Augun verða tvítug á ný þegar minnst er gamla Kvennaskólans Kristján Már Unnarsson skrifar 8. mars 2019 11:40 Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar. Stöð 2/Einar Árnaason. Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Gamli Kvennaskólinn á Blönduósi hefur öðlast nýtt hlutverk; sem alþjóðleg þróunar- og þekkingarmiðstöð á sviði textíls. Þar dvelja nú innlendir og erlendir listamenn og hönnuðir um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína í textíl. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2. Húsið var að meginhluta byggt árið 1912 og hýsti í sjö áratugi einhverja mikilvægustu stofnun sveitanna í Húnavatnssýslum. Þótt starfsemi Kvennaskólans lyki árið 1978 nýtist þetta virðulega hús enn.Gamli Kvennaskólinn stendur við ós Blöndu, á norðurbakkanum.Stöð 2/Einar Árnason.Textílsetur Íslands hefur raunar starfað þar í fjórtán ár en með samruna við Þekkingarmiðstöð á Blönduósi varð Textílmiðstöð Íslands formlega til núna í ársbyrjun. „Við erum í rauninni að efla textílinn og stefnum á það að hönnuðir, listamenn og handverksfólk geti komið hingað til okkar á Blönduós til þess að vinna að sinni hönnun; bæta við sig þekkingu,“ segir Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Elsa Arnardóttir, forstöðumaður Textílmiðstöðvar Íslands.Stöð 2/Einar Árnason.Þangað sækir textílfólk víða að úr heiminum. Þetta er alþjóðlegt umhverfi og í húsinu býðst því bæði gisti- og vinnuaðstaða. „Í ár lítur út fyrir að við fáum á að giska 90 til 100 listamenn og hönnuði hérna til okkar í listamiðstöðina,“ segir Elsa. Þeir dvelja í minnst mánuð og sumir upp í tvo. Þá koma skólahópar í styttri heimsóknir frá innlendum og erlendum lista- og handverksskólum.Frá starfsemi Textílmiðstöðvarinnar í gamla Kvennaskólanum.Stöð 2/Einar Árnason.Jóhanna Erla Pálmadóttir, verkefnisstjóri Textílmiðstöðvarinnar, segir að gömlum nemendum Kvennaskólans þyki dásamlegt að sjá húsið nýtast með þessum hætti. Augu þeirra verði tvítug aftur af gleði þegar þeir komi í heimsókn í gamla skólann sinn og minnist þeirra góðu daga sem þar voru. Húsmæðraskólarnir annars höfðu orð á sér fyrir að vera helstu hjónabandsmiðlanir dreifbýlisins. En gegndi þessi sama hlutverki á Blönduósi? „Að sjálfsögðu. Það var nú bara maður hérna í morgun sem sagði: Hvernig hefðum við farið að hefði ekki verið kvennaskóli hérna á Blönduósi,“ segir Jóhanna og hlær. Áætlað er að um eitthundrað listamenn og hönnuðir dvelji í ár í Textílmiðstöðinni um lengri eða skemmri tíma til að efla færni sína á sviði textíls.Stöð 2/Einar Árnason.Nánar verður fjallað um starfsemina í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Blönduós Skóla - og menntamál Tíska og hönnun Um land allt Tengdar fréttir Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00 Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30 Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30 Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15 Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Spennandi hönnuðir sýna á morgun á Reykjavík Fashion Festival Lífið kynnist hönnuðunum og hugmyndunum á bakvíð fatalínu þeirra á RFF. 28. mars 2014 15:00
Láta gamlan draum rætast um nám í hússtjórnarskóla Nokkuð er um það að konur á efri árum láti gamlan draum rætast og fari í hússtjórnarskóla. 14. desember 2014 21:30
Kynntu sér nýja kynslóð fatahönnuða Það var mikið um dýrðir í Norðurljósasal Hörpu í gær þegar tískusýning níu útskriftarnema í fatahönnun við LHÍ fór fram. Þeir voru margir sem lögðu leið sína á sýninguna og kynntu sér þessa nýju kynslóð fatahönnuða og afrakstur þeirra eftir þriggja ára nám. 4. maí 2017 10:30
Við nálgumst söguna sem vefarar Bókin Kljásteinavefstaðurinn – kljásteinarnir klingja verður kynnt í dag í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands að Nethyl 2e. Höfundarnir eru þrjár konur. Ein þeirra er Hildur Hákonardóttir. 15. desember 2017 10:15
Rómantík húsmæðraskólans ber enn ávöxt í sveitum Austurlands Húsmæðraskólarnir þóttu fyrrum einhver helsta hjúskaparmiðlun landsbyggðarinnar. En rómantíkin er enn til staðar í hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 5. nóvember 2018 21:00