Fyrirfór sér morguninn sem þau áttu að flytja í nýju íbúðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2019 14:45 Mariam Siv Vahabzadeh og dóttir hennar eru meðal viðmælenda 2. þætti af "Viltu í alvöru deyja?" á Stöð 2 í kvöld. Það var laugardagsmorgunn í maí árið 2005. Hefði átt að vera hamingjuríkur dagur í lífi ungrar fjölskyldu í Reykjavík. Mariam Siv Vahabzadeh og unnusti hennar ætluðu að flytja inn í nýju íbúðina sína ásamt ellefu mánaða gamalli dóttur sinni. En það fór á annan veg. Unnustinn fyrirfór sér þennan morgunn og eftir sat Mariam tvítug, með dóttur þeirra kornunga. Tvítug að skipuleggja jarðarför en ekki ársafmæli dóttur þeirra. Ákvörðun unnustans átti eftir myrkva næstu ár í lífi Mariam. Mariam og dóttir hennar eru meðal viðmælenda 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?" á Stöð 2 í kvöld. „Ég myndi nú bara vilja kynnast honum,“ segir hin þrettán ára Nadía. „Við vorum búin að taka hringana af okkur og náttúrlega ömurlegt að skilja við einhvern í reiði. En ég bað þá um að stoppa í stiganum og hljóp með hringinn og setti á fingur hans,“ segir Mariam. „Má ég ekki eiga hann?“ spyr Nadía. „Jú, þú mátt eiga hann. Þetta er allt fyrir þig geymt,“ segir Mariam. Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir Mariam því hvernig hún hleypur að sjúkraliðunum og stöðvar þá til að setja trúlofunarhringinn á unnusta sinn á börunum. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. Eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?” er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:10 í kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira
Það var laugardagsmorgunn í maí árið 2005. Hefði átt að vera hamingjuríkur dagur í lífi ungrar fjölskyldu í Reykjavík. Mariam Siv Vahabzadeh og unnusti hennar ætluðu að flytja inn í nýju íbúðina sína ásamt ellefu mánaða gamalli dóttur sinni. En það fór á annan veg. Unnustinn fyrirfór sér þennan morgunn og eftir sat Mariam tvítug, með dóttur þeirra kornunga. Tvítug að skipuleggja jarðarför en ekki ársafmæli dóttur þeirra. Ákvörðun unnustans átti eftir myrkva næstu ár í lífi Mariam. Mariam og dóttir hennar eru meðal viðmælenda 2. þætti af „Viltu í alvöru deyja?" á Stöð 2 í kvöld. „Ég myndi nú bara vilja kynnast honum,“ segir hin þrettán ára Nadía. „Við vorum búin að taka hringana af okkur og náttúrlega ömurlegt að skilja við einhvern í reiði. En ég bað þá um að stoppa í stiganum og hljóp með hringinn og setti á fingur hans,“ segir Mariam. „Má ég ekki eiga hann?“ spyr Nadía. „Jú, þú mátt eiga hann. Þetta er allt fyrir þig geymt,“ segir Mariam. Í myndbrotinu sem hér fylgir lýsir Mariam því hvernig hún hleypur að sjúkraliðunum og stöðvar þá til að setja trúlofunarhringinn á unnusta sinn á börunum. Tugir Íslendinga svipta sig lífi á hverju ári. Eftir situr her af fólki, ástvinum, sem vita ekki sitt rjúkandi ráð. Annar þáttur af fjórum í þáttaröðinni „Viltu í alvöru deyja?” er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 20:10 í kvöld, sunnudag. Þar er rætt við tvær konur sem stóðu ungar í þeim sporum að barnsfeður þeirra sviptu sig lífi og þær sátu einar eftir með börnin og reiðina og sorgina. Leikstjórn og handrit er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Ólafur Þór Chelbat. Ef þú ert í sjálfsvígshugleiðingum:Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 - opið allan sólarhringinnTalaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.isEða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is
Lóa Pind: Viltu í alvöru deyja? Mest lesið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Lífið Fleiri fréttir Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Sjá meira