórinn var leyfður, segir Jón Bjarni sem slapp því við að þreyja bjórbannið og hefur að mestu komist í gegnum lífið án þess að þurfa að leggja bjórlíki sér til munns. „Ég hef örsjaldan drukkið eitthvað sem kalla mætti bjórlíki en þegar ég var að hella mig fullan eftir vaktir á Hótel Íslandi 1998 setti ég stundum vodkaskot út í bjórinn minn. Það eru mín einu kynni af bjórlíki,“ segir Jón Bjarni sem ætlar að selja hálfan lítra af bjórlíkinu á 110 krónur á meðan birgðir endast annað kvöld. „En fyrir þá sem ekki vilja þær guðaveigar verður Tuborg á happy hour til miðnættis.“ Dillon þjófstartaði þó bjórgleðinni strax í gær þegar nýr bjór frá Borg brugghúsi var settur á krana í fyrsta sinn. Bjór! er bruggaður að undirlagi gömlu pönkaranna í Fræbbblunum sem deildu hart á bjórbannið á sínum tíma með laginu Bjór! árið 1981. Fræbbblarnir eru miklir bjóráhugamenn og hafa lengi látið sig dreyma um að framleiða bjór með þessu einfalda og gegnsæja nafni, með vísan til lagsins góða, og þegar þeir báru hugmyndina undir bruggarana hjá Borg ákváðu þeir að slá til enda tilefnið núna ærið: 40 ára afmæli Fræbbblanna og 30 ára bjórfrelsi á Íslandi
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Sjá meira