Boða til verkfalls fyrir loftslagið: „Það er verið að gera okkur grikk“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2019 13:00 Elsa María Guðlaugs Drífudóttir er formaður LÍS. Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér. Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) og Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) boða til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli næstkomandi föstudag klukkan 12. Fjöldi fólks hefur boðað komu sína á viðburðinn en Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, formaður LÍS, segir í samtali við Vísi að hugmyndin að verkfallinu komi frá hinni 16 ára gömlu Gretu Thunberg frá Svíþjóð. „Hún hóf það að stunda skólaverkföll fyrir loftslagið í Svíþjóð. Hún vakti mjög mikla alþjóðlega athygli og fór til dæmis á loftslagsráðstefnuna í Póllandi. Hún hefur verið ötull talsmaður og er helsti frontur þessa verkfalla sem hafa svo borist frá Svíþjóð út um allan heim, meðal annars til Bretlands, Belgíu, Ástralíu og fleiri staða,“ segir Elsa. Hún segir stúdenta og nemendur fara í verkfall til þess að krefjast aukinna aðgerða til að koma megi fyrir frekari hlýnun jarðar og að hlýnuninni sé haldið innan 1,5 gráðu á heimsvísu.Stórkostlegt að sjá samstilltar aðgerðir á heimsvísu „Það er stórkostlegt að sjá svona samstilltar aðgerðir á heimsvísu og það var bara ekki spurning um það að Íslendingar þyrftu að taka þátt í þessari vitundarvakningu og þessum stórkostlegu aðgerðum og þessari samstöðu sem verður til við þetta,“ segir Elsa. Ríkisstjórnin hefur sett sér aðgerðaáætlun í loftslagsmálum þar sem kveðið er á um að stórauka fé til aðgerða í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Elsa bendir á að milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna reiknast til að verja þurfi um 2,5 prósentum af heimsframleiðslu á ári til ársins 2035 til að halda hlýnun innan 1,5 gráðu. „En eins og það lítur ekki út fyrir að það verði eytt nema 0,05 prósentum af þjóðarframleiðslu hér á landi sem er í skammarlegt,“ segir Elsa sem tekur þó fram að það sé jákvætt að fá fram aðgerðaáætlun stjórnvalda. „Í rauninni erum við glöð að sjá viðleitni frá ríkisstjórninni og þetta er jákvætt að fá svona aðgerðaáætlun og heyra að þau eru að vinna í þessu en í rauninni snýst verkfallið um að betur má ef duga skal. Framhaldsskólanemendur og stúdentar eru mjög stór hluti þeirra sem munu taka við það er verið að gera okkur grikk með því að bæta ekki í í dag. Við erum að taka þetta svolítið í okkar hendur með því að gera þetta.“ Elsa segir að allir séu velkomnir í verkfallið þó að þeir séu hvorki stúdentar né nemendur í framhaldsskóla þar sem loftslagsmál snerti vissulega alla.Nánari upplýsingar um verkfallið má nálgast hér.
Loftslagsmál Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Sænsk stúlka sakaði þjóðarleiðtoga um að stela framtíð barna Greta Thunberg ávarpaði loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og sagði fulltrúum þar að þeir væru of hræddir við óvinsældir til að þora að grípa til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. 14. desember 2018 10:10